Frambjóðendur til framkvæmdastjórnar LÍS fyrir starfsárið 2019-2020
Framboð til formanns

Sonjavara2.jpg

Sonja Björg Jóhannsdóttir

Ég heiti Sonja Björg og 27 ára. Ég er með BSc gráðu í sálfræði og stunda nú meistaranám í MPM við HR. Ég hef tekið þátt í hagsmunabaráttu stúdenta sl. þrjú ár. þar sem ég sat m.a. sem formaður SFHR.

Síðastliðið ár hef ég setið sem jafnréttisfulltrúi LÍS og fengið að kynnast starfi samtakanna. Það eru ýmis spennandi verkefni í gangi hjá LÍS sem ég vil halda áfram að vinna að auk þess að efla samtökin enn meir.

Ég býð mig fram sem formann LÍS og tel mig hafa þá þekkingu og burði til að sinna því starfi.

Framboð til varaformanns

BK-6.jpg

Eygló María Björnsdóttir

Ég hef tekið þátt í mörgum félagsstörfum á háskólagöngu minni, má þá nefna gjaldkeri, ritstjóri, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík og sem varaformaður og fjármálastjóri LÍS. Með þessari reynslu tel ég mig hæfa til að taka að mér stöðu varaformanns í annað sinn og standa mig betur með öllu því sem ég hef lært til hliðsjónar. LÍS eru samtök sem koma mér sífellt á óvart og er ég mjög spennt fyrir því að taka þátt í hagsmunabaráttu stúdenta enn eitt árið.unnamed (1).jpg

Polina Diljá Helgadóttir

Ég er stjórnmálafræðinemi á þriðja ári við Háskóla Íslands. Á þessu kjörtímabili var hef ég setið í Alþjóðanefnd LÍS og hef fengið að kynnast starfinu innan samtakanna og unnið að alþjóðastefnu LÍS. Ég er sjálf foreldri, námsmaður og einstaklingur af erlendum uppruna og því tel ég mig hafa margt til málanna að leggja í starfi LÍS. Hagsmunir stúdenta eru í fyrirrúmi hjá mér og mun ég reyna mitt besta í að sinna þessu verkefni á sem bestan hátt.

MyndSJ.JPG

Sigrún Jónsdóttir

Ég býð mig fram til varaformanns LÍS. Síðastliðið starfsár hef ég starfað sem ritari samtakanna. Ég vil halda áfram að vera hluti af hratt vaxandi samtökum sem berjast fyrir bættum kjörum stúdenta. Varaformaður er í miklum samskiptum við fulltrúa aðildarfélaganna og lít ég á það sem einn mikilvægasta hluta starfsins að halda góðu og virku sambandi við aðildarfélögin. Með nýju starfsári fylgir fjöldi áskorana og er ég full metnaðar yfir því sem koma skal. Framboð til alþjóðaforseta

Jóhanna Ásgeirsdóttir

Jóhanna Ásgeirsdóttir er myndlistarkona að ljúka kennsluréttindi og meistaragráðu í LHÍ vor 2019. Hún lauk BFA í myndlist frá New York University 2017 en stefnir á að starfa sjálfstætt sem listamaður, námsgagnahönnuður og í safnfræðslu eftir útskrift úr LHÍ.

Hún hefur setið í fulltrúaráði LÍS fyrir hönd LHÍ síðastliðið ár, sinnt hlutverki gjaldkera Meistarfélagsins Jakobs 2018-2019 og setið í nemendaráði LHÍ 2017-2019. Hún hefur lagt sig fram við að efla og bæta starf stúdenta innan LHÍ, en er spennt yfir þeirri tilhugsun að kynnast starfi LÍS betur, sérstaklega sem fulltrúi þeirra á alþjóðavettvangi.

Framboð til fjármálastjóra

50879310_584858125274423_6095597601447477248_n.jpg

Aníta Eir Jakobsdóttir

Aníta heiti ég og býð ég mig fram í embætti fjármálastjóra LÍS fyrir komandi starfsár. Ég er 25 ára norðfirðingur og stunda nám í viðskiptafræði við HÍ. Ég sat í fjármálanefnd á starfsárinu sem er að líða og hef kynnst frábæru fólki og fengið að starfa með mismunandi nefndum innan LÍS. Ég sæki um stöðu fjármálastjóra vegna þess að ég vil koma að hagsmunabaráttu stúdenta og vexti samtakanna auk þess sem mig langar að takast á við krefjandi verkefni

Framboð til jafnréttisfulltrúa

IMG_2775.jpeg

Anastasía Jónsdóttir

Ég er stjórnmálafræðinemi á þriðja ári við Háskóla Íslands. Námið hefur opnað augun mín fyrir óréttlæti í samfélaginu og undirstrikað mikilvægi jafnréttis. Ég hef einnig verið í alþjóðanefndinni síðast liðið ár sem gaf mér smá innsýn inn í starfsemi LÍS. Ef ég verð kosin í þetta embætti vil ég halda áfram þeirri frábæru vinnu sem Salka og Sonja byrjuðu með StudentRefugees og stuðla að aukinni eftirfylgdni með þeim stúdentum sem leita til LÍS vegna óréttmætrar framkomu eða ójafnréttis í námi.

passamynd hrafn (3).jpg

Hrafn Sævarsson

Ég er 25 ára, 4. árs læknanemi við Læknadeild Háskóla Íslands. Ég er næst elstur fjögurra systkina og ólst upp í Stykkishólmi en flutti einn suður 17 ára og kláraði stúdent við Menntaskólann í Hamrahlíð. Ég er þekktur fyrir að vera mikill sælkeri; hef gaman af því að elda góðan mat, drekka gott kaffi og vín sér í lagi í góðra vina hópi. Ég hef mikinn áhuga á jafnréttismálum og þar er mín helsta þekking á sviði hinsegin/trans málefna.