Fyrsti dagur landsþings LÍS 2019 - Sjálfbærni og háskólasamfélagið

Fyrsti dagur landsþings LÍS 2019 - Sjálfbærni og háskólasamfélagið

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, forseti LÍS, setti sjötta landsþing samtakanna í dag, þann 29. mars 2019, en í framhaldi fylgdu ávörp frá Elísabetu Brynjarsdóttur, forseta SHÍ, og Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ. Landsþingið var skipulagt með SHÍ og ber yfirheitið Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð?

Landsþing LÍS 2019: Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð?

Landsþing LÍS verður haldið að Háskólanum á Bifröst helgina 29.-31. mars. Yfirskrift þingsins verður að þessu sinni Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Dagskrá þings verður í samræmi við yfirskrift og eiga sér stað fyrirlestra og vinnustofur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð með áherslu á hlutverk háskólasamfélagsins og þá sérstaklega stúdenta.

Ert þú vefsíðu- og/eða grafískur hönnuður?

Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir vefsíðuhönnuði og/eða grafískum hönnuði í launaða stöðu til að hanna vefsíðuna Student Refugees á Íslandi. Kostur væri ef einn og sami einstaklingurinn gæti séð um bæði hönnun vefsíðunnar og grafíska hönnun, en við tökum einnig á móti umsóknum frá einstaklingum sem búa yfir annarri hvorri menntuninni/hæfninni. 

Áskorun til þingflokka um að sýna kröfum stúdenta samstöðu í verki

Stúdentar og ungliðahreyfingar flokka skora á þingflokka til að sýna samstöðu í verki og mæta á samstöðufund 26. febrúar n.k. kl  09:00 fyrir utan Lánasjóð íslenskra námsmanna að Borgartúni 21. Þá á sér stað stjórnarfundur LÍN þar sem tekin verður ákvörðun um úthlutunarreglur fyrir skólaárið 2019-2020.

Vilt þú vera með? Opið fyrir framboð til framkvæmdastjórnar LÍS

Vilt þú vera með? Opið fyrir framboð til framkvæmdastjórnar LÍS

Opnað hefur verið fyrir framboð til embætta framkvæmdastjórnar LÍS fyrir starfsárið 2019-2020. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:50 þann 15. mars n.k.. Framboðum skulu fylgja kynningarbréf og ferilskrá frambjóðenda. Kosningar til framkvæmdastjórnar eiga sér stað á landsþingi LÍS á Háskólanum á Bifröst helgina 29.-31. mars n.k..