LÍS 18-19

Evrópskir stúdentar standa með íslenskum stúdentum í baráttu gegn aldursgreiningum á fylgdarlausum hælisleitendum í Háskóla Íslands

Evrópskir stúdentar standa með íslenskum stúdentum í baráttu gegn aldursgreiningum á fylgdarlausum hælisleitendum í Háskóla Íslands

Á stjórnarfundi ESU, Evrópusamtaka stúdenta (European Students’ Union), kölluðu LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, eftir stuðningi við baráttu gegn aldursgreiningum með rannsóknum á tönnum hælisleitenda tanngreiningum sem framkvæmdar hafa verið af Háskóla Íslands sem þjónusta við Útlendingastofnun.

Sonja Björg Jóhannsdóttir kjörin nýr forseti LÍS á landsþingi

Helgina 29.-31. mars fór Landsþing landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS fram í háskólanum á Bifröst. Yfirskrift þingsins var Sjálfbærni og háskólasamfélagið - hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Þriðji og jafnframt síðasti dagur landsþings LÍS 2019 hófst á áframhaldandi vinnustofu um forgangsröðun á heimsmarkmiðum SÞ. Tilgangur vinnustofunnar var að draga saman áherslur þingfulltrúa úr fyrri vinnustofum. Ljóst er að heimsmarkmiðin ná yfir víðan völl en komu þingfulltrúar sér saman um undirmarkmið sem LÍS geta beitt sér fyrir. Niðurstöður vinnustofanna munu nýtast sem efniviður fyrir mótun á stefnu LÍS í sjálfbærni. Stefnan verður lögð fyrir landsþing LÍS á næsta starfsári.

Landsþing LÍS ályktar um nýjar úthlutunarreglur LÍN

Landssamtök íslenskra stúdenta senda frá sér ályktun um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna - LÍN fyrir skólaárið 2019-2020. Ályktun þessi var samþykkt einróma á landsþingi LÍS í dag þar sem tæplega 60 stúdentafulltrúar frá öllum háskólum á Íslandi sem og Sambandi íslenskra námsmanna erlendis komu saman. Landsþing LÍS fer með æðsta ákvörðunarvald samtakanna.

Landsþing LÍS 2019: Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð?

Landsþing LÍS verður haldið að Háskólanum á Bifröst helgina 29.-31. mars. Yfirskrift þingsins verður að þessu sinni Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Dagskrá þings verður í samræmi við yfirskrift og eiga sér stað fyrirlestra og vinnustofur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð með áherslu á hlutverk háskólasamfélagsins og þá sérstaklega stúdenta.

Áskorun til þingflokka um að sýna kröfum stúdenta samstöðu í verki

Stúdentar og ungliðahreyfingar flokka skora á þingflokka til að sýna samstöðu í verki og mæta á samstöðufund 26. febrúar n.k. kl  09:00 fyrir utan Lánasjóð íslenskra námsmanna að Borgartúni 21. Þá á sér stað stjórnarfundur LÍN þar sem tekin verður ákvörðun um úthlutunarreglur fyrir skólaárið 2019-2020.

Vilt þú vera með? Opið fyrir framboð til framkvæmdastjórnar LÍS

Vilt þú vera með? Opið fyrir framboð til framkvæmdastjórnar LÍS

Opnað hefur verið fyrir framboð til embætta framkvæmdastjórnar LÍS fyrir starfsárið 2019-2020. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:50 þann 15. mars n.k.. Framboðum skulu fylgja kynningarbréf og ferilskrá frambjóðenda. Kosningar til framkvæmdastjórnar eiga sér stað á landsþingi LÍS á Háskólanum á Bifröst helgina 29.-31. mars n.k..

Yfirlýsing LÍS um starfsnám stúdenta

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneyti.

Í stefnu LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi, sem samþykkt var á landsþingi samtakanna 23. mars 2018, er það skýr krafa stúdenta að starfsnám sem fer fram í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaðarsjónarmiðum skuli ávallt vera launað. Þá skuli tryggt að starfsnemi hljóti viðunandi laun í samræmi við kjarasamninga annarra starfsmanna á viðkomandi vinnustað með tilliti til ábyrgðar sem starfsnemi axlar.