Alþjóðastarf

LÍS funda með stjórnendum Student Refugees í Danmörku

Þann 1. Ágúst sóttu Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Teitur Erlendsson, varaformaður fund í Kaupmannahöfn, Danmörku um verkefnið Student Refugees. Julian Lo Curlo, alþjóðaforseti DSF, Landssamtaka danskra stúdenta skipulagði fund fyrir fulltrúa LÍS með Studenterhuset sem sér um verkefnið Student Refugees. Sjá heimasíðu Student Refugees hér og Facebook síðu Student Refugees hér.

74. stjórnarfundur ESU í Bled, Slóveníu

74. stjórnarfundur ESU í Bled, Slóveníu

Dagana 22.-27. apríl sóttu fulltrúar LÍS 74. stjórnarfund European Students’ Union (ESU) í Bled, Slóveníu af SSU (Landssamtökum slóvenskra stúdenta).  Voru það Aldís Mjöll Geirsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Salka Sigurðardóttir sem sóttu fundinn fyrir hönd LÍS.

Stjórnarfundir ESU eru haldnir tvisvar á ári og eru æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Fundirnir samanstanda af tveggja daga undirbúningsráðstefnu og þriggja daga fundarsetu, þar sem ákvarðanir eru teknar um stefnur og verkefni ESU fram að næsta stjórnarfundi.