Rafrænt NOM81

Föstudag 8. apríl hélt LÍS áttugusta og fyrsta Nordisk Ordförande Møte, eða NOM81 fundinn. NOM er samráðsfundur landssamtaka stúdenta á Norður- og Eystrasaltslöndum og getur rekið söguna sína til 1946, þar sem Norrænn stúdentafundur átti sér stað í Árósum. Árið 2006 fengu þrjú landssamtök stúdenta í Eystrasaltslöndum fulla aðild að NOM, og standa nú tólf landssamtök frá tíu löndum að NOM: Avalak (Grænland), DSF (Danmörk), EÜL (Eistland), ILI ILI (Grænland), LÍS (Ísland), LSA (Lettland), LSS (Litháen), MFS (Færeyjar), NSO (Noregur), SAMOK (Finland), SFS (Svíþjóð) og SYL (Finland).

Dagskrá fundarins var þétt og margt rætt, en t.a.m. voru lög NOM endurskoðuð. Þema fundarins var Stúdenta minnihlutahópar og fengu NOM kynningu frá Q-félagi hinsegin stúdenta. Rætt var um mikilvægi kynhlutlausa orðanotkun til að tryggja inngildingu allra kynja. LÍS ávarpaði að það væri löngu orðið tímabært að uppfæra reglugerðir Evrópusamband stúdenta (ESU) í samræmi við breytta tíma og að þau ættu að gera ráð fyrir fleiri kynjum en kynjatvíhyggjan gerir.

Fundurinn gekk vonum framar og þakkar LÍS öllum þeim sem komu að skipulagningu fundarins.

Með von um þetta verði síðasti rafræni fundur NOM í bili!

Previous
Previous

Nánar um framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2022-2023 // More info on applications for LÍS Executive committee 2022-2023

Next
Next

NAIS3 í Danmörku