Stuðningsyfirlýsing við bréfi jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands um að kynjafræði verði skyldufag í kennaranámi.

Landssamtök íslenskra stúdenta - LÍS telja að skyldug kynjafræði í kennaranámi sé mikilvægt skref til þess að tryggja framgang jafnréttismála í íslensku samfélagi.

Í jafnréttisstefnu LÍS, samþykkt á landsþingi 2019, er kveðið á um að bjóða þurfi upp á fræðslu í kynjafræði, hinseginmálum og fötlunarmálum fyrir kennaranema sem stuðlar að víðsýni og aukinni yfirsýn yfir þarfir stúdenta.

LÍS hvetur rektora og stjórnendur háskólanna til að hlusta á jafnréttisnefnd KÍ og leita allra leiða til þess að bjóða upp á aukna fræðslu í jafnréttismálum í kennaranámi. Hnitmiðuð stefnumótun í háskólasamfélaginu, þá fyrst og fremst hjá stjórnvöldum, er grunnatriði þess að jafnrétti kynja sé þar náð. 

Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan:

Stuðningsyfirlýsing-KÍ.jpg

Opið fyrir umsóknir í nefndir LÍS 2019-2020 // Open for applications to LÍS's committees 2019-2020

Hefur þú áhuga á félagsstörfum? Brennur þú kannski fyrir hagsmunabaráttu stúdenta? Langar þig til að hafa áhrif? Vilt þú starfa með stúdentum frá öllum háskólum landsins? Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í nefndir samtakanna en þær eru gæðanefnd, lagabreytingarnefnd, fjármálanefnd, alþjóðanefnd og jafnréttisnefnd. 

Framlengdur frestur í sæti varafulltrúa í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Framlengdur frestur í sæti varafulltrúa í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem varafulltrúi í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema. Nefndin starfar samkvæmt 20. gr. laga um háskóla nr. 63/2006 og reglum nr. 1152/2006. Hún fjallar um kærur og kvartanir stúdenta í háskólum á hendur skólunum vegna málsmeðferðar og/eða ákvarðana um þeirra mál. 

Hefur þú áhuga á stöðu framkvæmdastjóra LÍS

Hefur þú áhuga á stöðu framkvæmdastjóra LÍS

Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra. Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða, innheimta kröfur, sér um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna. 

Skiptaþing LÍS

Helgina 24. til 26. maí fór skiptaþing LÍS fram. Þetta er í annað skipti sem slíkur viðburður er haldinn frá stofnun LÍS. Þingið hófst á skiptafundi í Reykjavík þar sem fráfarandi forseti, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, afhenti nýjum forseta, Sonju Björg Jóhannsdóttur, keflið. Því næst var haldið á Varmaland í Borgarbyggð þar sem dagskrá helgarinnar hélt áfram.

Evrópskir stúdentar standa með íslenskum stúdentum í baráttu gegn aldursgreiningum á fylgdarlausum hælisleitendum í Háskóla Íslands

Evrópskir stúdentar standa með íslenskum stúdentum í baráttu gegn aldursgreiningum á fylgdarlausum hælisleitendum í Háskóla Íslands

Á stjórnarfundi ESU, Evrópusamtaka stúdenta (European Students’ Union), kölluðu LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, eftir stuðningi við baráttu gegn aldursgreiningum með rannsóknum á tönnum hælisleitenda tanngreiningum sem framkvæmdar hafa verið af Háskóla Íslands sem þjónusta við Útlendingastofnun.