Haustþing LÍS 2022 og þema Landsþings afhjúpað!

Haust er þegar laufin fara að falla, pumpkin spice latte fæst á kaffitár, gular viðvaranir snúa aftur og Haustþing LÍS er haldið.

Meðlimir LÍS í framkvæmdastjórn, fulltrúaráði og nefndum samtakanna hittust saman laugardaginn 8. október í höfuðstöðum LÍS í Borgartúni.

Helga Lind Mar með kynningu um stofnun LÍS og mikilvægi starfsins.

Sérstakur gestur og fyrrum LÍS-ari Helga Lind Mar setti þingið með hvetjandi hugvekju og umræðu um stofnun LÍS og mikilvægi starfsins okkar. Þar á eftir tóku meðlimir framkvæmdarstjórnar við og kynntu sínar verkáætlanir fyrir komandi starfsár.

Á síðasta fulltrúaráðsfundi var þema Landsþings LÍS ákveðið og verður þema ársins fjölskyldumál stúdenta. Í tengslum við það fengum við kynningar frá þremur mæðrum í háskólanámi, þeim Birgittu Ásbjörnsdóttur, hagsmunafulltrúa NFHB Jónu Guðbjörgu Ágústsdóttur, forseta fjölskyldunefndar SHÍ og Nönnu Hermannsdóttur, meðstjórnanda SÍNE. Þær ræddu sína reynslu af því að vera foreldri, reynslu sína af lánasjóðskerfinu og háskólanámi almennt. Við þökkum þeim sérstaklega fyrir komuna og fyrir mjög fræðandi kynningar um mikilvægan málaflokk.

Jóna Guðbjörg, forseti Fjölskyldunefndar SHÍ með kynningu.

Við enduðum þingið í tveimur vinnustofum þar sem rætt var í þaula um hvaða málaflokkar innan stúdentabaráttunnar eiga að heyra undir fjölskyldustefnu og hvernig geta LÍS og stúdentahreyfingar beitt sér fyrir hagsmunabaráttu foreldra í námi?

Eftir þing var trítlað á happy hour og enduðum daginn í hlátrasköllum og skemmtilegheitum.

——— English —--—

Autumn is when the leaves start to fall, pumpkin spice lattes are available in Kaffitár, yellow warnings return and LÍS's Autumn assembly is held.

The members of LÍS's executive board, representative council and the association's committees met on Saturday, October 8, at LÍS's headquarters in Borgartún.

Special guest and former LÍS member Helga Lind Mar opened the session with an inspiring, thought-provoking discussion about the establishment of LÍS and the importance of our work. After that, the members of the executive board took over and presented their project plans for the coming working year.

At the last representative council meeting, the theme of LÍS's National Assembly was decided, and this year's theme will be student family issues. In connection with that, we received presentations from three mothers in university, Birgitta Ásbjörnsdóttir, NFHB representative, Jóna Guðbjörga Ágústsdóttir, president of SHÍ's family committee and Nanna Hermannsdóttir, co-member of SÍNE.

They discussed their experience of being a parent, their experience with the loan fund system and university education in general. We especially thank them for coming and for very informative presentations on an important issue.

We ended the session in two workshops where we discussed , which issues within the student struggle should come under family policy and how can LÍS and student movements act for the interest of parents in education?

After the meeting, we went to happy hour and ended the day with laughter and fun.

Previous
Previous

Auglýst eftir umsóknum í ráðgjafanefnd til að auka nýliðun kennara // Open for applications for a post in an advisory committee to increase the recruitment of teachers.

Next
Next

Nýr framkvæmdastjóri á skrifstofu Landssamtaka íslenskra stúdenta