Áherslur LÍS vegna breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna

Í kvöld samþykkti framkvæmdastjórn LÍS áherslur vegna breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Þá er um að ræða ákveðin tímamót í sögu samtakanna en LÍS hafa aldrei ályktað um LÍN fyrr en nú.

Þá eru þær ákall um breytingar meðal annars til þess fallandi að efla jöfnunarhlutverk sjóðsins með ríku samráði við stúdenta. LÍS krefjast þess að við fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar á LÍN verði skipaðir að minnsta kosti tveir fulltrúar stúdenta. LÍN er til fyrir tilstilli stúdenta og því gríðarlega mikilvægt að rödd þeirra sé sterk við endurskoðun og almenna stjórnun sjóðsins. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur einstaklinga sem ekki verður talað fyrir með einungis einum fulltrúa.

Áherslurnar eru hugsaðar til þess að ýta á eftir breytingum sem eru stúdentum í hag en einnig til að fulltrúar stúdenta í starfshóp, er falið verður að endurskoða lög um LÍN, hafi skýrar áherslur til að vinna eftir.

LÍS kalla eftir því að hópurinn taki til starfa sem fyrst enda brýnt að rétta hag stúdenta.

Við erum tilbúin. En ríkisstjórnin?

Áherslurnar í heild sinni má nálgast hér að neðan.

Previous
Previous

Fundur með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra

Next
Next

FRAMLENGDUR FRESTUR: Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema