BM74

74. stjórnarfundur ESU í Bled, Slóveníu

74. stjórnarfundur ESU í Bled, Slóveníu

Dagana 22.-27. apríl sóttu fulltrúar LÍS 74. stjórnarfund European Students’ Union (ESU) í Bled, Slóveníu af SSU (Landssamtökum slóvenskra stúdenta).  Voru það Aldís Mjöll Geirsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Salka Sigurðardóttir sem sóttu fundinn fyrir hönd LÍS.

Stjórnarfundir ESU eru haldnir tvisvar á ári og eru æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Fundirnir samanstanda af tveggja daga undirbúningsráðstefnu og þriggja daga fundarsetu, þar sem ákvarðanir eru teknar um stefnur og verkefni ESU fram að næsta stjórnarfundi.