Facebook_cover_012.jpg
 

Stúdentar mega ekki hafa það betra

Landssamtök íslenskra stúdenta, regnhlífasamtök allra stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis leggjast í herferð til þess að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta. Stúdentar hafa verið látnir bíða í of langan tíma og sitja núna uppi með krappari kjör en flestir aðrir samfélagshópar. Svo virðist sem stúdentar megi ekki hafa það betra; Lánasjóður íslenskra námsmanna sem á að hafa það hlutverk að auðvelda stúdentum lífið á námsárunum hefur misst marks.

Það er kominn tími á að kjör stúdenta batni, svo þeir megi bæði læra og lifa.

Til þess að það megi þarf að hækka framfærslu stúdenta og hækka frítekjumark.

 
 
2.jpg

Framfærsla stúdenta

Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum fyrir framfærslu þeirra í samræmi við persónulega hagi. Þar er tekið til fjölskylduhaga og búsetu. Ekki er lánað fyrir fullri framfærslu, en einungis fæst lán fyrir 96% reiknaðrar framfærsluþarfar. Full framfærsla einhleyps stúdents í eigin húsnæði miðast við 192.507 kr sem þýðir að stúdent á fullum námslánum fær 184.606 kr á mánuði til þess að lifa á.

Þegar sú framfærsluþörf sem LÍN reiknar með fyrir stúdenta er sett í samhengi við aðra samfélagshópa sést strax að það hallar undir fæti hjá stúdentum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 279.720 kr á mánuði og lágmarkslaun 300.000 kr.

Samtökin vilja að grunnframfærsla sem LÍN miðar við verði að minnsta kosti 100 % af
grunnviðmiði neysluviðmiða Velferðarráðuneytisins, í stað 96 % sem nú er. Þá óska samtökin
þess að grunnframfærsla sem LÍN miðar við verði endurskoðuð og að markvisst verði unnið að
því að hækka framfærslu í samræmi við framfærslu annarra samfélagshópa eða lágmarkslaun.
— Áherslur stúdenta um úthlutunarreglur LÍN

hækkum Frítekjumarkið

Þar sem einungis er lánað fyrir 96% framfærslu þá reiknar Lánasjóður íslenskra námsmanna með því að stúdentar vinni meðfram námi. Til þess að taka tillit til þess er til staðar svokallað frítekjumark, sem eru hámarkstekjur sem stúdentar mega vinna sér inn á ársgrundvelli án þess að þær valdi skerðingu á lánum. Frítekjumark er 930.000 kr á ári fyrir skatt. Frítekjumark hefur hækkað um 0% frá árinu 2014 en laun í landinu hafa aftur á móti hækkað um 43% síðan þá samkvæmt launavísitölu Hagstofu. Ef stúdentar vinna umfram frítekjumark LÍN þá sneiðist af lánunum í samræmi. Fyrir hverjar 100 krónur sem stúdent vinnur sér inn umfram frítekjumark eru 45 kr dregnar af lánum viðkomandi.

Posters_042.jpg
LÍS krefjast þess að frítekjumark verði sambærilegt því sem tíðkast á Norðurlöndunum. Frítekjumark LÍN er 930.000 kr. í hámarksárstekjur sem er lægst á Norðurlöndunum og meira en helmingi lægra en í Noregi og Danmörku. Fyrsta skref gæti verið að hækka frítekjumark í samræmi við launaþróun. LÍS vilja jafnframt að skerðingarhlutfall framfærsluláns, þegar árstekjur fara umfram frítekjumark, lækki úr 45 %, niður í 35 % eins og það var áður en því var breytt árið 2014. Einnig vilja LÍS að eftir námshlé megi sækja um fimmföldun frítekjumarks eins og áður var, í stað þreföldunar eins og nú er.
— Áherslur stúdenta um úthlutunarreglur LÍN

3.jpg

Áherslur stúdenta um úthlutunarreglur LÍN

2. október 2018 samþykkti fulltrúaráð LÍS sameiginlegar áherslur stúdenta hvað varðar úthlutunarreglur LÍN. Þær áherslur eru til grundvallar um allar kröfur sem LÍS leggja fram.

Áherslurnar má nálgast hér.


Facebook_cover_01.jpg

Students are not allowed to have it better

LÍS, the National Union for Icelandic Students, an umbrella organisation for all students in Iceland and Icelandic students abroad, is launching a campaign for better living conditions of students. Students have waited for too long for their conditions to improve and ended up with worse conditions than other social groups. It seems that students are not allowed to have it better. LÍN, the Icelandic Student Loan Fund has neglected its role of creating equal opportunities for different social groups.

It is time for students conditions to improve so they can both live and learn.

For that to happen, students’ basic support loans must be increased and the earnings threshold raised.


Increased basic support

LÍN, the Icelandic Students Loan Fund, loans students support according to different factors under which family status and residential conditions fall. The fund does only gives loans to 96% of the estimated needs of students. The estimated full basic support of a single student in rental housing is 192.000 ISK which means that a student on full loans receives 184.000 ISK per month to live on.

When the estimated basic support is compared with other social groups, it becomes clear that students have fallen behind. Basic unemployment benefits are 279.720 ISK per month and the minimum salary is 300.000 ISK.

1.jpg

2.jpg

Students’ earnings threshold

Since LÍN only loans 96 % of the estimated basic support the assumption is made that students take up a job while they are studying. An earnings threshold is in place, which is the maximum earnings students are allowed to earn before their loans are cut. The earnings threshold is 930.000 ISK per year before taxes. The earnings threshold has risen by 0% since 2014 while wages have risen by 43% according to the wage index of Statistics Iceland.


demands for the Icelandic Student Loan fund Allocation rules

The Union’s demands for the allocation rules of LÍN were approved at a Board Meeting on October 2nd 2018.

Found here (Icelandic)