Nýr markaðsstjóri LÍS

Kosið var um nýjan markaðsstjóra LÍS í rafrænni kosningu sem fór fram innan fulltrúaráðs í lok nóvember. Kamilla Dögg Guðmundsdóttir hlaut kjör til embættisins en Kamilla sinnti áður nefndarstörfum innan markaðsnefndar. Kamilla útskrifast úr miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst næstkomandi febrúar og er það mikil gæfa fyrir samtökin að fá öflugan einstakling eins og Kamillu með í lið.  

Framkvæmdastjórn er þar með fullskipuð að nýju en mörg verkefni eru fyrir höndum og eru LÍS full tilhlökkunar fyrir nýju ári.


Nýr markaðsstjóri LÍS - Kamilla Dögg

Nýr markaðsstjóri LÍS - Kamilla Dögg