LÍS og BHM endurnýja samstarfssamning

Þann 1. júlí undirrituðu Sonja Björg Jóhannsdóttir, forseti LÍS, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags Háskólamanna (BHM), nýjan samstarfssamning milli félaganna tveggja. Samningnum svipar til fyrri samstarfssamninga en BHM og LÍS hafa átt í farsælu samstarfi síðastliðin ár.  Eins og fram kemur í frétt BHM um samsstarfsamninginn er markmið hans samvinna um stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál, svo eitthvað sé nefnt.

Nýr liður í samningnum er samstarfsverkefni milli LÍS og BHM sem felst í að búa til fræðslumyndbönd um kjara- og réttindamál háskólamenntaðra á vinnumarkaði, en undirbúningsvinna þessa verkefnis hófst á seinasta starfsári. Það er dýrmætt að fá tækifæri til þess að vinna verkefni af þessu tagi með BHM og eru LÍS þakklát fyrir það góða samstarf sem hefur ríkt.

Sonja (til vinstri) og Þórunn við undirritun samningsins.

Sonja (til vinstri) og Þórunn við undirritun samningsins.