Skiptaþing LÍS

Helgina 24. til 26. maí fór skiptaþing LÍS fram. Þetta er í annað skipti sem slíkur viðburður er haldinn frá stofnun LÍS. Þingið hófst á skiptafundi í Reykjavík þar sem fráfarandi forseti, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, afhenti nýjum forseta, Sonju Björg Jóhannsdóttur, keflið. Því næst var haldið á Varmaland í Borgarbyggð þar sem dagskrá helgarinnar hélt áfram.

Sonja Björg Jóhannsdóttir (til vi.) að taka við lukkudýrinu Erik af Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur.

Sonja Björg Jóhannsdóttir (til vi.) að taka við lukkudýrinu Erik af Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur.

Áhersla var lögð á að fráfarandi og reyndir LÍS-arar deildu reynslu og þekkingu sinni með nýjum meðlimum LÍS. Dagskrá þingsins innihélt fyrirlestra, vinnustofur og að sjálfsögðu hópefli.

Markmið þingsins var að undirbúa nýja framkvæmdastjórn og fulltrúaráð svo þau séu í stakk búin að takast á við verkefni og hagsmunabaráttu komandi starfsárs. Fráfarandi framkvæmdastjórn lagði ýmis raunhæf verkefni fyrir nýja framkvæmdastjórn sem hún átti að leysa hratt og örugglega. Framkvæmdastjórn þurfti til dæmis að bregðast við breyttum úthlutunarreglum LÍN árið 2020, rýna í fjárlög og mynda sér álit um stóra breytingu á háskólakerfinu sem kæmi sér illa fyrir stúdenta.  

Ný framkvæmdastjórn hefur því formlega tekið við. Mikil tilhlökkun ríkir fyrir komandi starfsári og það er ljóst að mörg og fjölbreytt verkefni eru framundan.

Eftirfarandi eru meðlimir framkvæmdastjórnar LÍS starfsárið 2019 - 2020:

Efri röð frá vinstri: Eygló María, Sonja Björg og Anastasía Neðri röð frá vinstri: Hjördís, Aníta Eir, Sigrún, Polina Diljá og Jóhanna

Efri röð frá vinstri: Eygló María, Sonja Björg og Anastasía
Neðri röð frá vinstri: Hjördís, Aníta Eir, Sigrún, Polina Diljá og Jóhanna

Forseti - Sonja Björg Jóhannsdóttir
Varaforseti - Sigrún Jónsdóttir
Alþjóðafulltrúi - Jóhanna Ásgeirsdóttir
Fjáröflunarstjóri - Aníta Eir Jakobsdóttir
Markaðstjóri - Polina Diljá Helgadóttir
Gæðastjóri - Eygló María Björnsdóttir
Jafnréttisfulltrúi - Anastasía Jónsdóttir
Ritari - Hjördís Sveinsdóttir