Skiptafundur LÍS – Ný stjórn tekur við

Í dag tók ný framkvæmdastjórn LÍS formlega við keflinu á skiptafundi samtakanna.

Framkvæmdastjórn auk nefndarmeðlima 2016-2017 á landsþingi samtakanna í mars

Framkvæmdastjórn auk nefndarmeðlima 2016-2017 á landsþingi samtakanna í mars

Við þökkum fráfarandi stjórn fyrir samstarfið og alla þá vinnu sem þau hafa lagt af mörkum á liðnu starfsári. Á sama tíma tökum við vel á móti nýrri stjórn og hlökkum til að takast á við komandi verkefni með þeim!

David Erik Mollberg og Aldís Mjöll Geirsdóttir

David Erik Mollberg og Aldís Mjöll Geirsdóttir

Á myndinni má sjá formannsskiptin eiga sér stað með afhendingu formannshestsins, Erik. David Erik Mollberg lætur af störfum sem formaður og Aldís Mjöll Geirsdóttir tekur við. Þess má til gamans geta að hesturinn er ekki skírður í höfuðið á fráfarandi formanni.

Spennandi tímar framundan!