DAGSKRÁIN ER KOMIN! Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?

Hágæði - poster_dagskrá.png

Þurfum við nýjan Lánasjóð íslenskra námsmanna? Hver er munurinn á Framtíðinni og LÍN?  Hvað eru gæðamál háskólanna og hvernig koma þau stúdentum við? Hvað þýðir það að vera stúdent á Íslandi? Við viljum heyra frá þér.

Landssamtök íslenskra stúdenta og BORE II* bjóða þér á hágæðaráðstefnu laugardaginn 13. október þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni. Á ráðstefnunni verða erlendir sérfræðingar sem miðla af þekkingu sinni um þátttöku stúdenta í gæðastarfi háskólanna og vinna með þátttakendum við að þróa stöðu sína sem talsmenn stúdenta í sínu umhverfi. Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir þig til að fræðast um stöðu íslenskra stúdenta í dag, uppbyggingu gæðakerfis háskólanna, viðbragðsáætlanir háskóla við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi, Lánasjóð íslenskra námsmanna, húsnæðismál stúdenta og hvernig þú getur haft áhrif á þessi mál og fleiri.

Hvaða mál brenna mest á stúdentum í dag? Hvers vegna skipta gæðamál háskólanna máli?

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefst klukkan 9:30 þann 13. október og lýkur klukkan 16:00 með léttum veitingum. Tilvalið tækifæri til þess að halda samtalinu áfram við aðra ráðstefnugesti.

Við hvetjum alla sem láta þessi mál sig varða að skrá sig og mæta. Við viljum heyra frá ykkur!

*Ráðstefnan er hluti af verkefninu BORE II (Bologna Reform in Iceland II) sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. BORE II nýtur fjárstyrks frá Erasmus+ og er stýrt af Rannís.

EU flag-Erasmus+_vect_POS.png