Aldís Mjöll Geirsdóttir

LÍS og mennta- og menningarmálaráðuneyti gera með sér styrktarsamning

Þann 19. september síðastliðinn héldu Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður LÍS, og David Erik Mollberg, gæðastjóri LÍS, á fund með mennta- og menningarmálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, í mennta- og menningarmálaráðuneyti (MRN). Það eru gleðitíðindi að tilkynna að ritað var undir samning við MRN sem tryggir fjármögnun samtakanna fyrir starfsárið 2017-2018.