Sumarþing LÍS 2016

Helgina 23. til 24. júlí fór fram Sumarþing framkvæmdastjórnar LÍS í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Þingið var fyrsti stóri viðburður nýrrar framkvæmdarstjórnar LÍS. Meðal annars voru gerð drög að umsókn í styrktarsjóð Evrópu unga fólksins til að tryggja fjármögnun fyrir komandi átök. Einnig var unnin stefnumótunarvinna og starfsáætlun fyrir árið.

Við hlökkum mikið til að fá að starfa fyrir hönd íslenskra stúdenta í vetur!

 

Aldís Mjöll, Kolbrún, David Erik, Erna Hlín, Elsa María, Ragnar Auðun og Sunna Mjöll.

Aldís Mjöll, Kolbrún, David Erik, Erna Hlín, Elsa María, Ragnar Auðun og Sunna Mjöll.