Fréttir, Gæðamál Kolbrún Lára Kjartansdóttir Fréttir, Gæðamál Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Gæðanámskeið LÍS - Gæði eru æði!

GÆÐI ERU ÆÐI!

Fyrsta gæðanámskeið LÍS fer fram rafrænt sunnudaginn 18. apríl næstkomandi frá 10:00-13:00!

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 17, 17. apríl. Skráning er hér svo hægt sé að senda Zoom hlekk á þátttakendur.

Fyrirlesarar verða Ragnar Auðunn Árnason, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Eygló María Björnsdóttir og Erna Sigurðardóttir og finna má Facebook viðburðinn hér

Á námskeiðinu geta stúdentar og aðrir áhugasamir fræðst um það sem varðar gæði í íslenskum háskólum, hvernig stúdentar geta notað rödd sína og staðið vörð um gæði háskólanáms síns. Farið verður yfir allt það helsta er varðar gæði ásamt því að kynnt verða úttektarferli og gæðamat á háskólunum og hvernig stúdentar geta undirbúið sig og fengið sem mest úr ferlinu.

Tilgangur námskeiðsins er að efla þekkingu og vitneskju stúdenta á gæðamálum ásamt því að virkja fleiri stúdenta og auka áhuga þeirra á þáttum tengdum gæðum í íslenska háskólakerfinu.

Námskeiðið fer fram á íslensku og er styrkt af ráðgjafarnefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla.

Ef spurningar vakna hafið samband við Indiu Bríeti gæðastjóra LÍS (india@studentar.is)

——————————————————

EVERY DAY IS QUALITY DAY

LÍS' first Quality Course will take place online next Sunday, the 18th of april at 10:00-13:00!

Sign up here before 17:00 on the 17th of April so we can send participants the Zoom link.

The speakers are, Ragnar Auðunn Árnason, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Eygló María Björnsdóttir og Erna Sigurðardóttir and here you can find the Facebook event

Students and others interested will be able to learn about matters involving quality assurance in Icelandic universities, how they can influence and improve the quality of their courses and university education. The course covers the main factors involved in quality assurance as well as reviewing universities and helping students to prepare themselves in order to get the most of the process.

The goal of the course is to increase students' knowledge with regards to quality as well as encouraging students to participate in an active way to improve quality within higher education.

The course will be held in Icelandic and is sponsored by the Quality Council

If you have any questions please contact India Bríet, LÍS's Quality Assurance Officer (india@studentar.is)


Read More
Gæðamál Guest User Gæðamál Guest User

DAGSKRÁIN ER KOMIN! Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?

Dagskráin samanstendur af spennandi fyrirlestrum og ögrandi vinnustofum þar sem ráðstefnugestir fá tækifæri til þess að taka þátt og koma sínum skoðunum á framfæri í opnu samtali við aðra stúdenta sem og aðra hagaðila.

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefst klukkan 9:30 þann 13. október og  lýkur klukkan 16:00 með léttum veitingum. Tilvalið tækifæri til þess að halda samtalinu áfram við aðra ráðstefnugesti.

Við hvetjum alla sem láta þessi mál sig varða að skrá sig og mæta. Við viljum heyra frá ykkur!

Hágæði - poster_dagskrá.png

Þurfum við nýjan Lánasjóð íslenskra námsmanna? Hver er munurinn á Framtíðinni og LÍN?  Hvað eru gæðamál háskólanna og hvernig koma þau stúdentum við? Hvað þýðir það að vera stúdent á Íslandi? Við viljum heyra frá þér.

Landssamtök íslenskra stúdenta og BORE II* bjóða þér á hágæðaráðstefnu laugardaginn 13. október þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni. Á ráðstefnunni verða erlendir sérfræðingar sem miðla af þekkingu sinni um þátttöku stúdenta í gæðastarfi háskólanna og vinna með þátttakendum við að þróa stöðu sína sem talsmenn stúdenta í sínu umhverfi. Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir þig til að fræðast um stöðu íslenskra stúdenta í dag, uppbyggingu gæðakerfis háskólanna, viðbragðsáætlanir háskóla við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi, Lánasjóð íslenskra námsmanna, húsnæðismál stúdenta og hvernig þú getur haft áhrif á þessi mál og fleiri.

Hvaða mál brenna mest á stúdentum í dag? Hvers vegna skipta gæðamál háskólanna máli?

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefst klukkan 9:30 þann 13. október og lýkur klukkan 16:00 með léttum veitingum. Tilvalið tækifæri til þess að halda samtalinu áfram við aðra ráðstefnugesti.

Við hvetjum alla sem láta þessi mál sig varða að skrá sig og mæta. Við viljum heyra frá ykkur!

*Ráðstefnan er hluti af verkefninu BORE II (Bologna Reform in Iceland II) sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. BORE II nýtur fjárstyrks frá Erasmus+ og er stýrt af Rannís.

EU flag-Erasmus+_vect_POS.png




Read More
Gæðamál Guest User Gæðamál Guest User

Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?

Landssamtök íslenskra stúdenta og BORE II* bjóða þér á hágæðaráðstefnu laugardaginn 13. október þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni.

RÉTT DAGSETNING.png

Þurfum við nýjan Lánasjóð íslenskra námsmanna? Hver er munurinn á Framtíðinni og LÍN?  Hvað eru gæðamál háskólanna og hvernig koma þau stúdentum við? Hvað þýðir það að vera stúdent á Íslandi? Við viljum heyra frá þér.

Landssamtök íslenskra stúdenta og BORE II* bjóða þér á hágæðaráðstefnu laugardaginn 13. október þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni. Á ráðstefnunni verða erlendir sérfræðingar sem miðla af þekkingu sinni um þátttöku stúdenta í gæðastarfi háskólanna og vinna með þátttakendum við að þróa stöðu sína sem talsmenn stúdenta í sínu umhverfi. Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir þig til að fræðast um stöðu íslenskra stúdenta í dag, uppbyggingu gæðakerfis háskólanna, viðbragðsáætlanir háskóla við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi, Lánasjóð íslenskra námsmanna, húsnæðismál stúdenta og hvernig þú getur haft áhrif á þessi mál og fleiri.

Hvaða mál brenna mest á stúdentum í dag? Hvers vegna skipta gæðamál háskólanna máli?

Dagskráin samanstendur af spennandi fyrirlestrum og ögrandi vinnustofum þar sem ráðstefnugestir fá tækifæri til þess að taka þátt og koma sínum skoðunum á framfæri í opnu samtali við aðra stúdenta sem og aðra hagaðila.

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefst klukkan 9:30 þann 13. október og  lýkur klukkan 16:00 með léttum veitingum. Tilvalið tækifæri til þess að halda samtalinu áfram við aðra ráðstefnugesti.

Við hvetjum alla sem láta þessi mál sig varða að skrá sig og mæta. Við viljum heyra frá ykkur!

*Ráðstefnan er hluti af verkefninu BORE II (Bologna Reform in Iceland II) sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. BORE II nýtur fjárstyrks frá Erasmus+ og er stýrt af Rannís.

EU flag-Erasmus+_vect_POS.png




Read More