LÍS og BHM semja um samstarf

Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna hafa gert með sér samstarfssamning sem m.a. hefur að markmiði að efla þekkingu stúdenta á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði. LÍS fær afnot af skrifstofu- og fundaraðstöðu í húsakynnum BHM að Borgartúni 6. Samkvæmt samningnum munu aðilar vinna saman að stefnumótun um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál. LÍS mun aðstoða BHM við kannanir á stöðu háskólamenntaðra í samfélaginu og á móti mun bandalagið aðstoða samtökin við kynningu á kjara- og réttindamálum félagsmanna þeirra. Gildistími samningsins er frá 1. mars 2016 til 28. febrúar 2017.

Á myndinni má sjá Þórunni Sveinbjarnardóttur, formann BHM, og Nönnu Elísu Snædal Jakobsdóttur, fráfarandi formann LÍS, handsala samstarfssamninginn.

Þórunn Sveinbjargardóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir

Þórunn Sveinbjargardóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir