Guest User Guest User

Forskot til framtíðar

Þann 2. nóvember fór fram ráðstefnan ,,Forskot til framtíðar” á Hilton Reykjavík Nordica sem fjallaði um vinnumarkað framtíðarinnar með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks.

Frá vinstri: Berta Daníelsdóttir, Ingileif Friðriksdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir

Frá vinstri: Berta Daníelsdóttir, Ingileif Friðriksdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir

Þann 2. nóvember fór fram ráðstefnan ,,Forskot til framtíðar” á vegum Velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica sem fjallaði um vinnumarkað framtíðarinnar með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks. LÍS tóku þátt í skipulagi ráðstefnunnar ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema - SÍF. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ávarpaði ráðstefnugesti í upphafi dags. Umræðuefni ráðstefnunnar var víðfeðmt og var því skipt niður í nokkrar lotur þar sem teknar voru fyrir mannafla- og færnispár á íslenskum vinnumarkaði, leiðir til þess að undirbúa ungt fólk fyrir vinnumarkað framtíðarinnar, breytt vinnuumhverfi og breytt viðhorf til vinnu og áskoranir og tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar. Ingileif Friðriksdóttir hélt erindi fyrir hönd stúdenta sem bar heitið ,,Fljúgandi bílar og tíkallasímar” og fékk ráðstefnugesti til þess að velta fyrir sér hvort að framtíðarspár rætist í raun með samlíkingum við myndina ,,Back to the future”. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, tók svo þátt í pallborðsumræðum við lok ráðstefnunnar, ásamt Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, formanni SÍF, Ingileif Friðriksdóttur, Bertu Daníelsdóttur, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, og Ingva Hrannari Ómarssyni, kennara við Árskóla, og tóku fyrir áskoranir og tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar.


Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Mikil gleði á fimm ára afmæli LÍS!

Á laugardaginn síðasta, 3. nóvember urðu Landssamtök íslenskra stúdenta fimm ára og var haldið upp á það með glæsibrag. Yfir daginn sjálfann var haldin ráðstefna þar sem aðal áherslan var lögð á aðildarfélögin, uppbyggingu þeirra, helstu áskoranir og framtíðar samstarf með LÍS.

Mynd frá ráðstefnunni sem haldin var yfir daginn, 3. nóvember.

Mynd frá ráðstefnunni sem haldin var yfir daginn, 3. nóvember.

Á laugardaginn síðasta, 3. nóvember urðu Landssamtök íslenskra stúdenta fimm ára og var haldið upp á það með glæsibrag. Yfir daginn sjálfann var haldin ráðstefna þar sem aðal áherslan var lögð á aðildarfélögin, uppbyggingu þeirra, helstu áskoranir og framtíðar samstarf með LÍS. Á ráðstefnuna mættu fríður hópur erlendra gesta. Það voru þau Robert Napier og Katrina Koppel frá ESU, evrópsku stúdenta samtökunum, Petteri Heliste frá SYL, öðrum landssamtökum finnskra stúdenta, Oisín Hassan frá USI, landssamtökum írskra stúdenta og Turið Jónleyg Johannesen og Hans Andrias Gregoriussen frá MFS, landssamtökum færeyskra stúdenta. Öll héldu þau stutta fyrirlestra um það helsta sem þeirra samtök eru að vinna að ásamt því að Oisín stjórnaði vinnustofu þar sem aðildarfélög LÍS kortlögðu starfsemi sína, baráttumál og helstu hindranir. Í framhaldi af því var rætt hvernig LÍS geta komið til móts við aðildarfélög sín og hvernig aðildarfélögin geta komið að frekari uppbyggingu landssamtakanna samhliða því.

Glöð framkvæmdastjórn LÍS í 5 ára afælisveislu samtakanna

Glöð framkvæmdastjórn LÍS í 5 ára afælisveislu samtakanna

Um kvöldið var haldin veisla þar sem öllum þeim er hafa komið að starfi samtakanna í gegn um árin og öðrum velunnurum samtakanna var boðið að fagna tímamótunum. Á dagskrá voru meðal annars ávörp frá núverandi og fyrrverandi formönnum LÍS, rektors Háskólans á Akureyri, uppistand frá fyndnasta háskólanemanum, Alice Bower og söngatriði frá Söndru Rún Jónsdóttur.

ScreenHunter_713-Oct.-03-15.48.jpg

Á sunnudagskvöldið var myndin “Bráðum verður bylting” sýnd í Stúdentakjallaranum. Myndin fjallar um baráttu námsmanna á 7. áratug síðustu aldar fyrir bættum kjörum íslenskra stúdenta. Fimmtíu ár eru liðin frá atburðunum og lýstu þáttakendur aðgerðanna upplifun sinni og áhrifunum sem þær höfðu á líf þeirra. Öllum stúdentum var boðið að mæta og fá innsýn í baráttu stúdenta þá í ljósi stöðu stúdenta í dag.

LÍS vilja þakka öllum þeim sem tóku þátt í fögnuðinum fyrir komuna. Við hlökkum til að halda áfram því góða starfi sem hefur tekist að byggja upp á þessum fimm árum.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

LÍS hefur skyldur við framtíðina

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa farið vel af stað. Fimm ára saga er ekki löng í neinum skilningi en starfsemi samtakanna hefur verið að festast í sessi og þau eru farin að gera sig gildandi í málefnum íslenskra háskólastúdenta svo eftir er tekið. Háskólinn á Bifröst fagnaði því framtaki að stofna samtökin og Bifröst hefur í tvígang verið vettvangur fyrir landsþing þeirra og það hefur verið mikill heiður fyrir skólann.

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa farið vel af stað. Fimm ára saga er ekki löng í neinum skilningi en starfsemi samtakanna hefur verið að festast í sessi og þau eru farin að gera sig gildandi í málefnum íslenskra háskólastúdenta svo eftir er tekið. Háskólinn á Bifröst fagnaði því framtaki að stofna samtökin og Bifröst hefur í tvígang verið vettvangur fyrir landsþing þeirra og það hefur verið mikill heiður fyrir skólann.

Með Landssamtökum íslenskra stúdenta eru nemendur í öllum háskólum landsins virkjaðir til leiks í hagsmunamálum sínum og breiðari umfjöllun og samstaða meðal allra stúdenta styrkir málstaðinn og tryggir að frekar er á raddir þeirra hlustað. Samtökin og álitsgerðir þeirra og samþykktir sem byggja á vandaðri umræðu og vinnu hafa mikla þýðingu fyrir þróun íslenskra háskóla. Það skiptir miklu máli þegar leitast er við að bæta íslenskra háskóla þannig að þeir styrki atvinnulífið og samfélagið með starfsemi sinni að samtökin komi að málum með afgerandi hætti.

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa eins og íslenskir háskólar skyldur við framtíðina. Markmið okkar allra er að gera Ísland að öflugra og betra samfélagi þar sem háskólamenntað fólk kýs að finna sér starfsvettvang og búa í. Samtökin hafa í upphafi vegferðar sinnar verið að rækta þessar skyldur.

Ég óska Landssamtökum íslenskra stúdenta til hamingju með þennan áfanga í starfinu og sendi bestu óskir um áframhaldandi velgengni frá Háskólanum á Bifröst.

Vilhjálmur Egilsson

Rektor Háskólans á Bifröst

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er sú fimmta í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Undir sama þaki – samstarf BHM við LÍS

Afmaeli_thorunn-08.jpg

Bandalag háskólamanna (BHM) og LÍS hafa átt með sér formlegt samtarf frá vormánuðum 2015. Reynslan af því er afar góð. Markmið okkar er að efla þekkingu stúdenta á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði og vinna saman að stefnumótun um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál.

Starfsemi LÍS er kraftmikil og mikilvæg tenging BHM við stúdentahreyfingarnar hér á landi. LÍS hefur haft skrifstofu til umráða í húsnæði BHM í Borgartúni 6 og samgangur starfsfólks bandalagsins og LÍS-aranna stöðugt verið að aukast.

LÍS hefur veitt BHM mikilvæga innsýn í endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna en þar á LÍS tvo fulltrúa. Það er gott að vita af fulltrúum stúdenta í þessari mikilvægu vinnu sem snertir nær alla félagsmenn okkar. LÍS er einnig tengiliður BHM við Gæðaráð háskólanna en samtökin eiga sæti í ráðgjafarnefnd ráðsins. Það er okkur mikils virði að fá frá LÍS upplýsingar þróun háskólanáms hér á landi og gæðakröfurnar sem miðað er við.

BHM og LÍS hafa efnt til upplýsinga- og umræðufunda fyrir stúdenta, m.a. um geðheilbrigðismál, og beitt sér saman í hagsmunamálum gagnvart stjórnvöldum, t.d. um starfsnám á háskólastigi. Fulltrúar LÍS hafa tekið þátt í fjölmörgum fundum á vegum BHM og gert sig gildandi.

Það var gæfuspor fyrir BHM að efna til samstarfs við LÍS og ekki síður að hafa skrifstofu samtakanna undir okkar þaki í Borgartúni. Við væntum mikils af áframhaldandi samstarfi við LÍS.

Þórunn Sveinbjarnardóttir

Formaður Bandalags háskólamanna

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er sú fjórða í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Langar þig að læra?

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta halda upp á 5 ára afmæli um þessar mundir og því ber að fagna. Margt hefur áunnist á síðastliðnum fimm árum og er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að samtökin hafi náð jafn langt og raun ber vitni á svo stuttum tíma.  Hlutverk LÍS er að sinna hagsmunagæslu fyrir stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis en það er gríðarlega mikilvægt fyrir stúdenta að hafa sameiginlega rödd og geta staðið saman öll sem eitt til þess að bæta kjör stúdenta. Saman erum við sterkara afl.

sonja

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta halda upp á 5 ára afmæli um þessar mundir og því ber að fagna. Margt hefur áunnist á síðastliðnum fimm árum og er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að samtökin hafi náð jafn langt og raun ber vitni á svo stuttum tíma.  Hlutverk LÍS er að sinna hagsmunagæslu fyrir stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis en það er gríðarlega mikilvægt fyrir stúdenta að hafa sameiginlega rödd og geta staðið saman öll sem eitt til þess að bæta kjör stúdenta. Saman erum við sterkara afl.

Að hafa þann möguleika að stunda nám á háskólastigi eru mannréttindi. Allir sem hafa áhuga og vilja til þess að stunda nám eiga að hafa rétt á því óháð kyni, kynhneigð, trú, uppruna, efnahag, búsetu, líkamlegrar eða andlegrar fötlunar, félagslegar aðstæðna eða stöðu að öðru leyti.

Jafnréttisbarátta stúdenta síðustu ára og áratuga hefur komið okkur langt. Ýmis kjör hafa verið bætt og er gaman að líta yfir farinn veg. Með því að koma á fót lánasjóð sem tryggir fólki tækifæri til náms án tillits til efnahags hefur aðgengi að háskólakerfinu aukist, en betur má ef duga skal. Með því að fjölga stöðugildum táknmálstúlka innan háskólakerfisins var verið að bætaaðstöðu þeirra sem eru döff. Eins hafa breyttar reglur LÍN - Lánasjóðs íslenskra námsmanna gefið flóttafólki betri kost á að stunda háskólanám á Íslandi.

En er raunverulega komið á jafnrétti fyrir alla að geta stundað nám á háskólastigi? Er jafnrétti við lýði þegar reglur LÍN um frítekjumark og framfærslulán eru úreltar? Er jafnrétti þegar fatlaðir einstaklingar neyðast til að velja háskóla út frá aðstöðu og þjónustu sem er í boði en ekki út frá gæðum og framboði námsins sem skólinn býður upp á? Er jafnrétti til náms þegar nauðsynlegt er að tala íslensku til þess að geta stundað grunnnám í háskólum á Íslandi?

Svarið er nei. Það er ekki jafnrétti til náms þegar ennþá eru hópar á Íslandi sem vilja stunda háskólanám en hafa ekki tök á því.

LÍS og aðildarfélög halda áfram að berjast fyrir réttindum stúdenta, öll sem eitt. Því allir eiga að hafa þann möguleika að læra það sem þeir vilja á sínum forsendum.


Sonja Björg Jóhannsdóttir

Jafnréttisfulltrúi LÍS

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er sú þriðja í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Read More