NOM74 í Ríga: Student engagement in student movement as part of civic society

Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Teitur Erlingsson varaformaður LÍS sóttu ráðstefnu og stjórnarfund NOM74 í Ríga, Lettlandi sem var haldin dagana 8.-12. nóvember. NOM - The Nordiskt Ordförande Møte er samráðsvettangur Landssamtaka stúdenta á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjanna er reglubundin ráðstefna sem fulltrúar LÍS sækja tvisvar á ári. LSA, Landssamtök lettneskra stúdenta hélt ráðstefnuna að þessu sinni.

Mynd1.jpg

Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,þátttaka stúdenta í stúdentahreyfingunni sem hluti af samfélaginu” (e. Student engagement in student movement as part of civic society) og var þar rætt um þátttöku stúdenta bæði frá sjónarhorni landssamtaka og stúdentafélaga. Þar voru ráðstefnugestir sammála um að aðal hindrun þátttöku stúdenta væri skortur á tíma sem og skortur á viðurkenningu fyrir þá vinnu sem er unnin í stúdentahreyfingunni sjálfri.


Á NOM fundinum sjálfum voru meðal annars tillögur að nýjum siðareglur NOM kynntar fyrir ráðstefnugestum, en þær eru aðalega úr siðareglum ESU (e. European Students Union) sem og SAMOK, Samtökum finnskra stúdenta við fagháskóla. Siðareglur NOM er leiðarvísir sem að þátttakendur og skipuleggjendur skulu fylgja á NOM viðburðum, markmiðið er að skapa andrúmsloft sem að stuðlar að jákvæðum umræðum og jafnrétti. Siðareglurnar eru til þess að þátttakendur sem og skipuleggjendur séu meðvitaðir um jafnrétti, áreiti, einelti á viðburðum. Í siðarreglunum er meðal annars komið á að á NOM viðburðum skulu vera skipaðir tveir trúnaðarmenn af mismunandi kyni og er þeirra verkefni að hlusta fordæmalaust og bregðast við, þegar á við.

Rætt var um næstu staðsetnintgar og dagsetningar NOM-sins og var það samþykkt að næstu tveir stjórnarfundir eða NOM75 færi fram í Danmörku dagana 10.-14. apríl 2019 og NOM76 færi fram í Færeyjum dagana 24.-28. október 2019.

Mynd3 (1).jpg

Fulltrúar LÍS héldu ánægð heim til Íslands full af metnaði eftir góða ráðstefnu og stjórnarfund NOM og þakka LSA kærlega fyrir vel heppnað utanumhald.