Fyrsti fundur NAIS

Í október 2017 varð til vísir að samstarfsneti á milli LÍS - Landssamtaka íslenskra stúdenta, MFS - Landssamtaka færeyskra stúdenta, Ili ili - Landssamtaka grænlenskra stúdenta og Avalak - Samtaka grænlenskra stúdenta í Danmörku. Þetta var upphafið að NAIS - The North-Atlantic Islands’ Student cooperation. Markmið samstarfsins er að einbeita sér að sértækum málefnum og sameiginlegum hagsmunum stúdenta sem fyrrnefnd samtök standa vörð um.

Dagana 24.-28. janúar 2019 fór fram fyrsti formlegi NAIS fundurinn í Reykjavík. Umræðuefni fundarins var gæðamál og var yfirheiti þess ,,Let’s talk about quality’’. LÍS tóku á móti átta alþjóðlegum gestum, fjórum stúdentafulltrúum frá Grænlandi og fjórum frá Danmörku.

Fulltrúar NAIS fundarins fengu innsýn inn í gæðamál íslensks háskólakerfis frá hagaðilum og íslenskum stúdentum. Fulltrúar MFS, Ili ili og Avalak kynntu sömuleiðis hvernig gæðamálum er háttað í þeirra heimalandi og samtökum, og voru aðal hindranir og framtíðarsýn gæðamála ræddar.

LÍS héldu utan um skipulag vinnustofa og var tilgangur þeirra að móta sameiginlega framtíðarsýn fyrir NAIS. Út frá niðurstöðum vinnustofanna var ákveðið að skrifa handbók sem myndi skýra frá uppbyggingu og tilgangi samstarfsnetsins og einnig sameiginlega yfirlýsingu um mikilvægi gæðamála.

Við gerð handbókarinnar var tekin sú ákvörðun að hver samtök þurfi að tilnefna fulltrúa sem mun sitja í stjórn NAIS og sinna ábyrgðarhlutverki fyrir sín samtök innan samstarfsnetsins. Þeir fulltrúar eru skyldugir til þess að funda í gegn um fjarfundarbúnað einu sinni í mánuði og upplýsa aðra meðlimi NAIS um stöðu mála innann sinna samtaka.

Fulltrúar NAIS sem sóttu fundinn 24.-28. janúar 2019.

Fulltrúar NAIS sem sóttu fundinn 24.-28. janúar 2019.

NOM, sem er mikilvægur samskipta- og samráðsvettvangur fyrir landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrarsaltsríkjunum, verður næst haldið í apríl í Danmörku og ætla fulltrúar NAIS að halda stöðufund í framhaldi af NOM þar sem handbókin verður samþykkt.

Næsti fundur NAIS mun fara fram í Færeyjum í október 2019. Umræðuefni fundarins verður fjarnám og ætla MFS að standa fyrir vinnustofum um þátttöku stúdenta innan stúdentahreyfinga.

LÍS hlakka til áframhaldandi samstarfs.