Gæðanámskeið LÍS - Gæði eru æði!

GÆÐI ERU ÆÐI!

Fyrsta gæðanámskeið LÍS fer fram rafrænt sunnudaginn 18. apríl næstkomandi frá 10:00-13:00!

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 17, 17. apríl. Skráning er hér svo hægt sé að senda Zoom hlekk á þátttakendur.

Fyrirlesarar verða Ragnar Auðunn Árnason, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Eygló María Björnsdóttir og Erna Sigurðardóttir og finna má Facebook viðburðinn hér

Á námskeiðinu geta stúdentar og aðrir áhugasamir fræðst um það sem varðar gæði í íslenskum háskólum, hvernig stúdentar geta notað rödd sína og staðið vörð um gæði háskólanáms síns. Farið verður yfir allt það helsta er varðar gæði ásamt því að kynnt verða úttektarferli og gæðamat á háskólunum og hvernig stúdentar geta undirbúið sig og fengið sem mest úr ferlinu.

Tilgangur námskeiðsins er að efla þekkingu og vitneskju stúdenta á gæðamálum ásamt því að virkja fleiri stúdenta og auka áhuga þeirra á þáttum tengdum gæðum í íslenska háskólakerfinu.

Námskeiðið fer fram á íslensku og er styrkt af ráðgjafarnefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla.

Ef spurningar vakna hafið samband við Indiu Bríeti gæðastjóra LÍS (india@studentar.is)

——————————————————

EVERY DAY IS QUALITY DAY

LÍS' first Quality Course will take place online next Sunday, the 18th of april at 10:00-13:00!

Sign up here before 17:00 on the 17th of April so we can send participants the Zoom link.

The speakers are, Ragnar Auðunn Árnason, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Eygló María Björnsdóttir og Erna Sigurðardóttir and here you can find the Facebook event

Students and others interested will be able to learn about matters involving quality assurance in Icelandic universities, how they can influence and improve the quality of their courses and university education. The course covers the main factors involved in quality assurance as well as reviewing universities and helping students to prepare themselves in order to get the most of the process.

The goal of the course is to increase students' knowledge with regards to quality as well as encouraging students to participate in an active way to improve quality within higher education.

The course will be held in Icelandic and is sponsored by the Quality Council

If you have any questions please contact India Bríet, LÍS's Quality Assurance Officer (india@studentar.is)


Previous
Previous

Óskað eftir stúdentafulltrúa í úttekt á Listaháskóla Íslands / Seeking student representative for a review of the Iceland Academy of the Arts

Next
Next

Yfirlýsing LÍS um aðlögun námsmats í háskólum vegna COVID-19 / LÍS' statement on the adjustment of assessment in universities due to COVID-19