Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Making Gender Equality and Student Well-Being a Priority

—English below—

LÍS tóku þátt í ráðstefnu að nafni Making Student Well-Being and Gender Equality a Priority (í. Forgangsröðun af vellíðan stúdenta og kynjajafnrétti). Ráðstefnan átti sér stað í Kaupmannahöfn 15.-17. október. Umsjón ráðstefnunnar var á vegum Danske Studerendes Fællesråd (í. Samtök danskra stúdenta) og Meginfélag føroyskra studenta (í. Samtök færeyskra stúdenta). Fyrirlesarar fluttu mismunandi atriði um málefni þvert á sviðum kynjajafnrétti og vellíðanar stúdenta. Eitt slíkt erindi var flutt af tveimur konum í forystu Ladies First, feminísk samtök í Danmörku. Fyrirlesararnir Louise Marie Genefke og Nikoline Nybo hvöttu þátttakendur að hugsa til kynjamunsins og einnig til eigin bjaga (e. biases) þar sem það varðar kynvitund. Annað erindi snérist um kostnaðarlausa ráðgjöf fyrir stúdenta á vegum Studenterrådgivningen (í. Stúdentaráðgjöf) og var flutt af Mariu Storgaard. Síðasta erindi var flutt af Sascha Faxe, verkefnisstjóri af Ventilen. Ventilen eru samtök sem spornar við einmannaleika ungmenna víða um Danmörku. Kynnt var fyrir þátttakendum hvað veldur einmannaleika og hvernig hægt er að koma í veg fyrir hann. Lært var mikið af þessum erindum. Vinnustofur unnaðar í kjölfar hvers erindis voru einnig okkur til hags.

Fulltrúar ráðstefnunnar / The conference’s representatives

Við skilum þökkum til allra þátttakenda í þessari ráðstefnu. Við hlökkum til að innleiða það sem við lærðum inn í starfsemi okkar samtaka.

LÍS participated in a conference called „Making Student Well-Being and Gender Equality a Priority“. The conference was held in Copenhagen from October 15th-17th. The conference was overseen by Danske Studerendes Fællesråd (English: Association of Danish Students) and Meginfélag føroyskra studenta (English: Association of Faroese Students). Presenters gave presentations about things relating to gender equality and student well-being. One such presentation was done by the two leaders of Ladies First, a feminist organization in Denmark. Lectureres Louise Marie Genefke and Nikoline Nybo encouraged participants to ponder the gender gap and also their own biases regarding gender. Another presentation was centered on free counsel that students are given by Studenterrådgivningen (English: The Student Counselling Service) and was carried out by Maria Storgaard. The last presentation was done by Sascha Faxe, project manager of Ventilen, a program meant to prevent loneliness amongst young adults in Denmark. Participants were told what contributes to loneliness and how to lessen it. A lot was learned from these presentations. Workshops were done after said presentations, which was to our benefit.

We thank everyone that took part in this conference. We look forward to incorporating all of what we learned into LÍS.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

LÍS taka undir yfirlýsingu SHÍ vegna úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna // LÍS supports SHÍ’s statement on the allocation rules of Menntasjóðu

LÍS vill leggja áherslu á mikilvægi þess að Menntasjóður mæti þörfum stúdenta varðandi hækkun grunnframfærslu, sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna faraldursins.

//

LÍS wishes to emphasize the importance of Menntasjóður meeting the needs of students regarding the increase in basic subsistence, particularly in light of the current situation of the pandemic.

Landssamtök íslenskra stúdenta.png

- English Below -

Í sumar fimmfaldaði Menntasjóður námsmanna frítekjumark þeirra stúdenta sem ekki höfðu verið í námi sl. 6 mánuði. Breytingarnar áttu sér stað vegna aðstæðna sökum faraldursins og hækkaði hámark heildartekna þessa stúdenta því allt að 6.820.000 kr. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ), líkt og LÍS, leit jákvæðum augum á þær breytingar sem væru að eiga sér stað, en höfðu þó orð á að úrræðið stæði ekki til boða þeim stúdentum sem þegar voru í námi. Nýlega kom að auki í ljós að Menntasjóður námsmanna hefði keyrt í gegn breytingar á frítekjumarkinu án þess að breyta úthlutunarreglum né auglýsa þessar breytingar meðal stúdenta. Þessar breytingar höfðu í för með sér að nemendur sem höfðu verið í námi, en ekki verið á námslánum sl. 6 mánuði, fengu einnig sjálfkrafa fimmfalda hækkun á frítekjumarki. SHÍ furðar sig á að Menntasjóður geri upp á milli námsfólks með þessum hætti og að nemendur fái ekki fréttir af svona stórum breytingum. SHÍ hefur metið að það hafi eflaust verið stúdentar sem ekki sóttu um námslán vegna skerðingar á frítekjumarki, en sem hefðu gert það við fregnir af hækkun frítekjumarks.

 

Núverandi umræða vegna úthlutunarreglna Menntasjóðs varðar tekjur stúdenta í bakvarðasveit. Bæði LÍS og SHÍ hafa lagt áherslu á að þátttaka stúdenta í bakvarðasveit eigi ekki að valda skerðingum á námslánum. SHÍ hefur fundið þörf á að frítekjumarkið verði endurskoðað m.t.t. allra stúdenta. Einnig hafi störf verið af skornum skammti vegna faraldursins, en þau hafa verið nauðsyn hjá mörgum stúdentum meðfram námslánum. SHÍ metur að vegna þessa, sé aukin þörf á að hækka frítekjumarkið og grunnframfærslu námslána. LÍS lýsti fyrr í sumar yfir áhyggjum sínum af of lágum grunnframfærslulánum og frítekjumarki. LÍS, ásamt fleiri stúdentahreyfingum, hafa krafist hækkun grunnframfærslu og frítekjumarks síðan í sumar. 

LÍS lýsir yfir fullum stuðningi við SHÍ í yfirlýsingu sinni vegna úthlutunarrerglna Menntasjóðs námsmanna.

 

LÍS vill leggja áherslu á mikilvægi þess að Menntasjóður mæti þörfum stúdenta varðandi hækkun grunnframfærslu, sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna faraldursins. Mikið atvinnuleysi ríkir meðal stúdenta og ljóst er að stúdentar geti ekki lifað einungis á grunnframfærslunni. Hækkun frítekjumarksins fyrir alla stúdenta kemur að auki til móts við þeim stúdentum sem hafa þörf á hærri ráðstöfunartekjum, sem og þeim stúdentum sem kunna hafa farið yfir frítekjumarkið fyrr á árinu en hafa síðar misst vinnuna. LÍS óskar að auki að Menntasjóður endurmeti umsóknarferlið og opni aftur fyrir umsóknir. Umsóknarfrestur Menntasjóðs var snemma á önn, en þá getur verið erfitt fyrir stúdenta að meta fjárhagsþörf sína og stöðu atvinnumarkaðs. 

Yfirlýsingu SHÍ má finna í heild sinni hér.

Fyrri yfirlýsingu LÍS um kröfu á hækkun grunnframfærslu námslána má finna hér.

LÍS supports Stúdentaráð Háskóla Íslands’ (SHÍ’s) statement on the allocation rules of Menntasjóður námsmanna

This summer, the Icelandic student loan fund, Menntasjóður, presented a fivefold increase in the maximum permitted income of students. The increase enabled eligible students to earn a maximum of 6.820.000 kr. alongside their student loans. Both Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) and LÍS have welcomed this improvement and have viewed it as a positive change in the allocation rules. However, this improvement was only available to students who had not been studying the previous 6 months. SHÍ pointed out the limitations of the offer, as it is not available to students who are in the midst of their studies. Recently, SHÍ found that Menntasjóður had implemented a change to the maximum permitted income of students, without making changes to the allocation rules or informing students about this change. The new changes automatically enabled current students, who had been studying the past 6 months but did not take a student loan, to receive a fivefold increase in their maximum permitted income. SHÍ addressed their surprise as to how Menntasjóður could differentiate students in this manner, and why this information was not conveyed further. Moreover, SHÍ evaluates that there have most likely been several students who did not apply for student loans due to their belief that there was a lower cap of maximum permitted income per student that would have severely reduced their loans. 


The current discussion regarding the allocation rules within Menntasjóður revolves around the students who are currently working in the reserve forces in the health sector. Both LÍS and SHÍ have highly emphasized the importance that students currently working increased hours in the reserve forces, in order to fight the virus, will not have their student loans severely reduced due to their work. SHÍ has expressed their opinion that the maximum permitted income limit should be reevaluated with regards to all students. Moreover, there has been a lack of job opportunities for students during the pandemic, but the income from student jobs often plays a fundamental role in students’ finances. SHÍ therefore evaluates that there is an increased need for a higher basic subsistence loan. Earlier this fall, LÍS made a statement regarding the organisation’s worries as to the low basic substance low as well as the restriction of a maximum permitted income cap. LÍS, amongst multiple other student organizations, have demanded an improvement in the basic subsistence loans, as well as a raise in the maximum permitted income amongst all students, since the summer. LÍS shows SHÍ full support on its statement regarding the allocation rules of Menntasjóður. 


LÍS wishes to emphasize the importance of Menntasjóður meeting the needs of students regarding the increase in basic subsistence, particularly in light of the current situation of the pandemic. Unemployment amongst students is visible and it is clear that students cannot survive solely on the basic subsistence. The raise in the maximum permitted income limit for all students would benefit students who need an increase in disposable income, as well as the students who have exceeded the maximum permitted income limit earlier this year, and later lost their jobs. LÍS wishes that Menntasjóður reconsiders its application process and opens up for applications again. The application deadline was early in the semester, limiting students in evaluating their financial need and the situation of the job market. 

SHÍ’s full statement can be found here.

LÍS’ previous statement demanding an increased basic subsistence can be found here.

Embed Block
Add an embed URL or code. Learn more
Read More