Stefnumótun

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir kjörin formaður á Landsþingi LÍS

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir kjörin formaður á Landsþingi LÍS

Síðasti dagskrárliður sunnudagsins, og þar með landsþingsins sjálfs, var kjör formanns, gæðastjóra og alþjóðaforseta samtakanna. Tvö framboð bárust í embætti formanns, tvö framboð bárust í embætti alþjóðaforseta og eitt framboð barst í embætti gæðastjóra. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir var kjörin formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. 

Fyrsti dagur Landsþings LÍS árið 2018 – Stefna LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi samþykkt

Fyrsti dagur Landsþings LÍS árið 2018 – Stefna LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi samþykkt

Þann 23. mars á Landsþinginu lagði framkvæmdastjórn LÍS fram stefnu um gæði í íslensku háskólasamfélagi. David Erik Mollberg, gæðastjóri LÍS, kynnti stefnuna sem byggð er á vinnustofum Landsþings ársins 2017 þar sem yfirskriftin var Hvers virði er mín menntun – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna. Eftir miklar samræður og samráð milli þingfulltrúa komust þeir að sameiginlegri niðurstöðu og ný stefna samþykkt einróma af fulltrúum háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir stúdentar marka sameiginlega stefnu um gæði í íslensku háskólasamfélagi.