Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu ?

Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu.

Það hefur sýnt sig að menntun erlendis færir bæði landi og þjóð efnahagslegan ávinning þar sem fyrirtæki landsins fá bæði aukna og nýja færni sem og þekkingu.

Yfirlýsing LÍS um starfsnám stúdenta

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneyti.

Í stefnu LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi, sem samþykkt var á landsþingi samtakanna 23. mars 2018, er það skýr krafa stúdenta að starfsnám sem fer fram í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaðarsjónarmiðum skuli ávallt vera launað. Þá skuli tryggt að starfsnemi hljóti viðunandi laun í samræmi við kjarasamninga annarra starfsmanna á viðkomandi vinnustað með tilliti til ábyrgðar sem starfsnemi axlar.    

NOM74 í Ríga: Student engagement in student movement as part of civic society

Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Teitur Erlingsson varaformaður LÍS sóttu ráðstefnu og stjórnarfund NOM74 í Ríga, Lettlandi sem var haldin dagana 8.-12. nóvember. NOM - The Nordiskt Ordförande Møte er samráðsvettangur Landssamtaka stúdenta á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjanna er reglubundin ráðstefna sem fulltrúar LÍS sækja tvisvar á ári. LSA, Landssamtök lettneskra stúdenta hélt ráðstefnuna að þessu sinni.

Mynd1.jpg

Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,þátttaka stúdenta í stúdentahreyfingunni sem hluti af samfélaginu” (e. Student engagement in student movement as part of civic society) og var þar rætt um þátttöku stúdenta bæði frá sjónarhorni landssamtaka og stúdentafélaga. Þar voru ráðstefnugestir sammála um að aðal hindrun þátttöku stúdenta væri skortur á tíma sem og skortur á viðurkenningu fyrir þá vinnu sem er unnin í stúdentahreyfingunni sjálfri.


Á NOM fundinum sjálfum voru meðal annars tillögur að nýjum siðareglur NOM kynntar fyrir ráðstefnugestum, en þær eru aðalega úr siðareglum ESU (e. European Students Union) sem og SAMOK, Samtökum finnskra stúdenta við fagháskóla. Siðareglur NOM er leiðarvísir sem að þátttakendur og skipuleggjendur skulu fylgja á NOM viðburðum, markmiðið er að skapa andrúmsloft sem að stuðlar að jákvæðum umræðum og jafnrétti. Siðareglurnar eru til þess að þátttakendur sem og skipuleggjendur séu meðvitaðir um jafnrétti, áreiti, einelti á viðburðum. Í siðarreglunum er meðal annars komið á að á NOM viðburðum skulu vera skipaðir tveir trúnaðarmenn af mismunandi kyni og er þeirra verkefni að hlusta fordæmalaust og bregðast við, þegar á við.

Rætt var um næstu staðsetnintgar og dagsetningar NOM-sins og var það samþykkt að næstu tveir stjórnarfundir eða NOM75 færi fram í Danmörku dagana 10.-14. apríl 2019 og NOM76 færi fram í Færeyjum dagana 24.-28. október 2019.

Mynd3 (1).jpg

Fulltrúar LÍS héldu ánægð heim til Íslands full af metnaði eftir góða ráðstefnu og stjórnarfund NOM og þakka LSA kærlega fyrir vel heppnað utanumhald.


LÍS leita að markaðsstjóra!

Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 15. nóvember og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður rafrænt af fulltrúaráði vikuna 19.-23. nóvember.

Lýsing á hlutverki markaðsstjóra úr lögum LÍS:

27. gr. Markaðsstjóri
Markaðsstjóri sér um að koma samtökunum á framfæri og skal semja markaðsáætlun í upphafi starfsárs. Markaðsstjóri skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal framhalds- og háskólanema. Markaðsstjóri ber ábyrgð á útgáfu LÍS svo sem á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prenti. Markaðsstjóri sér um viðburði sem haldnir eru á vegum samtakanna. Markaðsstjóri er yfir markaðsnefnd.

Lýsing á hlutverki markaðsstjóra úr verklagi LÍS:

 Markaðsstjóri skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal framhalds-

og háskólanema.

 Markaðstjóri sækir umboð sitt til fulltrúaráðs.

 Í upphafi stjórnartíðar nýrrar framkvæmdastjórnar ber markaðstjóri ábyrgð á mótun

áætlunar varðandi markaðsstarfsemi LÍS fram að næsta landsþingi. Áætlun þessi er

lifandi og breytist stöðugt yfir tímabil hvers fulltrúaráðs en miðað er við að

markaðsstjóri leggi fram drög að áætluninni fyrir fulltrúaráð einum mánuði eftir að

hann tekur formlega við embætti.

 Markaðsstjóri ber ábyrgð á útgáfu LÍS svo sem á heimasíðu, samfélagsmiðlum og

prenti. Hann ber ábyrgð á að miðlarnir séu ávallt virkir.

 Markaðsstjóri sér um viðburði sem haldnir eru á vegum samtakanna.

 Markaðsstjóri hefur yfirumsjón með markaðsnefnd, heldur utan um starf nefndarinnar

og ber ábyrgð á því að markaðsnefndin sinni hlutverki sínu vel.

 Markaðsstjóri er formaður markaðsnefndar.

 Markaðsstjóri sér um að boða markaðsnefnd á fundi og gegnir jafnframt stöðu

fundarstjóra, ásamt því að skipa fundarritara.

 Markaðsstjóri hefur umsjón með sameiginlegu skjala- og gagnasafni markaðsnefndar

sem geymd er inni á sameiginlegum gagnagrunni LÍS í þar tilgerðri möppu sem

tilheyrir markaðsnefnd.