DAGSKRÁIN ER KOMIN! Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?

DAGSKRÁIN ER KOMIN! Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?

Dagskráin samanstendur af spennandi fyrirlestrum og ögrandi vinnustofum þar sem ráðstefnugestir fá tækifæri til þess að taka þátt og koma sínum skoðunum á framfæri í opnu samtali við aðra stúdenta sem og aðra hagaðila.

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefst klukkan 9:30 þann 13. október og  lýkur klukkan 16:00 með léttum veitingum. Tilvalið tækifæri til þess að halda samtalinu áfram við aðra ráðstefnugesti.

Við hvetjum alla sem láta þessi mál sig varða að skrá sig og mæta. Við viljum heyra frá ykkur!

Yfirlýsing LÍS vegna frumvarps til fjárlaga 2019

Ríkisstjórnin hefur haldið á lofti áformum um að fjárframlög til háskólastigsins nái meðaltali OECD-ríkjanna árið 2020 og svo Norðurlandanna árið 2025 með stigvaxandi fjármögnun eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Það endurspeglast hins vegar ekki í fjármálaáætlun þar sem enn vantar u.þ.b. 900 milljónir árið 2023 til að ná meðaltali OECD-ríkjanna. Frumvarp til fjárlaga ársins 2019 bætir svo ekki úr skák þar sem ekki einu sinni markmið fjármálaáætlunar nást. Enn á ný eru markmið ríkisstjórnar að ná meðaltali OECD-ríkjanna og Norðurlandanna orðin tóm.

Vilt þú vera með?

Hefur þú áhuga á félagsstörfum? Brennur þú kannski fyrir hagsmunabaráttu stúdenta? Langar þig til að hafa áhrif? Viltu starfa með stúdentum frá öllum háskólum landsins?

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í nefndir samtakanna en þær eru gæðanefnd, lagabreytinganefnd, fjármálanefnd, alþjóðanefnd, markaðsnefnd og jafnréttisnefnd.

LÍS funda með stjórnendum Student Refugees í Danmörku

Þann 1. Ágúst sóttu Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Teitur Erlendsson, varaformaður fund í Kaupmannahöfn, Danmörku um verkefnið Student Refugees. Julian Lo Curlo, alþjóðaforseti DSF, Landssamtaka danskra stúdenta skipulagði fund fyrir fulltrúa LÍS með Studenterhuset sem sér um verkefnið Student Refugees. Sjá heimasíðu Student Refugees hér og Facebook síðu Student Refugees hér.

Gleðilega hinsegin daga!

Gleðilega hinsegin daga!

Dagana 7.-12.ágúst fara fram Hinsegin dagar í Reykjavík í 19. sinn!

Ýmsir viðburðir eru í gangi í tilefni hinsegin daga og má þar m.a. nefna uppistand, tónleika og vinnustofur en hátíðina í heild sinni má sjá á www.hinsegindagar.is. Stærsti viðburðurinn er svo að sjálfsögðu gleðigangan sem fer fram laugardaginn 11.ágúst.

Fullskipun og fyrsti fundur framkvæmdastjórnar

Kosið var til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS á fulltrúaráðsfundi þann 18. júní. Bárust alls fimm framboð og fór það svo að Kristín Þóra Jónsdóttir hlaut kjör til fjármálastjóra og Sonja Björg Jóhannsdóttir til jafnréttisfulltrúa. Framkvæmdastjórn er þar með fullskipuð:

Formaður: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Varaformaður: Teitur Erlingsson
Gæðastjóri: Aldís Mjöll Geirsdóttir
Alþjóðaforseti: Salka Sigurðardóttir
Fjármálastjóri: Kristín Þóra Jónsdóttir
Markaðsstjóri: Sandra Rún Jónsdóttir
Jafnréttisfulltrúi: Sonja Björg Jóhannsdóttir
Ritari: Sigrún Jónsdóttir

Fullskipuð framkvæmdastjórn fundaði í fyrsta skipti þann 20. júní, þar sem var meðal annars rætt um aðkomu stúdenta að 100 ára fullveldishátíð Íslands og komandi skref í starfi framkvæmdastjórnar. Góður andi er í hópnum og hlakkar framkvæmdastjórn til þess að takast á við komandi verkefni.