Forskot til framtíðar

Frá vinstri: Berta Daníelsdóttir, Ingileif Friðriksdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir

Frá vinstri: Berta Daníelsdóttir, Ingileif Friðriksdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir

Þann 2. nóvember fór fram ráðstefnan ,,Forskot til framtíðar” á vegum Velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica sem fjallaði um vinnumarkað framtíðarinnar með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks. LÍS tóku þátt í skipulagi ráðstefnunnar ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema - SÍF. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ávarpaði ráðstefnugesti í upphafi dags. Umræðuefni ráðstefnunnar var víðfeðmt og var því skipt niður í nokkrar lotur þar sem teknar voru fyrir mannafla- og færnispár á íslenskum vinnumarkaði, leiðir til þess að undirbúa ungt fólk fyrir vinnumarkað framtíðarinnar, breytt vinnuumhverfi og breytt viðhorf til vinnu og áskoranir og tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar. Ingileif Friðriksdóttir hélt erindi fyrir hönd stúdenta sem bar heitið ,,Fljúgandi bílar og tíkallasímar” og fékk ráðstefnugesti til þess að velta fyrir sér hvort að framtíðarspár rætist í raun með samlíkingum við myndina ,,Back to the future”. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, tók svo þátt í pallborðsumræðum við lok ráðstefnunnar, ásamt Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, formanni SÍF, Ingileif Friðriksdóttur, Bertu Daníelsdóttur, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, og Ingva Hrannari Ómarssyni, kennara við Árskóla, og tóku fyrir áskoranir og tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar.