NOM74 í Ríga: Student engagement in student movement as part of civic society

Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Teitur Erlingsson varaformaður LÍS sóttu ráðstefnu og stjórnarfund NOM74 í Ríga, Lettlandi sem var haldin dagana 8.-12. nóvember. NOM - The Nordiskt Ordförande Møte er samráðsvettangur Landssamtaka stúdenta á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjanna er reglubundin ráðstefna sem fulltrúar LÍS sækja tvisvar á ári. LSA, Landssamtök lettneskra stúdenta hélt ráðstefnuna að þessu sinni.

Mynd1.jpg

Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,þátttaka stúdenta í stúdentahreyfingunni sem hluti af samfélaginu” (e. Student engagement in student movement as part of civic society) og var þar rætt um þátttöku stúdenta bæði frá sjónarhorni landssamtaka og stúdentafélaga. Þar voru ráðstefnugestir sammála um að aðal hindrun þátttöku stúdenta væri skortur á tíma sem og skortur á viðurkenningu fyrir þá vinnu sem er unnin í stúdentahreyfingunni sjálfri.


Á NOM fundinum sjálfum voru meðal annars tillögur að nýjum siðareglur NOM kynntar fyrir ráðstefnugestum, en þær eru aðalega úr siðareglum ESU (e. European Students Union) sem og SAMOK, Samtökum finnskra stúdenta við fagháskóla. Siðareglur NOM er leiðarvísir sem að þátttakendur og skipuleggjendur skulu fylgja á NOM viðburðum, markmiðið er að skapa andrúmsloft sem að stuðlar að jákvæðum umræðum og jafnrétti. Siðareglurnar eru til þess að þátttakendur sem og skipuleggjendur séu meðvitaðir um jafnrétti, áreiti, einelti á viðburðum. Í siðarreglunum er meðal annars komið á að á NOM viðburðum skulu vera skipaðir tveir trúnaðarmenn af mismunandi kyni og er þeirra verkefni að hlusta fordæmalaust og bregðast við, þegar á við.

Rætt var um næstu staðsetnintgar og dagsetningar NOM-sins og var það samþykkt að næstu tveir stjórnarfundir eða NOM75 færi fram í Danmörku dagana 10.-14. apríl 2019 og NOM76 færi fram í Færeyjum dagana 24.-28. október 2019.

Mynd3 (1).jpg

Fulltrúar LÍS héldu ánægð heim til Íslands full af metnaði eftir góða ráðstefnu og stjórnarfund NOM og þakka LSA kærlega fyrir vel heppnað utanumhald.


LÍS leita að markaðsstjóra!

Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 15. nóvember og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður rafrænt af fulltrúaráði vikuna 19.-23. nóvember.

Lýsing á hlutverki markaðsstjóra úr lögum LÍS:

27. gr. Markaðsstjóri
Markaðsstjóri sér um að koma samtökunum á framfæri og skal semja markaðsáætlun í upphafi starfsárs. Markaðsstjóri skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal framhalds- og háskólanema. Markaðsstjóri ber ábyrgð á útgáfu LÍS svo sem á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prenti. Markaðsstjóri sér um viðburði sem haldnir eru á vegum samtakanna. Markaðsstjóri er yfir markaðsnefnd.

Lýsing á hlutverki markaðsstjóra úr verklagi LÍS:

 Markaðsstjóri skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal framhalds-

og háskólanema.

 Markaðstjóri sækir umboð sitt til fulltrúaráðs.

 Í upphafi stjórnartíðar nýrrar framkvæmdastjórnar ber markaðstjóri ábyrgð á mótun

áætlunar varðandi markaðsstarfsemi LÍS fram að næsta landsþingi. Áætlun þessi er

lifandi og breytist stöðugt yfir tímabil hvers fulltrúaráðs en miðað er við að

markaðsstjóri leggi fram drög að áætluninni fyrir fulltrúaráð einum mánuði eftir að

hann tekur formlega við embætti.

 Markaðsstjóri ber ábyrgð á útgáfu LÍS svo sem á heimasíðu, samfélagsmiðlum og

prenti. Hann ber ábyrgð á að miðlarnir séu ávallt virkir.

 Markaðsstjóri sér um viðburði sem haldnir eru á vegum samtakanna.

 Markaðsstjóri hefur yfirumsjón með markaðsnefnd, heldur utan um starf nefndarinnar

og ber ábyrgð á því að markaðsnefndin sinni hlutverki sínu vel.

 Markaðsstjóri er formaður markaðsnefndar.

 Markaðsstjóri sér um að boða markaðsnefnd á fundi og gegnir jafnframt stöðu

fundarstjóra, ásamt því að skipa fundarritara.

 Markaðsstjóri hefur umsjón með sameiginlegu skjala- og gagnasafni markaðsnefndar

sem geymd er inni á sameiginlegum gagnagrunni LÍS í þar tilgerðri möppu sem

tilheyrir markaðsnefnd.

LÍS hefur skyldur við framtíðina

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa farið vel af stað. Fimm ára saga er ekki löng í neinum skilningi en starfsemi samtakanna hefur verið að festast í sessi og þau eru farin að gera sig gildandi í málefnum íslenskra háskólastúdenta svo eftir er tekið. Háskólinn á Bifröst fagnaði því framtaki að stofna samtökin og Bifröst hefur í tvígang verið vettvangur fyrir landsþing þeirra og það hefur verið mikill heiður fyrir skólann.

Með Landssamtökum íslenskra stúdenta eru nemendur í öllum háskólum landsins virkjaðir til leiks í hagsmunamálum sínum og breiðari umfjöllun og samstaða meðal allra stúdenta styrkir málstaðinn og tryggir að frekar er á raddir þeirra hlustað. Samtökin og álitsgerðir þeirra og samþykktir sem byggja á vandaðri umræðu og vinnu hafa mikla þýðingu fyrir þróun íslenskra háskóla. Það skiptir miklu máli þegar leitast er við að bæta íslenskra háskóla þannig að þeir styrki atvinnulífið og samfélagið með starfsemi sinni að samtökin komi að málum með afgerandi hætti.

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa eins og íslenskir háskólar skyldur við framtíðina. Markmið okkar allra er að gera Ísland að öflugra og betra samfélagi þar sem háskólamenntað fólk kýs að finna sér starfsvettvang og búa í. Samtökin hafa í upphafi vegferðar sinnar verið að rækta þessar skyldur.

Ég óska Landssamtökum íslenskra stúdenta til hamingju með þennan áfanga í starfinu og sendi bestu óskir um áframhaldandi velgengni frá Háskólanum á Bifröst.

Vilhjálmur Egilsson

Rektor Háskólans á Bifröst

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er sú fimmta í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Undir sama þaki – samstarf BHM við LÍS

Afmaeli_thorunn-08.jpg

Bandalag háskólamanna (BHM) og LÍS hafa átt með sér formlegt samtarf frá vormánuðum 2015. Reynslan af því er afar góð. Markmið okkar er að efla þekkingu stúdenta á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði og vinna saman að stefnumótun um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál.

Starfsemi LÍS er kraftmikil og mikilvæg tenging BHM við stúdentahreyfingarnar hér á landi. LÍS hefur haft skrifstofu til umráða í húsnæði BHM í Borgartúni 6 og samgangur starfsfólks bandalagsins og LÍS-aranna stöðugt verið að aukast.

LÍS hefur veitt BHM mikilvæga innsýn í endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna en þar á LÍS tvo fulltrúa. Það er gott að vita af fulltrúum stúdenta í þessari mikilvægu vinnu sem snertir nær alla félagsmenn okkar. LÍS er einnig tengiliður BHM við Gæðaráð háskólanna en samtökin eiga sæti í ráðgjafarnefnd ráðsins. Það er okkur mikils virði að fá frá LÍS upplýsingar þróun háskólanáms hér á landi og gæðakröfurnar sem miðað er við.

BHM og LÍS hafa efnt til upplýsinga- og umræðufunda fyrir stúdenta, m.a. um geðheilbrigðismál, og beitt sér saman í hagsmunamálum gagnvart stjórnvöldum, t.d. um starfsnám á háskólastigi. Fulltrúar LÍS hafa tekið þátt í fjölmörgum fundum á vegum BHM og gert sig gildandi.

Það var gæfuspor fyrir BHM að efna til samstarfs við LÍS og ekki síður að hafa skrifstofu samtakanna undir okkar þaki í Borgartúni. Við væntum mikils af áframhaldandi samstarfi við LÍS.

Þórunn Sveinbjarnardóttir

Formaður Bandalags háskólamanna

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er sú fjórða í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Langar þig að læra?

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta halda upp á 5 ára afmæli um þessar mundir og því ber að fagna. Margt hefur áunnist á síðastliðnum fimm árum og er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að samtökin hafi náð jafn langt og raun ber vitni á svo stuttum tíma.  Hlutverk LÍS er að sinna hagsmunagæslu fyrir stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis en það er gríðarlega mikilvægt fyrir stúdenta að hafa sameiginlega rödd og geta staðið saman öll sem eitt til þess að bæta kjör stúdenta. Saman erum við sterkara afl.

Grein í tilefni af 5 ára afmæli LÍS

Háskólaárin geta skipt sköpum við að undirbúa ungt fólk fyrir virka þátttöku á vinnumarkaðinum og í lýðræðissamfélagi þar sem rödd þeirra fær að heyrast. Til að háskólar standi undir þessu veigamikla verkefni verða þeir að bjóða upp á nám og kennslu sem styður háskólanema í að öðlast þekkingu, leikni og hæfni sem mun nýtast þeim í framtíðinni í námsumhverfi þar sem hagsmunir þeirra eru tryggðir. Á þeim fimm árum sem eru liðin síðan Landssamtök íslenskra stúdenta voru stofnuð hafa samtökin fest sig í sessi sem sameinuð rödd stúdenta á Íslandi – rödd sem veitir aðhald og stendur vörð um þessa hagsmuni.

Órar úr efri kojunni

Þarna lá ég, í efri koju á dönsku hosteli vorið 2012, að morgni fyrstu ráðstefnunnar minnar á vegum Evrópusamtaka Stúdenta og hlustaði í hroturnar í herbergisfélögum mínum, steinrunnin. Þegar ég fékk lykilinn daginn áður sagði konan í móttökunni að ég yrði með þremur stelpum í herbergi en að þær kæmu ekki fyrr en seint. Mér brá því nokkuð þegar ég vaknaði, velti mér á hliðina og við blöstu tveir íturvaxnir og hálfberir finnskir karlmenn, þeir Jyri og Juha. Hroturnar komu að mestu frá Finnanum í neðri kojunni, Kim sem var fíngerðari en með engu færri Y-litninga.

European Students’ Convention 36 í Vín

European Students’ Convention (ESC) er reglubundin ráðstefna sem LÍS sækir tvisvar á ári sem er á vegum European Students’ Union (ESU) þar sem fulltrúar 45 landssamtaka stúdenta frá 39 löndum koma saman. Á rástefnunni eru ýmis málefni sem varða stúdenta í Evrópu tekin fyrir og rædd, ásamt því að undirbúningsvinna fyrir stjórnarfund ESU, sem er einnig haldinn tvisvar á ári og er æðsta ákvörðunarvald ESU, á sér stað.

European Students’ Convention var haldin í 36 skiptið í Vín á dagana 23.-26. september. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,Public Good Public Responsibility”. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður og Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti sóttu ráðstefnuna fyrir hönd LÍS.

mynd 1.jpg


Ráðstefnugestir sóttu fjölbreyttar vinnustofur til að nefna varðandi nýju Persónuverndarlögin og höfundarrétt (e. GDPR and Copyright), upplýsingar og niðurstöður Eurostudent (e. Eurostudent Database), hvernig samstarf og samband milli landssamtaka og aðildafélaga er háttað (e. How do the national union connect with its local/member unions?).

Einnig voru sóttar vinnustofur um breytingar á kosningakerfi ESU, ný mál innan Evrópusambandsins sem og vinnustofu á vegum írsku landssamtakanna um svokallaðan Samstarfssamning (e. Partnership agreement)  á milli Landssamtaka stúdenta og ríkisstjórnar, þar sem samningur er gerður á milli þessara tveggja aðila þar sem full þátttaka stúdenta og aðkoma að borðinu í öllum stigum í ákvörðunarferli er tryggð.

mynd2.jpg

Ráðstefnugestir sóttu einnig Gender Session þar sem þeim var skipt upp í hópa til þess að skilgreina hugtök á borð við fordóma (e. Prejudice), mismunun (e. Discrimination), kúgun/kerfisbundin kúgun (e. Oppression/systematic oppression) og forréttindi (e. Privilege).

mynd3.jpg

Women’s Meeting er fundur sem er haldinn á ESU viðburðum, þar sem allir sem skilgreina sig vera konur er velkomið að sækja. Women’s Meeting er öruggur vettvangur fyrir konur innan ESU fyrir umræður og stuðning. Á sama tíma og Women’s meeting var Masculinity Workshop haldið í fyrsta skipti á ESU viðburði og gekk það vonum framar samkvæmt skipuleggjendum vinnustofunnar.

Fulltrúar LÍS héldu sátt heim til Íslands full af metnaði með nýja vitneskju sem mun koma starfsemi LÍS vel að notum.