European Students’ Convention 36 í Vín

European Students’ Convention (ESC) er reglubundin ráðstefna sem LÍS sækir tvisvar á ári sem er á vegum European Students’ Union (ESU) þar sem fulltrúar 45 landssamtaka stúdenta frá 39 löndum koma saman. Á rástefnunni eru ýmis málefni sem varða stúdenta í Evrópu tekin fyrir og rædd, ásamt því að undirbúningsvinna fyrir stjórnarfund ESU, sem er einnig haldinn tvisvar á ári og er æðsta ákvörðunarvald ESU, á sér stað.

European Students’ Convention var haldin í 36 skiptið í Vín á dagana 23.-26. september. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,Public Good Public Responsibility”. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður og Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti sóttu ráðstefnuna fyrir hönd LÍS.

mynd 1.jpg


Ráðstefnugestir sóttu fjölbreyttar vinnustofur til að nefna varðandi nýju Persónuverndarlögin og höfundarrétt (e. GDPR and Copyright), upplýsingar og niðurstöður Eurostudent (e. Eurostudent Database), hvernig samstarf og samband milli landssamtaka og aðildafélaga er háttað (e. How do the national union connect with its local/member unions?).

Einnig voru sóttar vinnustofur um breytingar á kosningakerfi ESU, ný mál innan Evrópusambandsins sem og vinnustofu á vegum írsku landssamtakanna um svokallaðan Samstarfssamning (e. Partnership agreement)  á milli Landssamtaka stúdenta og ríkisstjórnar, þar sem samningur er gerður á milli þessara tveggja aðila þar sem full þátttaka stúdenta og aðkoma að borðinu í öllum stigum í ákvörðunarferli er tryggð.

mynd2.jpg

Ráðstefnugestir sóttu einnig Gender Session þar sem þeim var skipt upp í hópa til þess að skilgreina hugtök á borð við fordóma (e. Prejudice), mismunun (e. Discrimination), kúgun/kerfisbundin kúgun (e. Oppression/systematic oppression) og forréttindi (e. Privilege).

mynd3.jpg

Women’s Meeting er fundur sem er haldinn á ESU viðburðum, þar sem allir sem skilgreina sig vera konur er velkomið að sækja. Women’s Meeting er öruggur vettvangur fyrir konur innan ESU fyrir umræður og stuðning. Á sama tíma og Women’s meeting var Masculinity Workshop haldið í fyrsta skipti á ESU viðburði og gekk það vonum framar samkvæmt skipuleggjendum vinnustofunnar.

Fulltrúar LÍS héldu sátt heim til Íslands full af metnaði með nýja vitneskju sem mun koma starfsemi LÍS vel að notum.