Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Gleðilega hinsegin daga!

Dagana 7.-12.ágúst fara fram Hinsegin dagar í Reykjavík í 19. sinn!

Ýmsir viðburðir eru í gangi í tilefni hinsegin daga og má þar m.a. nefna uppistand, tónleika og vinnustofur en hátíðina í heild sinni má sjá á www.hinsegindagar.is. Stærsti viðburðurinn er svo að sjálfsögðu gleðigangan sem fer fram laugardaginn 11.ágúst.

Dagana 7.-12.ágúst fara fram Hinsegin dagar í Reykjavík í 19. sinn!

Ýmsir viðburðir eru í gangi í tilefni hinsegin daga og má þar m.a. nefna uppistand, tónleika og vinnustofur en hátíðina í heild sinni má sjá á www.hinsegindagar.is. Stærsti viðburðurinn er svo að sjálfsögðu gleðigangan sem fer fram laugardaginn 11.ágúst.

Í gleðigöngunni fögnum við fjölbreytileikanum og sýnum heiminum að það sé hægt að vera alls konar. Við þurfum ekki að passa inn í eitthvað form sem samfélagið hefur sagt að við eigum að vera í. Það eiga allir rétt á því að skilgreina sig eins og þeir vilja, það eiga allir rétt á því að elska þann sem þau vilja elska, burtséð frá kyni, kynhneigð eða öðru. Það eiga allir rétt á því að vera hamingjusamir. Öll erum við einstakir einstaklingar sem eigum að fá það frelsi að tjá okkur eins og við viljum.

Hinsegin fólk sameinast í gleðigöngunni ásamt fjölskyldum sínum og vinum, lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar. Með því að mæta í gönguna sýnir þú samstöðu og stuðning við alla þá sem taka þátt í göngunni. Hinsegin dagar þjóna mikilvægu hlutverki í að opna augu fólks fyrir því hversu mikill fjölbreytileikinn getur verið og mikilvægi þess að vera víðsýnn. Tvíhyggjan getur verið sterk í fólki og ollið því að erfitt er að skilja að ekki er bara svart og hvítt, karlkyn og kvenkyn. Með opinni umræðu og þýðingarmiklum viðburðum eins og gleðigöngunni næst að fræða og upplýsa fólkið í kringum okkur.

Þrátt fyrir að hinsegin dagar og gleðigangan einkennist í dag af einskærri gleði þá liggur gífurleg vinna og margra ára barátta þar á bakvið. Baráttan á sér stað alla daga og taka stúdentar að sjálfsögðu þátt í þeirri baráttu. Þar má nefna Q - Félag Hinsegin Stúdenta en það er með það að markmiði að gefa hinsegin stúdentum tækifæri til að hittast og veita stuðning og samheldni. Q-félagið er hópur stúdenta og ungs fólks sem hittast reglulega og halda margvíslega viðburði. Félagið er opið öllum, hvort sem þú ert hinsegin eða óörugg/ur/t með kynhneigð og/eða kynvitund þína.

Barátta stúdenta um hinsegin málefni nær einnig á alþjóðlegan vettvang. Bæði með IGLYO sem eru evrópusamtök hinsegin stúdenta. Einnig hafa ESU, European Students Union samþykkt ályktun um aðstæður hinsegin stúdenta á stjórnarfundi vorið 2017. Hefur aukin vitundavakning um aðstæður hinsegin stúdenta komið í kjölfarið, en innan ESU má finna starfrækan óformlegan samráðsvettvang hinsegin stúdenta. Mikilvægt er að allir stúdentar láta sig hinsegin málefni varða, enda er framför í þeim málefnum framför fyrir okkur öll. LÍS munu ekki láta sitt eftir liggja en drög að stefnu um jafnréttismál hafa nú þegar litið dagsins ljós og verður stefnan innleidd á landsþingi samtakanna næsta vor. Mun stefnan koma til með að þjóna hlutverki hornsteins starfsemi LÍS í hinsegin málefnum og jafnréttismálum almennt, þar sem við sem sameinuð rödd stúdenta leggjum okkur fram um að styðja við þá vitundarvakningu sem hefur farið sívaxandi á síðustu árum.

Til hamingju öllsömul með hinsegin daga!

sonja

Greinarskriftarhöfundur, Sonja Björg Jóhannsdóttir er jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta

Read More
Guest User Guest User

Stuðningsyfirlýsing vegna Druslugöngunnar 28. júlí 2018

Í ár fer Druslugangan fram í áttunda skiptið hér á landi. Druslugangan er samstöðuganga sem hefur veitt þolendum hvers kyns áreitni og/eða ofbeldis af kynbundnum eða kynferðislegum toga, sem og aðstandendum þeirra, vettvang til að skila skömminni til þeirra sem bera ábyrgð á brotinu.

Í ár fer Druslugangan fram í áttunda skiptið hér á landi. Druslugangan er samstöðuganga sem hefur veitt þolendum hvers kyns áreitni og/eða ofbeldis af kynbundnum eða kynferðislegum toga, sem og aðstandendum þeirra, vettvang til að skila skömminni til þeirra sem bera ábyrgð á brotinu. Sömuleiðis hefur hún átt stóran þátt í þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað undanfarin ár í tengslum við slíka áreitni eða ofbeldi. Druslugangan hefur stuðlað að mikilvægum breytingum í samfélaginu sem LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna. #metoo hreyfingin hefur einnig leitt til mikilla breytinga í samfélaginu og hafa fjölmargar stofnanir,  fyrirtæki og stúdentahreyfingar breytt starfsháttum sínum til þess að taka betur á kynbundinni og/eða kynferðislegri áreitni og/eða ofbeldi. Innan sumra háskóla hér á landi hafa verið starfrækt svokölluð fagráð sem gegna því hlutverki að taka til meðferðar mál er varða brot af þessu tagi.

LÍS kalla eftir því að allir háskólar á Íslandi hafi góða og skýra verkferla þegar upp kemur kynbundin og/eða kynferðisleg áreitni og/eða ofbeldi innan sinna stofnanna, með það að markmiði að veita þolendum stuðning og beina máli þeirra í réttan farveg. Enn fremur leggja LÍS áherslu á að upplýsingar um ofangreinda verkferla séu aðgengilegar bæði stúdentum og starfsfólki svo að þolendur geti leitað sér aðstoðar með skjótum og auðveldum hætti. LÍS standa með þolendum.

Declaration of support for the SlutWalk in Reykjavík, Iceland, 28th of July 2018

This year, the SlutWalk will be held for the eighth time in Reykjavík, Iceland. The SlutWalk is a solidarity march which has given survivors of gender related and/or sexual harassment and/or violence, as well as their supporters, a public forum to shift the shame from the survivors over to those responsible for the violence. The march has also played a part in increasing awareness of the above-mentioned violations in recent years. The SlutWalk has had an immense impact on our society which LÍS - The National Union For Icelandic Students applauds. The #metoo movement has likewise had an immense impact on our society and numerous institutions, corporations and student movements have changed their procedures to be able to tackle gender related and/or sexual harassment and/or violence in an appropriate manner. A few universities here in Iceland have appointed so called Professional Councils which receive and investigate complaints regarding violations of this kind.

LÍS urges every university in Iceland to have an effective and clear procedure which can be followed if cases of gender related and/or sexual harassment and/or violence occur in their institutions, with the aim of providing survivors support and directing their case in the right direction. Furthermore, LÍS emphasize that information regarding the above-mentioned procedures must be accessible to both students and staff members, so that survivors can look for help in a swift and easy manner. LÍS stand with survivors. 

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Fullskipun og fyrsti fundur framkvæmdastjórnar

Kosið var til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS á fulltrúaráðsfundi þann 18. júní. Bárust alls fimm framboð og fór það svo að Kristín Þóra Jónsdóttir hlaut kjör til fjármálastjóra og Sonja Björg Jóhannsdóttir til jafnréttisfulltrúa. Framkvæmdastjórn er þar með fullskipuð:

Formaður: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Varaformaður: Teitur Erlingsson
Gæðastjóri: Aldís Mjöll Geirsdóttir
Alþjóðaforseti: Salka Sigurðardóttir
Fjármálastjóri: Kristín Þóra Jónsdóttir
Markaðsstjóri: Sandra Rún Jónsdóttir
Jafnréttisfulltrúi: Sonja Björg Jóhannsdóttir
Ritari: Sigrún Jónsdóttir

Fullskipuð framkvæmdastjórn fundaði í fyrsta skipti þann 20. júní, þar sem var meðal annars rætt um aðkomu stúdenta að 100 ára fullveldishátíð Íslands og komandi skref í starfi framkvæmdastjórnar. Góður andi er í hópnum og hlakkar framkvæmdastjórn til þess að takast á við komandi verkefni.

Read More
Guest User Guest User

Yfirlýsing LÍS í ljósi endurskipunar í embætti framkvæmdastjóra LÍN

Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðuneytis við endurskipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Leitast skal í hvívetna við að finna og skipa hæfasta einstaklinginn í öll embætti út frá faglegum forsendum, einungis er hægt að tryggja það með því að viðhafa gegnsætt og opið ráðningaferli. 

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sagði sjálf þegar hún var innt eftir því á landsþingi samtakanna í mars að hennar stefna væri að auglýsa í stöður sem þessar. Gefur það því að skilja að það eru enn frekari vonbrigði, að framkvæmd fylgi ekki orði. 

Yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast hér

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Framboðsfrestur til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa framlengdur

Framboðsfrestur til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS hefur verið framlengdur um þrjá daga. Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 5. júní og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS í júní, dagsetning auglýst síðar.

framlendur frestur.png

Framboðsfrestur til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS hefur verið framlengdur um þrjá daga. Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 5. júní og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS í júní, dagsetning auglýst síðar.

Fyrir upplýsingar um embætti sjá hér: http://www.haskolanemar.is/frettir-og-greinar/opidfyrirframbod

Nánari upplýsingar veitir Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS á lis@haskolanemar.is.

Read More