Þann 3. nóvember 2018 munu LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, fagna fimm ára starfsafmæli sínu. Hagsmunabarátta stúdenta á Íslandi er mun eldri en svo, en samtökin hafa vaxið hratt frá stofnun, tekist á við ýmsar áskoranir og fært þessa baráttu á næsta stig.

Að því tilefni gefa samtökin út greinaröð, þar sem farið er yfir sögu og hlutverk samtakanna og stúdentabaráttunnar.

THE ROAD AHEAD.png
 
Smellið á myndina til að lesa greinina í heild sinni

Smellið á myndina til að lesa greinina í heild sinni

Órar úr efri kojunni

Þarna lá ég, í efri koju á dönsku hosteli vorið 2012, að morgni fyrstu ráðstefnunnar minnar á vegum Evrópusamtaka Stúdenta og hlustaði í hroturnar í herbergisfélögum mínum, steinrunnin. Þegar ég fékk lykilinn daginn áður sagði konan í móttökunni að ég yrði með þremur stelpum í herbergi en að þær kæmu ekki fyrr en seint. Mér brá því nokkuð þegar ég vaknaði, velti mér á hliðina og við blöstu tveir íturvaxnir og hálfberir finnskir karlmenn, þeir Jyri og Juha. Hroturnar komu að mestu frá Finnanum í neðri kojunni, Kim sem var fíngerðari en með engu færri Y-litninga.

Smellið á myndina til að lesa greinina í heild sinni

Smellið á myndina til að lesa greinina í heild sinni

LANGAR ÞIG AÐ LÆRA?

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta halda upp á 5 ára afmæli um þessar mundir og því ber að fagna. Margt hefur áunnist á síðastliðnum fimm árum og er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að samtökin hafi náð jafn langt og raun ber vitni á svo stuttum tíma.  Hlutverk LÍS er að sinna hagsmunagæslu fyrir stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis en það er gríðarlega mikilvægt fyrir stúdenta að hafa sameiginlega rödd og geta staðið saman öll sem eitt til þess að bæta kjör stúdenta. Saman erum við sterkara afl.

Smellið á myndina til að lesa greinina í heild sinni

Smellið á myndina til að lesa greinina í heild sinni

GREIN Í TILEFNI AÐ FIMM ÁRA AFMÆLI LÍS

Háskólaárin geta skipt sköpum við að undirbúa ungt fólk fyrir virka þátttöku á vinnumarkaðinum og í lýðræðissamfélagi þar sem rödd þeirra fær að heyrast. Til að háskólar standi undir þessu veigamikla verkefni verða þeir að bjóða upp á nám og kennslu sem styður háskólanema í að öðlast þekkingu, leikni og hæfni sem mun nýtast þeim í framtíðinni í námsumhverfi þar sem hagsmunir þeirra eru tryggðir. Á þeim fimm árum sem eru liðin síðan Landssamtök íslenskra stúdenta voru stofnuð hafa samtökin fest sig í sessi sem sameinuð rödd stúdenta á Íslandi – rödd sem veitir aðhald og stendur vörð um þessa hagsmuni.