Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta

Haustþing LÍS 2022 og þema Landsþings afhjúpað!

Haustþing LÍS 2022 var haldið 8. september í Borgartúninu. Sérstakt þema var fjölskyldumál.

Haust er þegar laufin fara að falla, pumpkin spice latte fæst á kaffitár, gular viðvaranir snúa aftur og Haustþing LÍS er haldið.

Meðlimir LÍS í framkvæmdastjórn, fulltrúaráði og nefndum samtakanna hittust saman laugardaginn 8. október í höfuðstöðum LÍS í Borgartúni.

Helga Lind Mar með kynningu um stofnun LÍS og mikilvægi starfsins.

Sérstakur gestur og fyrrum LÍS-ari Helga Lind Mar setti þingið með hvetjandi hugvekju og umræðu um stofnun LÍS og mikilvægi starfsins okkar. Þar á eftir tóku meðlimir framkvæmdarstjórnar við og kynntu sínar verkáætlanir fyrir komandi starfsár.

Á síðasta fulltrúaráðsfundi var þema Landsþings LÍS ákveðið og verður þema ársins fjölskyldumál stúdenta. Í tengslum við það fengum við kynningar frá þremur mæðrum í háskólanámi, þeim Birgittu Ásbjörnsdóttur, hagsmunafulltrúa NFHB Jónu Guðbjörgu Ágústsdóttur, forseta fjölskyldunefndar SHÍ og Nönnu Hermannsdóttur, meðstjórnanda SÍNE. Þær ræddu sína reynslu af því að vera foreldri, reynslu sína af lánasjóðskerfinu og háskólanámi almennt. Við þökkum þeim sérstaklega fyrir komuna og fyrir mjög fræðandi kynningar um mikilvægan málaflokk.

Jóna Guðbjörg, forseti Fjölskyldunefndar SHÍ með kynningu.

Við enduðum þingið í tveimur vinnustofum þar sem rætt var í þaula um hvaða málaflokkar innan stúdentabaráttunnar eiga að heyra undir fjölskyldustefnu og hvernig geta LÍS og stúdentahreyfingar beitt sér fyrir hagsmunabaráttu foreldra í námi?

Eftir þing var trítlað á happy hour og enduðum daginn í hlátrasköllum og skemmtilegheitum.

——— English —--—

Autumn is when the leaves start to fall, pumpkin spice lattes are available in Kaffitár, yellow warnings return and LÍS's Autumn assembly is held.

The members of LÍS's executive board, representative council and the association's committees met on Saturday, October 8, at LÍS's headquarters in Borgartún.

Special guest and former LÍS member Helga Lind Mar opened the session with an inspiring, thought-provoking discussion about the establishment of LÍS and the importance of our work. After that, the members of the executive board took over and presented their project plans for the coming working year.

At the last representative council meeting, the theme of LÍS's National Assembly was decided, and this year's theme will be student family issues. In connection with that, we received presentations from three mothers in university, Birgitta Ásbjörnsdóttir, NFHB representative, Jóna Guðbjörga Ágústsdóttir, president of SHÍ's family committee and Nanna Hermannsdóttir, co-member of SÍNE.

They discussed their experience of being a parent, their experience with the loan fund system and university education in general. We especially thank them for coming and for very informative presentations on an important issue.

We ended the session in two workshops where we discussed , which issues within the student struggle should come under family policy and how can LÍS and student movements act for the interest of parents in education?

After the meeting, we went to happy hour and ended the day with laughter and fun.

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Sonja Björg Jóhannsdóttir kjörin nýr forseti LÍS á landsþingi

Helgina 29.-31. mars fór Landsþing landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS fram í háskólanum á Bifröst. Yfirskrift þingsins var Sjálfbærni og háskólasamfélagið - hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Þriðji og jafnframt síðasti dagur landsþings LÍS 2019 hófst á áframhaldandi vinnustofu um forgangsröðun á heimsmarkmiðum SÞ. Tilgangur vinnustofunnar var að draga saman áherslur þingfulltrúa úr fyrri vinnustofum. Ljóst er að heimsmarkmiðin ná yfir víðan völl en komu þingfulltrúar sér saman um undirmarkmið sem LÍS geta beitt sér fyrir. Niðurstöður vinnustofanna munu nýtast sem efniviður fyrir mótun á stefnu LÍS í sjálfbærni. Stefnan verður lögð fyrir landsþing LÍS á næsta starfsári.

Frá vinnustofum

Frá vinnustofum

Helgina 29.-31. mars fór Landsþing landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS fram í háskólanum á Bifröst. Yfirskrift þingsins var Sjálfbærni og háskólasamfélagið - hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Þriðji og jafnframt síðasti dagur landsþings LÍS 2019 hófst á áframhaldandi vinnustofu um forgangsröðun á heimsmarkmiðum SÞ. Tilgangur vinnustofunnar var að draga saman áherslur þingfulltrúa úr fyrri vinnustofum. Ljóst er að heimsmarkmiðin ná yfir víðan völl en komu þingfulltrúar sér saman um undirmarkmið sem LÍS geta beitt sér fyrir. Niðurstöður vinnustofanna munu nýtast sem efniviður fyrir mótun á stefnu LÍS í sjálfbærni. Stefnan verður lögð fyrir landsþing LÍS á næsta starfsári.

Ályktanir landsþings

IMG_8960.JPG

Eftir vinnustofurnar voru borin upp þrjú önnur mál sem þingið tók afstöðu til. Í fyrsta lagi var ályktun LÍS um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna - LÍN fyrir skólaárið 2019 - 2020 tekin fyrir. Lesa má nánar um ályktunina hér. Í öðru lagi lagði Stúdentaráð Háskóla Íslands - SHÍ fram tillögu um að LÍS myndi fara fyrir hönd ráðsins með stuðningstillögu varðandi afstöðu SHÍ gegn tanngreiningum á hælisleitendum innan menntastofnanna á þing European Students Union - ESU í maí. Sömuleiðis óskaði SHÍ eftir því að þing ESU myndi taka til umfjöllunar afstöðu stúdenta í Evrópu gagnvart tanngreiningum innan menntastofnanna. Tillagan var samþykkt einróma. Það er ómetanlegt fyrir íslenska stúdenta að hafa aðgang að vettvangi eins og ESU þar sem hægt er að vekja alþjóðlega athygli á stöðu mála hér á landi sem og sækja stuðning frá stúdentum út um allan heim. Þetta er í fyrsta skipti sem aðildarfélag LÍS biður um að sótt sé eftir stuðningi á þennan máta. Í þriðja lagi barst tillaga frá Stúdentaráði Háskólans á Akureyri - SHA um að næsta landsþing LÍS færi fram á Akureyri. Sú tillaga var sömuleiðis samþykkt.   


Kosningar til framkvæmdastjórnar

Í lok dags fóru fram kosninsgar til embætta innan framkvæmdastjórnar LÍS. Alls bárust átta framboð í embætti framkvæmdastjórnar, en að kosningum loknum var framkvæmdastjórn starfsársins 2019-2020 fullskipuð. Mörg spennandi verkefni bíða nýkjörinnar framkvæmdastjórnar, en nú kemur í hönd skiptatímabil þar sem fráfarandi og nýkjörin framkvæmdastjórn vinna saman að því að kynna verkefni embætta og stjórnar fyrir nýjum meðlimum.  


Eftirfarandi eru meðlimir framkvæmdastjórnar LÍS starfsárið 2019 - 2020:

Forseti - Sonja Björg Jóhannsdóttir
Varaforseti - Sigrún Jónsdóttir
Alþjóðafulltrúi - Jóhanna Ásgeirsdóttir
Fjáröflunarstjóri - Aníta Eir Jakobsdóttir
Markaðstjóri - Polina Diljá Helgadóttir
Gæðastjóri - Eygló María Björnsdóttir
Jafnréttisfulltrúi - Anastasía Jónsdóttir
Ritari - Hjördís Sveinsdóttir

Nýkjörin framkvæmdastjórn Efri röð frá vinstri: Eygló María, Sonja Björg og Anastasía Neðri röð frá vinstri: Hjördís, Aníta Eir, Sigrún, Polina Diljá og Jóhanna

Nýkjörin framkvæmdastjórn
Efri röð frá vinstri: Eygló María, Sonja Björg og Anastasía
Neðri röð frá vinstri: Hjördís, Aníta Eir, Sigrún, Polina Diljá og Jóhanna



Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Landsþing LÍS ályktar um nýjar úthlutunarreglur LÍN

Landssamtök íslenskra stúdenta senda frá sér ályktun um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna - LÍN fyrir skólaárið 2019-2020. Ályktun þessi var samþykkt einróma á landsþingi LÍS í dag þar sem tæplega 60 stúdentafulltrúar frá öllum háskólum á Íslandi sem og Sambandi íslenskra námsmanna erlendis komu saman. Landsþing LÍS fer með æðsta ákvörðunarvald samtakanna.

Landssamtök íslenskra stúdenta senda frá sér ályktun um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna - LÍN fyrir skólaárið 2019-2020. Ályktun þessi var samþykkt einróma á landsþingi LÍS í dag þar sem tæplega 60 stúdentafulltrúar frá öllum háskólum á Íslandi sem og Sambandi íslenskra námsmanna erlendis komu saman. Landsþing LÍS fer með æðsta ákvörðunarvald samtakanna.

Í janúar síðastliðnum vöktu stúdentar athygli á kröfum sínum í herferð undir yfirskriftinni „Stúdentar mega ekki hafa það betra – stúdentar þurfa líka að lifa af laununum sínum“ þar sem lögð var megináhersla á hækkun grunnframfærslu og frítekjumarks við endurskoðun á úthlutunarreglum LÍN. Jafnframt hafa stúdentar ítrekað sett kröfur sínar fram og komið þeim áleiðis til stjórnvalda.

IMG_8960.JPG

Í ályktuninni kemur meðal annars eftirfarandi fram:

  • Stúdentar fagna því að frítekjumarkið sé hækkað í 1.330.000 kr. úr 930.000 kr. Ljóst er að hækkun frítekjumarks í nýjum úthlutunarreglum er eðlileg og löngu tímabær.  

  • Skerðingarhlutfall sem leggst á lán er tekjur lántakenda fara yfir frítekjumark var hækkað í 45% árið 2014. Það var gert svo hægt væri að hækka frítekjumarkið þrátt fyrir niðurskurðarkröfu sem þá lá á sjóðnum. Sú aðgerð átti að vera tímabundin til að bregðast við þáverandi ástandi og því með öllu óásættanlegt að fimm árum síðar sé ekki enn búið að lækka skerðingarhlutfallið aftur niður í 35%.

  • Alvarleg athugasemd er sett við það að framfærslan standi í stað í nýjum úthlutunarreglum og enn fremur að hún taki ekki mið af verðlagsbreytingum. Það er í raun ígildi lækkunar þar sem óbreytt krónutala á framfærslu felur í sér lækkun á kaupmætti. Stúdentar fara fram á það að endurskoðun á grunnframfærslu eigi sér stað með sérstöku tilliti til húsnæðisgrunns þar sem gert er ráð fyrir að allir lánþegar sæki og fái hámarkshúsnæðisbætur.

  • Vonbrigði eru að ekki hafi verið samþykkt að stúdentar í námi erlendis fái lánað fyrir ferðalögum fram og til baka einu sinni á hverju ári. Í núverandi reglum fá stúdentar erlendis aðeins lán fyrir einni ferð út og annarri ferð heim meðan á öllum námsferlinum stendur. Það setur stúdenta sem hafa ekki færi á að vinna í því landi sem þau stunda nám, í erfiða stöðu enda þurfa þeir þá að fljúga til Íslands í þeim tilgangi.

  • Stúdentar ítreka gerðar kröfur um að lækka lágmarksframvindukröfur LÍN úr 22 einingum í 18 einingar á önn, líkt og áður var. Jafnframt að lánshæfum einingum fjölgi úr 480 einingum í 600 einingar þar sem mikilvægt er að stúdentar njóti svigrúms til að stunda fjölbreytt nám.

Tilefni er til þess að árétta að munur er á annars vegar úthlutunarreglum og hins vegar lögum um LÍN sem eru í endurskoðun. Verði hugmyndir mennta- og menningarmálaráðherra um nýtt lánasjóðskerfi að veruleika, meðal annars um niðurfellingu á hluta lána að loknu námi, standa úthlutunarreglur þó óbreyttar þannig að kjör stúdenta á meðan námi stendur breytast ekki með nýju lánasjóðskerfi.

Ályktunina í heild sinni má nálgast hér.



Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Dagskrá landsþings 2019

Dagskrá landsþings LÍS samanstendur af hinum ýmsu fyrirlestrum og vinnustofum þar sem unnið er að stefnumótun samtakanna. Að þessu sinni eru yfirskrift þingsins Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð? og mun stefnumótun ganga út á það að móta stefnu LÍS í sjálfbærni.

DSC01703.jpg

Dagskrá landsþings LÍS samanstendur af hinum ýmsu fyrirlestrum og vinnustofum þar sem unnið er að stefnumótun samtakanna. Að þessu sinni eru yfirskrift þingsins Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð? og mun stefnumótun ganga út á það að móta stefnu LÍS í sjálfbærni sem verður síðan lögð fyrir landsþing að ári.

Einnig fara þar fram hefðbundin þingstörf þar sem er meðal annars farið yfir ársskýrslu og -reikning og lagabreytingar. Tvær stefnur eru á dagskrá, en í vetur hefur framkvæmdastjórn unnið að skrifum nýrrar jafnréttisstefnu samtakanna sem og uppfærðri alþjóðastefnu.

Föstudagur 29. mars

8:00 Morgunmatur

9:00 Setning landsþings

Formaður LÍS setur þingið
Ávarp Rektors Háskóla Íslands Jóns Atla Benediktssonar
Ávarp forseta SHÍ Elísabetar Brynjarsdóttur

9:40 Þingstörf

Kosning fundarstjóra og ritara landsþings
Tilnefning trúnaðarmanna
Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
Reikningar samtakanna bornir upp til samþykktar

Stefna um alþjóðavæðingu í íslensku háskólasamfélagi

14:00 Fyrirlestrar & vinnustofur

Birgitta Stefánsdóttir: Í átt að sjálfbærari framtíð
Jens Bonde Mikkelsen: A Danish perspective on sustainability and the role of students
Vinnustofa: Forgangsröðun heimsmarkmiða

16:20 Þingstörf

Lagabreytingar

Laugardagur 30. mars

9:00 Þingstörf

Verk- og fjárhagsáætlun LÍS 2019 -2020

10:45 Fyrirlestrar og vinnustofur

Fanney Karlsdóttir: Ísland og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Lára Jóhannsdóttir: Hvað þýðir samfélagsleg ábyrgð eiginlega? - Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja
Rakel Guðmundsdóttir Fyrirlestur

Vinnustofa um Sjálfbærnistefnu LÍS

17:00 Þingstörf

Stefna um jafnrétti í íslensku háskólasamfélagi

Sunnudagur 31. mars

9:00 Vinnustofur

Samantekt úr vinnustofum LÍS lögð fyrir þingið
Forgangsröðun heimsmarkmiða

11:00 Þingstörf

Önnur mál
Kosningar

Tilnefning nýrra fulltrúa í fulltrúaráði
Formaður
Varaformaður
Ritari
Fjármálastjóri
Alþjóðaforseti
Gæðastjóri
Markaðsstjóri
Jafnréttisfulltrúi

Þingi slitið



Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Landsþing LÍS 2019: Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð?

Landsþing LÍS verður haldið að Háskólanum á Bifröst helgina 29.-31. mars. Yfirskrift þingsins verður að þessu sinni Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Dagskrá þings verður í samræmi við yfirskrift og eiga sér stað fyrirlestra og vinnustofur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð með áherslu á hlutverk háskólasamfélagsins og þá sérstaklega stúdenta.

bannerfcb.jpg

Landsþing LÍS verður haldið að Háskólanum á Bifröst helgina 29.-31. mars. Yfirskrift þingsins verður að þessu sinni Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Dagskrá þings verður í samræmi við yfirskrift og eiga sér stað fyrirlestra og vinnustofur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð með áherslu á hlutverk háskólasamfélagsins og þá sérstaklega stúdenta.

Mætt verður til Bifrastar aðfarakvöld föstudags og þinghöld standa yfir frá föstudagsmorgni til eftirmiðdags sunnudags. Ásamt fyrirlestrum og vinnustofum fara einnig fram hefðbundin þingstörf, þ.á.m. verða breytingartillögur á lögum samtakanna bornar upp og ræddar sem og ný stefna samtakanna um jafnréttismál í íslensku háskólasamfélagi sem unnin er upp úr stefnumótunarvinnu landsþings 2018. Einnig verður farið yfir endurnýjaða stefnu um alþjóðavæðingu í íslensku háskólasamfélagi, en sú sem er í gildi í dag var samþykkt á landsþingi árið 2016.

Á landsþingi LÍS koma saman stúdentafulltrúar frá öllum háskólum landsins sem og frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis. Alls eru það um 60 einstaklingar sem taka þátt í þingstörfum og leggja sitt á vogarskálarnar við ákvarðanatöku og þróun á stefnumálum samtakanna. Landsþing LÍS er stærsti samráðsvettvangur stúdenta á Íslandi þar sem gefst færi á að skiptast á skoðunum, rökræða og fá innsýn í baráttumál stúdenta á öðrum vettvöngum sem og sækja styrk og stuðning.

Framboð til framkvæmdastjórnar

Framboðsfrestur til embætta framkvæmdastjórnar rann út föstudaginn 15. mars sl. Alls bárust átta framboð í fimm embætti:

Formaður:
Sonja Björg Jóhannsdóttir

Varaformaður:
Eygló María Björnsdóttir
Polina Diljá Helgadóttir
Sigrún Jónsdóttir

Alþjóðaforseti:
Jóhanna Ásgeirsdóttir

Fjármálastjóri:
Aníta Eir Jakobsdóttir

Jafnréttisfulltrúi:
Anastasía Jónsdóttir
Hrafn Sævarsson

Ekki bárust framboð í embætti ritara, gæðastjóra og markaðsstjóra. Opnað verður fyrir framboð í þau embætti að nýju á landsþingi. Kosið er í embætti á landsþingi.

Read More