Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra! / LÍS seek an executive director!

Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra fyrir starfsárið 2022-2023.

Ert þú næsti framkvæmdastjóri LÍS?

Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða, innheimta kröfur, sér um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna. Framkvæmdastjóri hefur rétt til setu, málfrelsi og tillögurétt á öllum fundum fulltrúaráðs og framkvæmdastjórnar en ekki atkvæðisrétt. Framkvæmdastjóri fer fyrir fjármálanefnd en hún hefur það verkefni að sækja um styrki fyrir hönd félagsins og skipulagningu  viðburða.

Starfið býður upp á frábæra reynslu af starfi félagasamtaka og hentar vel með skóla.

Hæfniskröfur: 

  • Þekking og reynsla af fjármálum og bókhaldi

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur 

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku 

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

  • Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi

Framkvæmdastjóri verður ráðinn í 40% starf frá 1. ágúst næstkomandi til 1. júní 2023 (með möguleika á áframhaldandi starfi) og hefur vinnuaðstöðu á skrifstofu LÍS í Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Laun eru samkvæmt kjarasamningum.

Umsókn sendist á netfang samtakanna lis@studentar.is með kynningarbréfi auk ferilskrá.

Spurningum um starfið er hægt að beina til forseta LÍS: 

Alexandra Ýr van Erven, lis@studentar.is, s. 6946764

Umsóknarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 27. júlí

//

LÍS are seeking a new executive director!

According to LÍS's law, the managing director handles day-to-day operations and oversees the association's finances. The managing director is responsible for e.g. is responsible for paying the fees that the association must pay, collects claims, takes care of the preparation of the budget and has a power of attorney for the association's accounts. The Executive Director has the right to sit, speak and make proposals at all meetings of the Representative Council and the Executive Board, but not the right to vote. The managing director is in charge of the finance committee, which has the task of applying for grants on behalf of the company and organizing events.

The job offers great experience from the work of NGOs and is well suited to schools.

  • Qualification requirements:

  • Knowledge and experience of finance and accounting

  • An education that is useful in the job is an advantage

  • Good interpersonal skills

  • Good knowledge of Icelandic and English

  • Independent and disciplined work methods

  • Other knowledge and experience that is useful in the job

The executive director will be hired for a 40% job from 1 st August next to 1st of June 2023 (with the possibility of continuing work) and has work facilities at the LÍS office in Borgartún 6, 105 Reykjavík. Wages are according to wage agreements.

The application is sent to the e-mail address of the association lis@studentar.is with a cover letter and CV.

Questions about the job can be directed to the president of LÍS:

Alexandra Ýr van Erven, lis@studentar.is, p. 6946764

The application deadline is midnight on Wednesday 27th of July



Previous
Previous

LÍS og Gæðaráð íslenskra háskóla óska eftir stúdentafulltrúa í stofnanaúttekt á Landbúnaðarháskóla Íslands

Next
Next

Ný framkvæmdastjórn LÍS tekin til starfa!