Skiptaráðstefna LÍS 2018

Skiptaráðstefna LÍS fer fram helgina 18. - 20. maí í Brautartungu, Lundarreykjadal.

Á ráðstefnunni fara fram ýmsir fyrirlestrar og vinnustofur um málefni stúdenta sem mikilvægt er kunna skil á fyrir þátttöku í hagsmunabaráttunni. Einnig verður farið ítarlega yfir starfsemi og starfshætti LÍS. Fráfarandi (gamlir og reyndir) LÍS-arar munu þannig miðla reynslu og þekkingu sinni, svo að nýir meðlimir LÍS öðlist yfirgripsmikla innsýn í starfsemi samtakanna áður en þeir taka til starfa. Inni í dagskrá ráðstefnunnar er einnig opinn liður fyrir þá sem sækja ráðstefnuna, þar sem þeim er frjálst að halda sína eigin vinnustofu eða kynningu. Dagskráin mun því samanstanda af mismunandi kynningum, vinnustofum og skemmtilegu hópefli (og stöku sundsprett). Sjá dagskrá neðst.

Markmið helgarinnar er að veita stúdentafulltrúum öflugan stökkpall og gæta þess að þeir og verði vel undirbúnir fyrir komandi slagi sem hagsmunabaráttan mun bjóða uppá starfsárið 2018-2019!

Þetta er í fyrsta skiptið sem LÍS halda slíka ráðstefnu og er mikil eftirvænting og spenna fyrir helginni. Allar ábendingar eru vel þegnar.

Sjáumst í Lundarreykjadal!