Hefur þú áhuga á stöðu framkvæmdastjóra LÍS

Hefur þú áhuga á stöðu framkvæmdastjóra LÍS

Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra. Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða, innheimta kröfur, sér um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna. 

Skiptaþing LÍS

Helgina 24. til 26. maí fór skiptaþing LÍS fram. Þetta er í annað skipti sem slíkur viðburður er haldinn frá stofnun LÍS. Þingið hófst á skiptafundi í Reykjavík þar sem fráfarandi forseti, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, afhenti nýjum forseta, Sonju Björg Jóhannsdóttur, keflið. Því næst var haldið á Varmaland í Borgarbyggð þar sem dagskrá helgarinnar hélt áfram.

Evrópskir stúdentar standa með íslenskum stúdentum í baráttu gegn aldursgreiningum á fylgdarlausum hælisleitendum í Háskóla Íslands

Evrópskir stúdentar standa með íslenskum stúdentum í baráttu gegn aldursgreiningum á fylgdarlausum hælisleitendum í Háskóla Íslands

Á stjórnarfundi ESU, Evrópusamtaka stúdenta (European Students’ Union), kölluðu LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, eftir stuðningi við baráttu gegn aldursgreiningum með rannsóknum á tönnum hælisleitenda tanngreiningum sem framkvæmdar hafa verið af Háskóla Íslands sem þjónusta við Útlendingastofnun.

Opið fyrir svör í EUROSTUDENT VII könnunina

EUROSTUDENT könnunin er yfirgripsmikil könnun sem er lögð fyrir stúdenta í 28 mismunandi löndum og nær til fjölda félagslegra þátta um stúdentahópinn. Ísland tók fyrst þátt í EUROSTUDENT VI en niðurstöður þess voru birtar í mars 2018. Það var í fyrsta skipti sem stúdentar, stjórnendur háskólanna og aðrir aðilar höfðu aðgengi að opinberum upplýsingum um stúdentahópinn.

Sonja Björg Jóhannsdóttir kjörin nýr forseti LÍS á landsþingi

Helgina 29.-31. mars fór Landsþing landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS fram í háskólanum á Bifröst. Yfirskrift þingsins var Sjálfbærni og háskólasamfélagið - hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Þriðji og jafnframt síðasti dagur landsþings LÍS 2019 hófst á áframhaldandi vinnustofu um forgangsröðun á heimsmarkmiðum SÞ. Tilgangur vinnustofunnar var að draga saman áherslur þingfulltrúa úr fyrri vinnustofum. Ljóst er að heimsmarkmiðin ná yfir víðan völl en komu þingfulltrúar sér saman um undirmarkmið sem LÍS geta beitt sér fyrir. Niðurstöður vinnustofanna munu nýtast sem efniviður fyrir mótun á stefnu LÍS í sjálfbærni. Stefnan verður lögð fyrir landsþing LÍS á næsta starfsári.

Landsþing LÍS ályktar um nýjar úthlutunarreglur LÍN

Landssamtök íslenskra stúdenta senda frá sér ályktun um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna - LÍN fyrir skólaárið 2019-2020. Ályktun þessi var samþykkt einróma á landsþingi LÍS í dag þar sem tæplega 60 stúdentafulltrúar frá öllum háskólum á Íslandi sem og Sambandi íslenskra námsmanna erlendis komu saman. Landsþing LÍS fer með æðsta ákvörðunarvald samtakanna.

Annar dagur landsþings LÍS 2019 - Stefna um jafnrétti í íslensku háskólasamfélagi samþykkt

Annar dagur landsþings LÍS 2019 - Stefna um jafnrétti í íslensku háskólasamfélagi samþykkt

Annar dagur landsþings hófst með tillögu framkvæmdastjórnar að verk- og fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2019-2020 þar sem farið var í gegnum breytingatillögur sem fengu einróma samþykki. Þrír fyrirlesarar fóru í framhaldinu með erindi. Það voru þær Fanney Karlsdóttir,  sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ, og Rakel Guðmundsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Fyrsti dagur landsþings LÍS 2019 - Sjálfbærni og háskólasamfélagið

Fyrsti dagur landsþings LÍS 2019 - Sjálfbærni og háskólasamfélagið

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, forseti LÍS, setti sjötta landsþing samtakanna í dag, þann 29. mars 2019, en í framhaldi fylgdu ávörp frá Elísabetu Brynjarsdóttur, forseta SHÍ, og Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ. Landsþingið var skipulagt með SHÍ og ber yfirheitið Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð?