Kamilla Dogg Gudmundsdottir Kamilla Dogg Gudmundsdottir

LÍN - Besta lánasjóðskerfið á Norðurlöndunum

Íslenskir stúdentar eru nokkuð sérstakur hópur. Ástæða þess er sú að samsetning okkar er nokkuð frábrugðin því sem gengur og gerist. Eurostudent könnunin frá árinu 2018 hefur að geyma mikilvæg gögn sem varpa ljósi á það sem gerir íslenska stúdenta nokkuð frábrugðna öðrum. Það eru þó nokkur atriði sem ég hef sérstakar áhyggjur af, en ég trúi því að bætt lánasjóðskerfi myndi taka á þeim.

Sólveig SHA - Auðunn Níelsson.jpg

Íslenskir stúdentar eru nokkuð sérstakur hópur. Ástæða þess er sú að samsetning okkar er nokkuð frábrugðin því sem gengur og gerist. Eurostudent könnunin frá árinu 2018 hefur að geyma mikilvæg gögn sem varpa ljósi á það sem gerir íslenska stúdenta nokkuð frábrugðna öðrum. Það eru þó nokkur atriði sem ég hef sérstakar áhyggjur af, en ég trúi því að bætt lánasjóðskerfi myndi taka á þeim.

 

Það er áhyggjuefni hve margir stúdentar raunverulega vinna samhliða námi sínu, fullt háskólanám er full vinna. Um 71% svarenda íslenskra stúdenta í könnuninni segjast vinna til þess eins að hafa efni á háskólanámi sínu. Þá treysta íslenskir stúdentar lítið á tekjur frá námslánum eða styrkjum miðað við stúdenta á Norðurlöndunum. 

 

Kennarar í háskólum gagnrýna það gjarnan, eðlilega, að stúdentar vinni mikið samhliða námi. Það virðist þó ekki bitna á þeim tíma sem stúdentar verja í nám sitt. Í Eurostudent könnuninni kemur fram að íslenskir stúdentar verja meiri tíma í nám utan kennslu og við launuð störf en nemendur annarra þjóða, þrátt fyrir að svipaður tími fari í skipulagðar kennslustundir. Þetta er athyglisvert, og má velta því fyrir sér hvort að íslenskir stúdentar hafi almennt fleiri tíma í sólarhringnum en aðrir stúdentar? 

 

Hvernig gengur þetta upp? Er virkilega gerlegt að vera í fullu háskólanámi og vinnu samhliða því? Er þess ekki krafist að stúdentar mæti í kennslustundir? Fjarnám sem háskólar bjóða upp á gerir þetta púsluspil gerlegt. Háskólinn á Akureyri býður upp á sveigjanlegt nám og hefur námsfyrirkomulagið notið mikilla vinsælda síðustu ár. Lykiltölur HA frá árinu 2018 sýna að af 2.389 stúdentum sem stunda nám við háskólann, eru 1.342 stúdentar skráðir í fjarnám. Reynslan sýnir að margir skrá sig í fjarnám til þess að geta púslað öllu saman, vinnu, fjölskyldulífi og námi. Þá er allt nám við háskólann orðið sveigjanlegt og því má gera ráð fyrir því að hluti þeirra stúdenta sem skráðir eru í staðarnám mæti þó ekki í kennslustundir innan veggja háskólans á hverjum degi og séu að sinna öðrum störfum. 

 

Þrátt fyrir að sveigjanlega námið geri það að verkum að púsluspilið gangi upp þýðir það þó ekki að leikurinn gangi áfallalaust fyrir sig. Kröfurnar eru nefnilega ekkert minni þegar kemur að sveigjanlegu námi. Ef eitthvað er, eru kröfurnar meiri þar sem að námsfyrirkomulagið krefst agaðra vinnubragða, sjálfstæðis og skipulags. Þetta púsluspil, fullt háskólanám, vinna, félagslíf, félagsstörf og allt annað sem þarf að púsla saman, hefur áhrif. Púsluspilið getur haft áhrif á námsárangur stúdenta og getur orðið til þess að stúdentar ljúki námi sínu á lengri tíma en ætlað er. Þá hefur vinna samhliða fullu háskólanámi áhrif á álag og andlega heilsu stúdenta, sem er áhyggjuefni. Það er sláandi að 15% íslenskra svarenda í Eurostudent könnuninni glími við andleg veikindi, en meðaltalið er 4% í öðrum Eurostudent löndum.

 

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sagði á Alþingi 24. janúar síðastliðinn að hækka eigi bæði framfærslu LÍN og frítekjumarkið en það er akkúrat það sem stúdentahreyfingarnar hafa endalaust verið að berjast fyrir. Þá sagði Lilja jafnframt ,,ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum“. Það eru afar ánægjuleg tíðindi og verði það raunin, geta íslenskir stúdentar vonandi loks farið að treysta á LÍN. Besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum myndi gera það að verkum að stúdentar þyrftu ekki að vinna samhliða námi til þess að fjármagna nám sitt, í eins ríkum mæli og raunin er í dag. Þá mun besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum væntanlega hafa þær afleiðingar að stúdentar klári nám sitt frekar á settum tíma. Og mikilvægast af öllu, það mun hafa jákvæðar afleiðingar á andlega heilsu stúdenta sem munu geta treyst á LÍN í stað þess að þurfa að púsla fullu háskólanámi og vinnu saman, með álaginu sem því fylgir. 

 

Sólveig María Árnadóttir

Formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri 

Read More
Kamilla Dogg Gudmundsdottir Kamilla Dogg Gudmundsdottir

Raunhæfar kröfur í vonlausu kerfi

Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. Veita okkur innblástur. Við menntum okkur til að miðla til samfélagsins með þekkingu okkar. Reynum að gefa til baka. Við borgum meira að segja til baka. Borgum Lánasjóði íslenskra námsmanna til baka fjárhæðina sem hann lánarokkur á meðan á náminu stendur. 

 

Elísa shí 2018 (1).jpg

Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. Veita okkur innblástur. Við menntum okkur til að miðla til samfélagsins með þekkingu okkar. Reynum að gefa til baka. Við borgum meira að segja til baka. Borgum Lánasjóði íslenskra námsmanna til baka fjárhæðina sem hann lánarokkur á meðan á náminu stendur. 

 

Grunnframfærsla námslána hjá einstaklingi í leigu- eða eigin húsnæði er 184.806 krónur á mánuði. Þar af er gert ráð fyrir 75.276 kr í húsnæðiskostnað. Þess má geta að leiguverð á stúdentagörðum er í flestum tilfellum hærri en sú upphæð auk þess sem Félagsstofnun stúdenta getur einungis þjónustað um 10% nemenda við Háskóla Íslands. Þegar áætlaður húsnæðiskostnaður LÍN er dreginn frá stendur að hámarki eftir 109.530 kr fyrir stúdent til að framfleyta sér út mánuðinn að því gefnu að viðkomandi hafi ekki farið yfir frítekjumarkið.

 

Frítekjumark námslána er 930.000 á ári fyrir skatt, og hefur staðið í stað frá 2014, til samanburðar hafa laun í landinu hækkað um 43% frá janúar þess árs. Af einhverri ástæðu er sú upphæð sem stúdentar fá að láni frá LÍN til þess að framfleyta sér mun lægri en tekjur og bætur annarra samfélagshópa sem verst hafa það í þjóðfélaginu. Grunnatvinnuleysisbætur eru 270.000 krónur á mánuði og lágmarkslaun eru 300.000 krónur á mánuði. 

 

Þegar stúdent vinnur með náminu til að reyna að hífa sig upp í lágmarkstekjur en þénar umfram frítekjumark, skerðist sú framfærsla sem hann fær að láni frá LÍN um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta þýðir að stúdent sem vinnur í þrjá mánuði að sumri til, má ekki hafa hærri laun en 310.000 kr. á mánuði vilji sá einstaklingur forðast að hljóta skerðingu af framfærslu vegna frítekjumarksins. Ætli stúdent sér að vinna með námi er hann því tilneyddur til að taka á sig áðurnefnda skerðingu.

 

LÍN lánar einungis fyrir 9 mánuðum af árinu og er því gert ráð fyrir að þær tekjur sem stúdent nær að vinna sér inn yfir sumartíma geti nýst til að brúa bilið yfir vetrartímann. Þó virðist umræðan aldrei taka tillit til þess að þær tekjur sem stúdentar ná að afla yfir sumarið þurfa einnig að nýtast þeim til framfærslu á þeim tíma. Það hlýtur því að teljast sérkennileg afstaða að gera ráð fyrir því að stúdentar séu til þess búnir að geta lagt þann pening til hliðar sem þeir vinna sér inn yfir sumartímann þar sem þeir þurfa í versta falli að geta sinnt sínum brýnustu lífs nauðsynjum yfir þá mánuði sem sjóðurinn lánar ekki fyrir framfærslu. 

 

Í óbreyttu kerfi fara stúdentahreyfingarnar fram á að frítekjumark verði hækkað upp í 1.330.000 hið minnsta en breytingin jafngildir einungis hækkun nafnlauna frá síðustu hækkun frítekjumarks árið 2014. Auk þess er farið fram á að skerðingarhlutfallið verði lækkað niður í 35% úr 45% og að framfærslan sé hækkuð. Kröfur stúdenta um hækkun frítekjumarks og hærri framfærslu eru því langt frá því að vera óraunsæjar, hvað þá ef litið er til stöðu og krafna annarra hópa í þjóðfélaginu.

 

Höfundur er lánasjóðsfulltrúi SHÍ

 

Þessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN

Read More
Kamilla Dogg Gudmundsdottir Kamilla Dogg Gudmundsdottir

Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu ?

Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu.

Það hefur sýnt sig að menntun erlendis færir bæði landi og þjóð efnahagslegan ávinning þar sem fyrirtæki landsins fá bæði aukna og nýja færni sem og þekkingu.

IMG_2202_Facetune_23-01-2019-11-43-48.JPG

Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu.

Það hefur sýnt sig að menntun erlendis færir bæði landi og þjóð efnahagslegan ávinning þar sem fyrirtæki landsins fá bæði aukna og nýja færni sem og þekkingu.


Frá námsárinu 2013-2014 hefur hins vegar verið dregið gríðarlega úr hvatanum til að leita sér menntunar erlendis eftir að niðurskurður hófst á námslánum til framfærslu frá LÍN til námsmanna erlendis. Þannig var skerðingin á milli áranna 2013 og 2016 upp á tugi prósenta í meira en 40 löndum. Það var því jákvætt þegar ný stjórn LÍN tók stefnubreytingu með ákvörðun sinni um að skerða ekki námslán til námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2018-2019 þrátt fyrir tillögu Analytica þar um. Analytica er áhættu- og fjárfestingarráðgjafafyrirtæki sem sér um að reikna út framfærslu fyrir námsmenn erlendis fyrir stjórn LÍN.


Þegar framfærslan dugar ekki hefur fjöldi námsmanna ekki séð sér annað fært en að vinna með námi. Þó ber að hafa í huga að margir námsmenn erlendis fá ýmist ekki vinnu eða geta ekki fengið atvinnuleyfi í námslandinu og verða því að koma heim yfir sumartímann. Það er í raun þá sem frítekjumarkið tekur harkalega á móti þeim en það hefur staðið óbreytt núna í nokkur ár. Fyrir skólaárið 2018-2019 er frítekjumarkið upp á 930.000.- ISK fyrir skatt með 45% skerðingarhlutfall. Það er mun lægra en í öðrum Norðurlöndum en t.d. er frítekjumarkið meira en 1.000.000.- ISK hærra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Þá hefur námsmönnum erlendis með námsaðstoð frá LÍN fækkað gríðarlega hratt síðustu árin. Þannig voru þeir 2333 fyrir skólaárið 2012-2013 en fyrir skólaárið 2015-2016 voru þeir komnir niður í 1727. Þeim hefur því fækkað um 606 á þessu tímabili eða um meira en fjórðung. Ekki verður annað séð en þeim muni halda áfram að fækka nema eitthvað verði að gert.


Á sama tíma hefur stóraukinn fjöldi námsmanna ákveðið að sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða. Staðan er í raun sú í dag að fleiri íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða heldur en til LÍN sem er ekkert annað en áfellisdómur á lánasjóðinn íslenska.

Krafa SÍNE er einföld og skýr, að framfærsla frá LÍN endurspegli raunverulega framfærslu námsmanna erlendis.

Jóhann Gunnar Þórarinsson

Stjórnarformaður SÍNE

Þessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN





Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Yfirlýsing LÍS um starfsnám stúdenta

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneyti.

Í stefnu LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi, sem samþykkt var á landsþingi samtakanna 23. mars 2018, er það skýr krafa stúdenta að starfsnám sem fer fram í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaðarsjónarmiðum skuli ávallt vera launað. Þá skuli tryggt að starfsnemi hljóti viðunandi laun í samræmi við kjarasamninga annarra starfsmanna á viðkomandi vinnustað með tilliti til ábyrgðar sem starfsnemi axlar.    

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneyti.

Í stefnu LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi, sem samþykkt var á landsþingi samtakanna 23. mars 2018, er það skýr krafa stúdenta að starfsnám sem fer fram í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaðarsjónarmiðum skuli ávallt vera launað. Þá skuli tryggt að starfsnemi hljóti viðunandi laun í samræmi við kjarasamninga annarra starfsmanna á viðkomandi vinnustað með tilliti til ábyrgðar sem starfsnemi axlar.    

Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan:

starfsnam
Read More
Kamilla Dogg Gudmundsdottir Kamilla Dogg Gudmundsdottir

Stúdentar mega ekki hafa það gott

Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkarog snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri.

Elísabet.jpg

Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkarog snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri.

Meginmarkmið okkar með því verkefni var að efla stúdenta í hagsmunabaráttu sem varðar okkur öll, hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, tengja stúdenta saman á vettvangi þar sem hægt er að rökræða málefni og forgangsraða þeim. Allt er þetta í þágu stúdenta með það að leiðarljósi að bæta háskólann og umhverfi okkar. Með þessu vonaðist Stúdentaráð sömuleiðis til að standa fyrir aðgengilegri hagsmunabaráttu.

Verkefnið Ódýrara að lifa sem námsmaðurvar sigur úr býtum og næst kom Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur. Þessi tvö málefni tengjast óneitanlega, þar sem takmörkuð framfærsla lánasjóðsins og skerðing frítekjumarksins hefur áhrif á lífsgæði okkar og því viljum við umhverfi þar sem er ódýrara að vera námsmaður, til dæmis með sérstökum afsláttum fyrir stúdenta. 

Stúdentaráð lagði því af stað í mikla undirbúningsvinnu. Ákveðið var að einblína á úthlutunarreglur Lánasjóðsins, þar sem þeim er breytt árlega og við höfum þar raunverulegt tækifæri til áhrifa. Leitast var eftir samstarfi við Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) þar sem þetta er málefni sem snertir alla stúdenta Íslands. Herferðin er því farin fyrir hönd allra stúdenta Íslands undir formerkjum LÍS.

Herferðin sem fer nú af stað snýst um að hækka frítekjumarkið, sem myndi valda minni skerðingu á framfærslu námsmanna, og því að framfærslan hækki. Þetta eru gífurlegir hagsmunir stúdenta sem eru að veði hér, þar sem raunverulegur fjárhagslegur stuðningur gerir stúdentum kleift að eyða tíma í lærdóm og menntun. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru lán, sem stúdentar þurfa að borga til baka. Það mætti halda að miðað við uppbyggingu sjóðsins að stúdentar megi ekki hafa það gott. Stúdentar mega ekki fá lán sem myndi raunverulega framfleyta þeim. Lán, sem er borgað til baka. Stúdentar þurfa að velja á milli þess að læra eða lifa

Það er kominn tími til breytinga.

Fyrir hönd Stúdentaráðs,
Elísabet Brynjarsdóttir
Forseti Stúdentaráðs

 

Þessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN

Read More