Á þessari síðu má sjá úrræði sem standa stúdentum til boða vegna geðkvilla og forvarnir. Athugið að listinn er ekki tæmandi.

Innan Háskóla Íslands:

Sálfræðiráðgjöf hjá náms-og starfsráðgjöf Háskóla Íslands
Stúdentar við Háskóla Íslands geta óskað eftir viðtali við sálfræðing á vegum náms-og starfsráðgjafar þeim að kostnaðarlausu. Senda skal fyrirspurn á netfangið salfraedingar@hi.is. Meðalbiðtími er tvær vikur. 

Sálfræðiráðgjöf meistaranema við Háskóla Íslands
Meistaranemar í sálfræði við Háskóla Íslands bjóða nemendum og börnum þeirra sálfræðimeðferð. Hver tími kostar 1.500 kr.- og hægt er að bóka tíma með því að hringja í síma 856-2526 og skilja eftir skilaboð með nafni og símanúmeri og haft verður samband til baka. Hægt er að kynna sér úrræðin frekar inná vef sálfræðideildar.

Hópmeðferðir á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ 
Boðið er uppá mismunandi hópmeðferðir fyrir stúdenta og er verð námskeiða mismunandi eftir umfangi, lengd og viðfangsefni. Þau eru auglýst á vefsíðu NSHÍ og send stúdentum HÍ í tölvupósti. 

Innan Háskólans í Reykjavík

Sálfræðiráðgjöf eða hópmeðferð hjá starfs- og námsráðgjöf
Stúdentar við Háskólann í Reykjavík geta óskað eftir viðtali hjá sálfræðingi eða tekið þátt í hópmeðferð HAM. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms-og starfsráðgjöf háskólans. Hægt er að bóka viðtal með því að senda póst á netfangið salfraedithjonusta@ru.is eða leitað beint til náms og starfsráðgjafar skólans.

Innan Listaháskóla Íslands

Sálfræðiráðgjöf á vegum námsráðgjafa LHÍ
Stúdentar geta bókað viðtal hjá sálfræðingi í gegnum námsráðgjöf skólans. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið bjorg@lhi.is fyrir upplýsingar og bókanir.

Utan háskóla

Mín Líðan
Mín líðan er eina fjarþjónustu sálfræðiráðgjöfin á Íslandi og býður skjólstæðingum upp á sálfræðiþjónustu á netinu. Netmeðferðarpakkinn er ódýrari en álíka mörg viðtöl við sálfræðing á stofu. Sækja skjólstæðingur um áskrift og hafa þá aðgengi að sálfræðingi í gegnum netspjall.

Geðhjálp
Hægt er að fá ókeypis ráðgjöf hjá Geðhjálp í formi viðtals, símtals eða í gegnum annarsskonar miðil en ekki ætlað sem meðferð. Panta þarf tíma fyrirfram með því að bóka í gegnum símann 570-1700 milli 09:00-15:00 virka daga.

Eftirfarandi símanúmer eru aðgengileg allan sólarhringinn 

Hjálparsími Rauða krossins 1717
Sjálfboðaliðar standa vaktina og hægt er að ræða nafnlaust við þá um allt milli himins og jarðar. 

Hjúkrunarfræðingar hjá heilsugæslum 1700 og 1770
Menntaðir hjúkrunarfræðingar eru til staðar til að svara fyrirspurnum skjólstæðinga um allskyns heilsutengd efni.

Neyðarsími 112
Ef um neyðarástand er að ræða skal tafarlaust hringja í 112.