Yfirlýsing LÍS um starfsnám stúdenta

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneyti.

Í stefnu LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi, sem samþykkt var á landsþingi samtakanna 23. mars 2018, er það skýr krafa stúdenta að starfsnám sem fer fram í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaðarsjónarmiðum skuli ávallt vera launað. Þá skuli tryggt að starfsnemi hljóti viðunandi laun í samræmi við kjarasamninga annarra starfsmanna á viðkomandi vinnustað með tilliti til ábyrgðar sem starfsnemi axlar.    

NOM74 í Ríga: Student engagement in student movement as part of civic society

Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Teitur Erlingsson varaformaður LÍS sóttu ráðstefnu og stjórnarfund NOM74 í Ríga, Lettlandi sem var haldin dagana 8.-12. nóvember. NOM - The Nordiskt Ordförande Møte er samráðsvettangur Landssamtaka stúdenta á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjanna er reglubundin ráðstefna sem fulltrúar LÍS sækja tvisvar á ári. LSA, Landssamtök lettneskra stúdenta hélt ráðstefnuna að þessu sinni.