Nýársþing LÍS á Hvanneyri

Nýársþing framkvæmdastjórnar LÍS var haldið helgina 21. - 22. janúar í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á þingið mættu framkvæmdastjórnar- og nefndarmeðlimir og unnu allir hörðum höndum.

IMG_3560.JPG

Ávinningur helgarinnar var efling á innviðum samtakanna, vinna í stefnumótun í ýmsum málum og vinna að skipulagningu næstu viðburða. Tveir stórir viðburðir eru í vændum, Landsþing LÍS og NOM-fundur. Á þessum stutta tíma sem fulltrúar LÍS dvöldu á náttúruperlunni sem Hvanneyri er, var unnin afkastamikil vinna. Unnið var í þremur vinnustofum; Þátttaka stúdenta í eflingu gæða í háskólum, Kynningarefni samtakanna og Alþjóðlegt samstarf LÍS.

Við þökkum LBHÍ kærlega fyrir frábærar móttökur.

IMG_3637.JPG