Salka Sigurðardóttir Salka Sigurðardóttir

Taktu þátt og hafðu áhrif! Student Refugees Íslandi

Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir sjálfboðaliðum í starfshóp Student Refugees á Íslandi. Student Refugees er verkefni að danskri fyrirmynd en Landssamtök danskra stúdenta (DSF) og Studenterhuset í Danmörku halda uppi vefsíðunni www.StudentRefugees.dk. LÍS vilja yfirfæra verkefnið að íslenskum stöðlum og setja upp vefsíðuna StudentRefugees.is sem mun halda utan um allar þær upplýsingar sem flóttafólk þarf á að halda til að sækja um og hefja nám á háskólastigi á Íslandi.

LANDSSAMTÖK ÍSLENSKRA STÚDENTA ÓSKA EFTIR (8).jpg

Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir sjálfboðaliðum í starfshóp Student Refugees á Íslandi.

Student Refugees er verkefni að danskri fyrirmynd en Landssamtök danskra stúdenta (DSF) og Studenterhuset í Danmörku halda uppi vefsíðunni www.StudentRefugees.dk. LÍS vilja yfirfæra verkefnið að íslenskum stöðlum og setja upp vefsíðuna StudentRefugees.is sem mun halda utan um allar þær upplýsingar sem flóttafólk þarf á að halda til að sækja um og hefja nám á háskólastigi á Íslandi.

Markmið starfshóps Student Refugees á Íslandi er að afla gagna og upplýsinga fyrir leiðarvísi verkefnisins og setja upp handbók sem nýtist við gerð vefsíðunnar. Stefnt er að því að vefsíðan fari í loftið í ágúst 2019.

Hæfniskröfur:

  • Hafa brennandi áhuga á málefnum flóttafólks

  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

  • Reynsla af félagsstörfum er kostur

Umsókn sendist á verkefnastýrur verkefnisins með stuttri kynningu á þér auk ferilskrá.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 22.október 2018.

//

The National Union for Icelandic Students (LÍS), is looking for volunteers to participate in a Working Group for the project Students Refugees in Iceland.

Student Refugees is a project from a Danish model where The National Union for Danish Students (DSF) and Studenterhuset in Denmark run the website www.StudentRefugees.dk. LÍS wants to adjust the project to Icelandic standards and set up the website StudentRefugees.is, the website will handle all the information that refugees need to apply for universities in Iceland.

The purpose of the Student Refugees working group in Iceland is to provide data and information for the project guide and to set up a manual that is useful for making the website. The aim is to launch the website in August 2019.

Qualifications:

  • Have a keen interest in the affairs of refugees

  • Outstanding communication skills

  • Independent and disciplined at work

  • Experience of social work is an advantage

Applications are submitted to the project managers with a brief description of you as well as your CV.

  • Salka Sigurðardóttir, International Officer of LÍS, salka@studentar.is, +354 861 6540

  • Sonja Björg Jóhannsdóttir, Equal Rights Officer of LÍS, sonja@studentar.is, +354 616 2620

The deadline for applications is at 11.59PM, monday the 22nd of October 2018.


Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Bætum aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er í dag (e. World Mental Health Day). Markmið hans er að auka vitund almennings um geðræn vandamál, mikilvægi geðræktar og forvarna á þessu sviði. Á undanförnum árum hefur orðið vitundarvakning sem opnað hefur almenna umræðu um geðheilbrigðismál. Þetta er mjög jákvæð þróun. Opinská umræða dregur úr fordómum í garð fólks sem þjáist af geðrænum sjúkdómum, hjálpar fólki að bera kennsl á einkenni slíkra sjúkdóma og stuðlar að því að það leiti sér aðstoðar í tæka tíð ef þörf krefur.

DSC01737-45.jpg

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er í dag (e. World Mental Health Day). Markmið hans er að auka vitund almennings um geðræn vandamál, mikilvægi geðræktar og forvarna á þessu sviði. Á undanförnum árum hefur orðið vitundarvakning sem opnað hefur almenna umræðu um geðheilbrigðismál. Þetta er mjög jákvæð þróun. Opinská umræða dregur úr fordómum í garð fólks sem þjáist af geðrænum sjúkdómum, hjálpar fólki að bera kennsl á einkenni slíkra sjúkdóma og stuðlar að því að það leiti sér aðstoðar í tæka tíð ef þörf krefur.

Í ár er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn helgaður geðheilsu ungs fólks. Margt ungt fólk glímir við geðræn vandamál. Orsakirnar eru margvíslegar og oft er um að ræða flókið samspil mismunandi þátta. Algengt er að ungt fólk glími við kvíða og þunglyndi og því miður er tíðni sjálfsvíga víða há meðal þessa hóps. Í mars síðastliðnum komu út sjöttu niðurstöður EUROSTUDENT, alþjóðlegrar könnunar um hagi stúdenta í 28 Evrópulöndum. Um 15% íslenskra stúdenta sögðust þar kljást við andleg veikindi og er hlutfallið hvergi hærra. Gefur þetta til kynna sérstaklega bága stöðu íslenskra stúdenta í alþjóðlegu samhengi.

Geðheilbrigðismál hafa verið í forgrunni í hagsmunabaráttu stúdenta síðastliðin ár. Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa kallað eftir auknum úrræðum á þessu sviði í nærumhverfi stúdenta, sérstaklega innan háskólanna. Meðal annars leggja samtökin áherslu á að sálfræðingar starfi innan allra háskólanna í þjónustu við nemendur. Bandalag háskólamanna (BHM) stendur heils hugar á bak við LÍS í þessari baráttu.

Sumir háskólanna hafa brugðist við ákalli stúdenta um bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu innan skólanna. Til að mynda hefur úrræðum á þessu sviði verið fjölgað innan Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans í Reykjavík (HR). BHM og LÍS fagna þessu en leggja jafnframt áherslu á að öllum stúdentum í landinu standi til boða viðeigandi ráðgjöf og þjónusta á þessu sviði og að þjónustan sé bæði aðgengileg og sýnileg í nærumhverfi þeirra.

DSC03499.JPG

Grein er skrifuð af Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur, formanns LÍS, og Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanns BHM, í tilefni af Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum, 10. október 2018.

Read More
Gæðamál Guest User Gæðamál Guest User

DAGSKRÁIN ER KOMIN! Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?

Dagskráin samanstendur af spennandi fyrirlestrum og ögrandi vinnustofum þar sem ráðstefnugestir fá tækifæri til þess að taka þátt og koma sínum skoðunum á framfæri í opnu samtali við aðra stúdenta sem og aðra hagaðila.

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefst klukkan 9:30 þann 13. október og  lýkur klukkan 16:00 með léttum veitingum. Tilvalið tækifæri til þess að halda samtalinu áfram við aðra ráðstefnugesti.

Við hvetjum alla sem láta þessi mál sig varða að skrá sig og mæta. Við viljum heyra frá ykkur!

Hágæði - poster_dagskrá.png

Þurfum við nýjan Lánasjóð íslenskra námsmanna? Hver er munurinn á Framtíðinni og LÍN?  Hvað eru gæðamál háskólanna og hvernig koma þau stúdentum við? Hvað þýðir það að vera stúdent á Íslandi? Við viljum heyra frá þér.

Landssamtök íslenskra stúdenta og BORE II* bjóða þér á hágæðaráðstefnu laugardaginn 13. október þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni. Á ráðstefnunni verða erlendir sérfræðingar sem miðla af þekkingu sinni um þátttöku stúdenta í gæðastarfi háskólanna og vinna með þátttakendum við að þróa stöðu sína sem talsmenn stúdenta í sínu umhverfi. Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir þig til að fræðast um stöðu íslenskra stúdenta í dag, uppbyggingu gæðakerfis háskólanna, viðbragðsáætlanir háskóla við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi, Lánasjóð íslenskra námsmanna, húsnæðismál stúdenta og hvernig þú getur haft áhrif á þessi mál og fleiri.

Hvaða mál brenna mest á stúdentum í dag? Hvers vegna skipta gæðamál háskólanna máli?

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefst klukkan 9:30 þann 13. október og lýkur klukkan 16:00 með léttum veitingum. Tilvalið tækifæri til þess að halda samtalinu áfram við aðra ráðstefnugesti.

Við hvetjum alla sem láta þessi mál sig varða að skrá sig og mæta. Við viljum heyra frá ykkur!

*Ráðstefnan er hluti af verkefninu BORE II (Bologna Reform in Iceland II) sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. BORE II nýtur fjárstyrks frá Erasmus+ og er stýrt af Rannís.

EU flag-Erasmus+_vect_POS.png




Read More
Ályktanir og yfirlýsingar Elsa Drífudóttir Ályktanir og yfirlýsingar Elsa Drífudóttir

Yfirlýsing LÍS vegna frumvarps til fjárlaga 2019

Ríkisstjórnin hefur haldið á lofti áformum um að fjárframlög til háskólastigsins nái meðaltali OECD-ríkjanna árið 2020 og svo Norðurlandanna árið 2025 með stigvaxandi fjármögnun eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Það endurspeglast hins vegar ekki í fjármálaáætlun þar sem enn vantar u.þ.b. 900 milljónir árið 2023 til að ná meðaltali OECD-ríkjanna. Frumvarp til fjárlaga ársins 2019 bætir svo ekki úr skák þar sem ekki einu sinni markmið fjármálaáætlunar nást. Enn á ný eru markmið ríkisstjórnar að ná meðaltali OECD-ríkjanna og Norðurlandanna orðin tóm.

Yfirlýsing Landssamtaka íslenskra stúdenta vegna frumvarps til fjárlaga 2019.

„Frumvarp til fjárlaga ársins 2019 eru mikil vonbrigði og er það krafa LÍS að úr sé bætt í samræmi við loforð og markmið ríkisstjórnarinnar og að háskólakerfið fái þá fjárveitingu sem þörf er á.“

Yfirlýsinguna í heild seinni er hægt að lesa hér fyrir neðan:



Read More
Gæðamál Guest User Gæðamál Guest User

Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?

Landssamtök íslenskra stúdenta og BORE II* bjóða þér á hágæðaráðstefnu laugardaginn 13. október þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni.

RÉTT DAGSETNING.png

Þurfum við nýjan Lánasjóð íslenskra námsmanna? Hver er munurinn á Framtíðinni og LÍN?  Hvað eru gæðamál háskólanna og hvernig koma þau stúdentum við? Hvað þýðir það að vera stúdent á Íslandi? Við viljum heyra frá þér.

Landssamtök íslenskra stúdenta og BORE II* bjóða þér á hágæðaráðstefnu laugardaginn 13. október þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni. Á ráðstefnunni verða erlendir sérfræðingar sem miðla af þekkingu sinni um þátttöku stúdenta í gæðastarfi háskólanna og vinna með þátttakendum við að þróa stöðu sína sem talsmenn stúdenta í sínu umhverfi. Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir þig til að fræðast um stöðu íslenskra stúdenta í dag, uppbyggingu gæðakerfis háskólanna, viðbragðsáætlanir háskóla við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi, Lánasjóð íslenskra námsmanna, húsnæðismál stúdenta og hvernig þú getur haft áhrif á þessi mál og fleiri.

Hvaða mál brenna mest á stúdentum í dag? Hvers vegna skipta gæðamál háskólanna máli?

Dagskráin samanstendur af spennandi fyrirlestrum og ögrandi vinnustofum þar sem ráðstefnugestir fá tækifæri til þess að taka þátt og koma sínum skoðunum á framfæri í opnu samtali við aðra stúdenta sem og aðra hagaðila.

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefst klukkan 9:30 þann 13. október og  lýkur klukkan 16:00 með léttum veitingum. Tilvalið tækifæri til þess að halda samtalinu áfram við aðra ráðstefnugesti.

Við hvetjum alla sem láta þessi mál sig varða að skrá sig og mæta. Við viljum heyra frá ykkur!

*Ráðstefnan er hluti af verkefninu BORE II (Bologna Reform in Iceland II) sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. BORE II nýtur fjárstyrks frá Erasmus+ og er stýrt af Rannís.

EU flag-Erasmus+_vect_POS.png




Read More