LÍS leita að markaðsstjóra!

Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 15. nóvember og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður rafrænt af fulltrúaráði vikuna 19.-23. nóvember.

Lýsing á hlutverki markaðsstjóra úr lögum LÍS:

27. gr. Markaðsstjóri
Markaðsstjóri sér um að koma samtökunum á framfæri og skal semja markaðsáætlun í upphafi starfsárs. Markaðsstjóri skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal framhalds- og háskólanema. Markaðsstjóri ber ábyrgð á útgáfu LÍS svo sem á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prenti. Markaðsstjóri sér um viðburði sem haldnir eru á vegum samtakanna. Markaðsstjóri er yfir markaðsnefnd.

Lýsing á hlutverki markaðsstjóra úr verklagi LÍS:

  • Markaðsstjóri skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal framhalds- og háskólanema.

  • Markaðstjóri sækir umboð sitt til fulltrúaráðs.

  • Í upphafi stjórnartíðar nýrrar framkvæmdastjórnar ber markaðstjóri ábyrgð á mótun áætlunar varðandi markaðsstarfsemi LÍS fram að næsta landsþingi. Áætlun þessi er lifandi og breytist stöðugt yfir tímabil hvers fulltrúaráðs en miðað er við að markaðsstjóri leggi fram drög að áætluninni fyrir fulltrúaráð einum mánuði eftir að hann tekur formlega við embætti.

  • Markaðsstjóri ber ábyrgð á útgáfu LÍS svo sem á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prenti. Hann ber ábyrgð á að miðlarnir séu ávallt virkir.

  • Markaðsstjóri sér um viðburði sem haldnir eru á vegum samtakanna.

  • Markaðsstjóri hefur yfirumsjón með markaðsnefnd, heldur utan um starf nefndarinnar og ber ábyrgð á því að markaðsnefndin sinni hlutverki sínu vel.

  • Markaðsstjóri er formaður markaðsnefndar.

  • Markaðsstjóri sér um að boða markaðsnefnd á fundi og gegnir jafnframt stöðu fundarstjóra, ásamt því að skipa fundarritara.

  • Markaðsstjóri hefur umsjón með sameiginlegu skjala- og gagnasafni markaðsnefndar sem geymd er inni á sameiginlegum gagnagrunni LÍS í þar tilgerðri möppu sem tilheyrir markaðsnefnd.

Previous
Previous

NOM74 í Ríga: Student engagement in student movement as part of civic society

Next
Next

Stuðningsyfirlýsing LÍS við SHÍ vegna tanngreininga á hælisleitendum innan Háskóla Íslands