Landsþing LÍS

Sonja Björg Jóhannsdóttir kjörin nýr forseti LÍS á landsþingi

Helgina 29.-31. mars fór Landsþing landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS fram í háskólanum á Bifröst. Yfirskrift þingsins var Sjálfbærni og háskólasamfélagið - hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Þriðji og jafnframt síðasti dagur landsþings LÍS 2019 hófst á áframhaldandi vinnustofu um forgangsröðun á heimsmarkmiðum SÞ. Tilgangur vinnustofunnar var að draga saman áherslur þingfulltrúa úr fyrri vinnustofum. Ljóst er að heimsmarkmiðin ná yfir víðan völl en komu þingfulltrúar sér saman um undirmarkmið sem LÍS geta beitt sér fyrir. Niðurstöður vinnustofanna munu nýtast sem efniviður fyrir mótun á stefnu LÍS í sjálfbærni. Stefnan verður lögð fyrir landsþing LÍS á næsta starfsári.

Landsþing LÍS ályktar um nýjar úthlutunarreglur LÍN

Landssamtök íslenskra stúdenta senda frá sér ályktun um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna - LÍN fyrir skólaárið 2019-2020. Ályktun þessi var samþykkt einróma á landsþingi LÍS í dag þar sem tæplega 60 stúdentafulltrúar frá öllum háskólum á Íslandi sem og Sambandi íslenskra námsmanna erlendis komu saman. Landsþing LÍS fer með æðsta ákvörðunarvald samtakanna.

Landsþing LÍS 2019: Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð?

Landsþing LÍS verður haldið að Háskólanum á Bifröst helgina 29.-31. mars. Yfirskrift þingsins verður að þessu sinni Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Dagskrá þings verður í samræmi við yfirskrift og eiga sér stað fyrirlestra og vinnustofur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð með áherslu á hlutverk háskólasamfélagsins og þá sérstaklega stúdenta.

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir kjörin formaður á Landsþingi LÍS

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir kjörin formaður á Landsþingi LÍS

Síðasti dagskrárliður sunnudagsins, og þar með landsþingsins sjálfs, var kjör formanns, gæðastjóra og alþjóðaforseta samtakanna. Tvö framboð bárust í embætti formanns, tvö framboð bárust í embætti alþjóðaforseta og eitt framboð barst í embætti gæðastjóra. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir var kjörin formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. 

Fyrsti dagur Landsþings LÍS árið 2018 – Stefna LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi samþykkt

Fyrsti dagur Landsþings LÍS árið 2018 – Stefna LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi samþykkt

Þann 23. mars á Landsþinginu lagði framkvæmdastjórn LÍS fram stefnu um gæði í íslensku háskólasamfélagi. David Erik Mollberg, gæðastjóri LÍS, kynnti stefnuna sem byggð er á vinnustofum Landsþings ársins 2017 þar sem yfirskriftin var Hvers virði er mín menntun – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna. Eftir miklar samræður og samráð milli þingfulltrúa komust þeir að sameiginlegri niðurstöðu og ný stefna samþykkt einróma af fulltrúum háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir stúdentar marka sameiginlega stefnu um gæði í íslensku háskólasamfélagi.

Landsþing LÍS 2017: “Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna“

Landsþing LÍS 2017: “Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna“

Landsþing LÍS verður haldið í Háskólanum á Akureyri um helgina, 17. - 19. mars. Þema þingsins í ár snýr því að gæðastarfi í íslenskum háskólum og þátttöku stúdenta í því. Í framhaldi verður unnin stefna í gæðamálum sem við teljum nauðsynlega fyrir framþróun íslensks háskólasamfélags. Einn af hornsteinum samtakanna við stofnun árið 2013 var að vinna ötullega að samræmingu gæðastarfs milli háskóla á Íslandi.