LÍS funda með stjórnendum Student Refugees í Danmörku

Þann 1. Ágúst sóttu Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Teitur Erlendsson, varaformaður fund í Kaupmannahöfn, Danmörku um verkefnið Student Refugees. Julian Lo Curlo, alþjóðaforseti DSF, Landssamtaka danskra stúdenta skipulagði fund fyrir fulltrúa LÍS með Studenterhuset sem sér um verkefnið Student Refugees. Sjá heimasíðu Student Refugees hér og Facebook síðu Student Refugees hér.

Af síðu Student Refugees

Af síðu Student Refugees

Verkefnið Student Refugees snýst um að veita flóttafólki og hælisleitendum upplýsingar og persónulega leiðsögn um hvernig hægt er að sækja um menntun á háskólastigi í Danmörku. Einnig vinna þau að félaga-verkefni til þess að hjálpa því flóttafólki sem kemst inn í nám á háskólastig að fá félaga sem getur síðan leiðbeint því enn betur. Markmið fundarins var að kanna hvort möguleiki væri á að LÍS gætu  innleittút verkefnið á Íslandi og lagað það að Íslenskum aðstæðum.

Á fundinn komu Ellen-Margrethe Dahl-Gren, Verkefnastýra (e. Project Coordinator) og Jacob P. Ørum, Forstjóri (e. Director) Studenterhuset. Fundurinn gekk vel og leist fulltrúum Studenterhuset vel á að LÍS myndutaka verkefnið heim til Íslands og aðlaga það að íslensku umhverfi. Fulltrúar LÍS fengu upplýsingar hvernig skynsamlegt væri að haga verkefninu til að byrja með, varðandi styrki, sjálfboðaliða, sérfræðinga, samstarf og annarsskonar nytsamlegar upplýsingar sem er hjálplegt á byrjunarreit. Ellen og Jacob sögðust einnig vera tilbúin til að vera LÍS innan handar, hvað varðar leiðsögn eða vafamál.

Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Sonja Björg Jóhannsdóttir, jafnréttisfulltrúi munu sjá um að koma verkefninu af stað innan LÍS. Þær munu halda kynningu fyrir fulltrúaráði á næsta fulltrúaaráðsfundi, síðan verður auglýst eftir lausum stöðum í starfshóp Student Refugees á Íslandi. Stefnt er á að byrja undirbúningsvinnu að leiðarvísi fyrir framtíðar heimasíðu Student Refugees á Íslandi og  umsókn fyrir styrk frá ESU, European Student Union til þess að fjármagna verkefnið.

LÍS eru spennt fyrir komandi komandi tímum er varðar upplýsingaflæði á réttindum flóttafólks til náms á háskólastigi á Íslandi. Vonin er að þetta verkefni muni stuðla að aðgengi flóttafólks í háskólakerfið og auka þar með félagslega vídd, sem er ein forsenda blómlegs og frjós háskólasamfélags.