Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Grein í tilefni af 5 ára afmæli LÍS

Háskólaárin geta skipt sköpum við að undirbúa ungt fólk fyrir virka þátttöku á vinnumarkaðinum og í lýðræðissamfélagi þar sem rödd þeirra fær að heyrast. Til að háskólar standi undir þessu veigamikla verkefni verða þeir að bjóða upp á nám og kennslu sem styður háskólanema í að öðlast þekkingu, leikni og hæfni sem mun nýtast þeim í framtíðinni í námsumhverfi þar sem hagsmunir þeirra eru tryggðir. Á þeim fimm árum sem eru liðin síðan Landssamtök íslenskra stúdenta voru stofnuð hafa samtökin fest sig í sessi sem sameinuð rödd stúdenta á Íslandi – rödd sem veitir aðhald og stendur vörð um þessa hagsmuni.

R'UNASIGGI.jpg

Háskólaárin geta skipt sköpum við að undirbúa ungt fólk fyrir virka þátttöku á vinnumarkaðinum og í lýðræðissamfélagi þar sem rödd þeirra fær að heyrast. Til að háskólar standi undir þessu veigamikla verkefni verða þeir að bjóða upp á nám og kennslu sem styður háskólanema í að öðlast þekkingu, leikni og hæfni sem mun nýtast þeim í framtíðinni í námsumhverfi þar sem hagsmunir þeirra eru tryggðir. Á þeim fimm árum sem eru liðin síðan Landssamtök íslenskra stúdenta voru stofnuð hafa samtökin fest sig í sessi sem sameinuð rödd stúdenta á Íslandi – rödd sem veitir aðhald og stendur vörð um þessa hagsmuni.

Rannís hefur það hlutverk að styðja við rannsóknir, nýsköpun, menntun, menningu, æskulýðsstarf og íþróttir og eru háskólamál þar engin undantekning. Hér er rekin Landskrifstofa Erasmus+, sem meðal annars býður upp á tækifæri fyrir stúdenta til að auka færni sína og fá fjölbreyttari námsmöguleika með dvöl erlendis. Vandað starf LÍS í alþjóðamálum, ekki síst með stefnu samtakanna um alþjóðavæðingu íslensks háskólasamfélags, hefur hjálpað okkur við að skerpa á mikilvægi þess að nemendur hafi jafnt aðgengi að námstækifærum erlendis, að greina hvaða hindranir geta helst komið upp og að finna lausnir. Við deilum þeirri sýn að þátttaka í áætlun eins og Erasmus+ auki gagnrýna hugsun og þekkingu og geti stuðlað að umburðarlyndara samfélagi. Verkefni eins og Student Refugees á Íslandi, sem LÍS tekur þátt í til að auðvelda flóttafólki að sækja um og hefja nám á háskólastigi á Íslandi, sýna vel hvað samtökin geta komið góðu til leiðar í þessum efnum.

Rannís hefur á undanförnum árum átt í formlegu samstarfi við LÍS með þátttöku í Bologna Reform in Iceland (BORE), stefnumótunarverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins á sviði háskólastigsins og nútímavæðingar þess. Markmið verkefnisins er meðal annars að treysta stöðu stúdenta í gæðamálum en stúdentar eru, og hafa verið, öflugir þátttakendur í rammaáætlun Gæðaráðs íslenskra háskóla um eflingu gæða. Sérstaklega ber að nefna að LÍS tilnefnir einn meðlim í Gæðaráð og einn áheyrnarfulltrúa til að sitja fundi ráðsins. Er því óhætt að segja að sjónarmið stúdenta hafi því fengið aukinn sess í umræðu og ákvarðanatöku ráðsins. Einnig tilnefnir LÍS tvo fulltrúa í ráðgjafarnefnd Gæðaráðs, en þar sitja einnig allir gæðastjórar háskólanna. Frá upphafi hafa stúdentar tekið þátt í störfum nefndarinnar, og til dæmis komið að skipulagningu ráðstefna um gæðamál sem nefndin hefur haldið, miðlað upplýsingum til nefndarinnar um strauma og stefnur í hagsmunabaráttu stúdenta á alþjóðavettvangi, og almennt séð til þess að stúdentar hafi öfluga málsvara á þessum vettvangi. Að lokum skal geta þess að LÍS samþykkti metnaðarfulla gæðastefnu sína á síðasta ári, og lyfti þar sannkölluðu grettistaki. Gæðastefnan er leiðarhnoða sem greiðir för til aukinna gæða, stúdentum og öðrum háskólaborgurum til mikilla hagsbóta.

Um leið og við óskum LÍS hjartanlega til hamingju með afmælið viljum við þakka samtökunum fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf á síðastliðnum fimm árum. Framlag ykkar er mikilvægt og við hlökkum til að starfa áfram með ykkur áfram að bættu háskólasamfélagi á Íslandi.

Rúna Vigdís Guðmarsdóttir

Sigurður Óli Sigurðsson

Sérfræðingar hjá RANNÍS, Rannsóknarmiðstöð Íslands.

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er önnur í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Órar úr efri kojunni

Þarna lá ég, í efri koju á dönsku hosteli vorið 2012, að morgni fyrstu ráðstefnunnar minnar á vegum Evrópusamtaka Stúdenta og hlustaði í hroturnar í herbergisfélögum mínum, steinrunnin. Þegar ég fékk lykilinn daginn áður sagði konan í móttökunni að ég yrði með þremur stelpum í herbergi en að þær kæmu ekki fyrr en seint. Mér brá því nokkuð þegar ég vaknaði, velti mér á hliðina og við blöstu tveir íturvaxnir og hálfberir finnskir karlmenn, þeir Jyri og Juha. Hroturnar komu að mestu frá Finnanum í neðri kojunni, Kim sem var fíngerðari en með engu færri Y-litninga.

Annamarsy_lis5ar

Þarna lá ég, í efri koju á dönsku hosteli vorið 2012, að morgni fyrstu ráðstefnunnar minnar á vegum Evrópusamtaka Stúdenta og hlustaði í hroturnar í herbergisfélögum mínum, steinrunnin. Þegar ég fékk lykilinn daginn áður sagði konan í móttökunni að ég yrði með þremur stelpum í herbergi en að þær kæmu ekki fyrr en seint. Mér brá því nokkuð þegar ég vaknaði, velti mér á hliðina og við blöstu tveir íturvaxnir og hálfberir finnskir karlmenn, þeir Jyri og Juha. Hroturnar komu að mestu frá Finnanum í neðri kojunni, Kim sem var fíngerðari en með engu færri Y-litninga.

Þegar tríóið vaknaði kom auðvitað í ljós að þetta voru hinir mestu mektarmenn. Þeir réttu mér fötin mín upp í koju og buðu mér sjúss af lífsvökvanum Miintu sem er kalt í munni en vermir hjartað og bragðast eins og hið besta tannkrem. Þar sem ég var eini Íslendingurinn á ráðstefnunni tóku þeir mig undir sinn væng og útskýrðu fyrir mér illskiljanlega dagskrárliði, ýmsar skrítnar skammstafanir og ekki síst millilandapólitíkina. Þeir voru frá regnhlífasamtökum stúdenta í Finnlandi – raunar voru nær allir ráðstefnugestir frá slíkum samtökum, innan og utan Evrópu. Sem fulltrúi SHÍ gat ég hinsvegar aðeins talað fyrir hönd stúdenta einnar stofnunnar, Háskóla Íslands. Þegar ég lagðist í kojuna mína síðasta kvöldið, umkringd elsku Finnunum mínum, gat ég ekki varist þeirri hugsun að eitthvað vantaði.

Þegar heim var komið spurðist ég fyrir – Afhverju áttu Íslendingar sjö háskóla en ekkert sameiginlegt hagsmunaafl? Það stóð ekki á svörum: sökum gríðarlegs muns á nemendafjölda milli skólanna höfðu stærstu stúdentafélögin, SHÍ og SFHR aldrei getað komið sér saman um atkvæðahlutfall í stjórn svo regnhlífasamtökin voru aldrei stofnuð. Nú virtist tíminn hinsvegar kominn. Snemma árs 2013 kom í ljós að fyrirhugaðar væru stórar breytingar á LÍN sem væru afar bagalegar fyrir stúdenta. Það leiddi til aukins samvinnuvilja milli stúdentafélaganna og dómsmáls þar sem stúdentar höfðu betur.

Raddirnar runnu í eitt

Hvað LÍS varðar slógu fulltrúar Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst nær samstundis til. Skömmu síðar var HR komið á vagninn og fljótlega áttu allir stúdentar á Íslandi og íslenskir stúdentar erlendis sína fulltrúa í undirbúningshóp Landssamtaka íslenskra stúdenta. Verkið var þó ekki auðsótt. Stundum var lítið sofið og stundum var rifist, bæði fyrir og eftir stofnunina enda kom í ljós að það er meira en bara að segja það að stofna félag sem ætlað er að þjóna svo ólíkum nemendahópum.

Oft var erfiðast að eiga við mitt heimafélag, SHÍ, enda hefur félagið ekki aðeins langstærsta skjólstæðingafjöldann heldur einnig umdeilda sögu af sundurlyndri stúdentapólitík þar sem baráttan snérist gjarnan um völd fremur en hagsmuni. Svo LÍS mætti verða þurfti að vinda ofan af slíkum hugsunarhætti; SHÍ þurfti nefnilega alls ekki á hinum félögunum að halda, það voru hin félögin sem þörfnuðust SHÍ.

Það telst SHÍ því til mikilla tekna að hafa gengið inn í samstarfið með þeim hætti sem gert var. Í raun má sú ákvörðun teljast fordæmisgefandi fyrir fólk og hópa í samfélaginu sem eru í svipaðri stöðu og er jafnframt kjarninn í því sem LÍS stendur fyrir. Þegar þeir sterkustu brjóta odd af oflæti sínu og veita þeim smærri hluta valdsins er það heildinni til heilla.

LÍS eru allt í senn vettvangur fyrir stúdenta til að bera saman bækur sínar varðandi innanskólamál og sameinuð rödd gagnvart íslenskum og erlendum yfirvöldum. Samtökin eru lítið félag með stórt hjarta og skýran vilja til að styrkja menntun á Íslandi. Þau eru sýnilegri og fagmannlegri með hverju árinu en þar að baki liggur linnulaus sjálfboðavinna, vinna sem mig óraði ekki fyrir þar sem ég lá stjörf í kojunni minni 2012.  LÍS var og er hópátak. Samtökin þarfnast margra handa í verk sem aldrei lýkur en svo lengi sem það skilar árangri er starfið þess virði. Það var það fyrir mig, og ég trúi að það sama gildi um aðra stofnaðila.

Í dag finnst mér ég ekki eiga mikið í samtökunum en þau eiga mikið í mér. Ég er stolt og hrærð að fá að fagna fimm ára afmæli þeirra – áfanga sem eitt sinn var aðeins fjarlægur draumur  – og óska stjórn, aðildarfélögum og stúdentum innilega til hamingu.

Anna Marsibil Clausen
Fyrsti formaður LÍS (2013 – 2014)

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er fyrst í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Read More
Salka Sigurðardóttir Salka Sigurðardóttir

European Students’ Convention 36 í Vín

European Students’ Convention (ESC) er reglubundin ráðstefna sem LÍS sækir tvisvar á ári sem er á vegum European Students’ Union (ESU) þar sem fulltrúar 45 landssamtaka stúdenta frá 39 löndum koma saman. Á rástefnunni eru ýmis málefni sem varða stúdenta í Evrópu tekin fyrir og rædd, ásamt því að undirbúningsvinna fyrir stjórnarfund ESU, sem er einnig haldinn tvisvar á ári og er æðsta ákvörðunarvald ESU, á sér stað.

European Students’ Convention (ESC) er reglubundin ráðstefna sem LÍS sækir tvisvar á ári sem er á vegum European Students’ Union (ESU) þar sem fulltrúar 45 landssamtaka stúdenta frá 39 löndum koma saman. Á rástefnunni eru ýmis málefni sem varða stúdenta í Evrópu tekin fyrir og rædd, ásamt því að undirbúningsvinna fyrir stjórnarfund ESU, sem er einnig haldinn tvisvar á ári og er æðsta ákvörðunarvald ESU, á sér stað.

European Students’ Convention var haldin í 36 skiptið í Vín á dagana 23.-26. september. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,Public Good Public Responsibility”. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður og Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti sóttu ráðstefnuna fyrir hönd LÍS.

mynd 1.jpg


Ráðstefnugestir sóttu fjölbreyttar vinnustofur til að nefna varðandi nýju Persónuverndarlögin og höfundarrétt (e. GDPR and Copyright), upplýsingar og niðurstöður Eurostudent (e. Eurostudent Database), hvernig samstarf og samband milli landssamtaka og aðildafélaga er háttað (e. How do the national union connect with its local/member unions?).

Einnig voru sóttar vinnustofur um breytingar á kosningakerfi ESU, ný mál innan Evrópusambandsins sem og vinnustofu á vegum írsku landssamtakanna um svokallaðan Samstarfssamning (e. Partnership agreement)  á milli Landssamtaka stúdenta og ríkisstjórnar, þar sem samningur er gerður á milli þessara tveggja aðila þar sem full þátttaka stúdenta og aðkoma að borðinu í öllum stigum í ákvörðunarferli er tryggð.

mynd2.jpg

Ráðstefnugestir sóttu einnig Gender Session þar sem þeim var skipt upp í hópa til þess að skilgreina hugtök á borð við fordóma (e. Prejudice), mismunun (e. Discrimination), kúgun/kerfisbundin kúgun (e. Oppression/systematic oppression) og forréttindi (e. Privilege).

mynd3.jpg

Women’s Meeting er fundur sem er haldinn á ESU viðburðum, þar sem allir sem skilgreina sig vera konur er velkomið að sækja. Women’s Meeting er öruggur vettvangur fyrir konur innan ESU fyrir umræður og stuðning. Á sama tíma og Women’s meeting var Masculinity Workshop haldið í fyrsta skipti á ESU viðburði og gekk það vonum framar samkvæmt skipuleggjendum vinnustofunnar.

Fulltrúar LÍS héldu sátt heim til Íslands full af metnaði með nýja vitneskju sem mun koma starfsemi LÍS vel að notum.


Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Nýafstaðin ráðstefna LÍS; Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?

Ráðstefnan „Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?“ fór fram á laugardaginn síðasta, 13. október, í Háskólanum í Reykjavík og var hún haldin af LÍS í samstarfi við RANNÍS og Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Þar komu saman fulltrúar þeirra sem gæðamál í íslensku háskólakerfi varða, stúdentar, starfsfólk háskólanna og hinir ýmsu hagaðilar. Tilgangur dagsins var að gera gæðamál, og ýmis önnur málefni er varða stúdenta, aðgengilegri fyrir alla þá sem þau varða.

Ráðstefnan „Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?“ fór fram á laugardaginn síðasta, 13. október, í Háskólanum í Reykjavík og var hún haldin af LÍS í samstarfi við RANNÍS og Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Þar komu saman fulltrúar þeirra sem gæðamál í íslensku háskólakerfi varða, stúdentar, starfsfólk háskólanna og hinir ýmsu hagaðilar. Tilgangur dagsins var að gera gæðamál, og ýmis önnur málefni er varða stúdenta, aðgengilegri fyrir alla þá sem þau varða.

Í byrjun dags fluttu Sigurður Óli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Gæðaráðs íslenskra háskóla og Erna Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi LÍS í ráðinu, erindi um hvernig gæðakerfi í íslensku háskólakerfi eru byggð upp.

Aldís Mjöll Geirsdóttir, gæðastjóri LÍS, opnaði ráðstefnuna og kynnti afrakstur tveggja gæðaverkefna. Annars vegar „Leiðarvísir fyrir stúdenta um gæðastarf háskólanna“ þar sem aðkoma stúdenta að hinum ýmsu málum er varða gæðastarf innan háskólanna er útskýrð á aðgengilegan hátt, leiðarvísinn má finna með því að smella hér. Hins vegar hlaðvarpið „Stúdentaspjallið“, þar sem talað er um gæðamál á einfaldan og skemmtilegan hátt. Stúdentaspjallið er hugsað sem aðgengileg leið fyrir alla þá sem hafa áhuga á gæðamálum innan háskólanna að kynna sér uppbyggingu þeirra. Fyrsta þáttinn, „Hvað eru eiginlega gæði náms?“ má finna með því að smella hér.

Ráðstefnugestir voru beðnir um að svara því hvað þeir töldu falla undir gæði náms.

Ráðstefnugestir voru beðnir um að svara því hvað þeir töldu falla undir gæði náms.

Þá voru haldnir örfyrirlestrar um hin ýmsu mál sem snúa að stúdentum. Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti LÍS, og Sonja Björg Jóhannsdóttir, jafnréttisfulltrúi LÍS, kynntu verkefnið “Student Refugees” sem LÍS eru að setja af stað þessa dagana. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, hélt erindi um Eurostudent könnunina, þar sem fjallað er um efnahags- og félagslegan hag stúdenta í 28 evrópuríkjum og er þetta í fyrsta skipti sem tölfræðileg gögn liggja fyrir um hag íslenskra stúdenta. Sigrún Jónsdóttir, ritari LÍS, fjallaði um sýn stúdenta á húsnæðismarkaðinn og stöðuna sem þeir standa frami fyrir, hvort sem þeir eru á leigumarkaði eða að hugsa um að kaupa sér fasteign. Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Helga Lind Mar héldu fyrirlestur um viðbragðsáætlanir háskólanna við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Teitur Erlingsson, varaformaður LÍS, hélt erindi þar sem þeir tveir lánasjóðir sem standa stúdentum til boða voru bornir saman og staða LÍN var rædd frá sjónarhorni stúdenta. Alla þessa fyrirlestra má finna með því að smella hér.

Á ráðstefnuna mættu einnig erlendir sérfræðingar um gæðamál og aðkomu stúdenta að þeim, það voru þau Dale Whehelan og Aimee Connelly frá Írlandi og Marija Vasilevska frá Makedóníu. Þau gáfu okkur innsýn í gæðastarf innan háskóla og hversu mikilvæg aðkoma stúdenta er að öllu gæðastarfi og hvernig megi nálgast hana. Erindi þeirra má finna með því að smella hér.

Fulltrúar LÍS á ráðstefnuninni 13. október.

Fulltrúar LÍS á ráðstefnuninni 13. október.

Samtökin vilja þakka öllum þeim er komu að undirbúningi ráðstefnunnar fyrir og einnig þakka þeim gestum sem komu og sóttu ráðstefnuna um þetta mikilvæga málefni.

Read More
Salka Sigurðardóttir Salka Sigurðardóttir

Taktu þátt og hafðu áhrif! Student Refugees Íslandi

Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir sjálfboðaliðum í starfshóp Student Refugees á Íslandi. Student Refugees er verkefni að danskri fyrirmynd en Landssamtök danskra stúdenta (DSF) og Studenterhuset í Danmörku halda uppi vefsíðunni www.StudentRefugees.dk. LÍS vilja yfirfæra verkefnið að íslenskum stöðlum og setja upp vefsíðuna StudentRefugees.is sem mun halda utan um allar þær upplýsingar sem flóttafólk þarf á að halda til að sækja um og hefja nám á háskólastigi á Íslandi.

LANDSSAMTÖK ÍSLENSKRA STÚDENTA ÓSKA EFTIR (8).jpg

Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir sjálfboðaliðum í starfshóp Student Refugees á Íslandi.

Student Refugees er verkefni að danskri fyrirmynd en Landssamtök danskra stúdenta (DSF) og Studenterhuset í Danmörku halda uppi vefsíðunni www.StudentRefugees.dk. LÍS vilja yfirfæra verkefnið að íslenskum stöðlum og setja upp vefsíðuna StudentRefugees.is sem mun halda utan um allar þær upplýsingar sem flóttafólk þarf á að halda til að sækja um og hefja nám á háskólastigi á Íslandi.

Markmið starfshóps Student Refugees á Íslandi er að afla gagna og upplýsinga fyrir leiðarvísi verkefnisins og setja upp handbók sem nýtist við gerð vefsíðunnar. Stefnt er að því að vefsíðan fari í loftið í ágúst 2019.

Hæfniskröfur:

  • Hafa brennandi áhuga á málefnum flóttafólks

  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

  • Reynsla af félagsstörfum er kostur

Umsókn sendist á verkefnastýrur verkefnisins með stuttri kynningu á þér auk ferilskrá.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 22.október 2018.

//

The National Union for Icelandic Students (LÍS), is looking for volunteers to participate in a Working Group for the project Students Refugees in Iceland.

Student Refugees is a project from a Danish model where The National Union for Danish Students (DSF) and Studenterhuset in Denmark run the website www.StudentRefugees.dk. LÍS wants to adjust the project to Icelandic standards and set up the website StudentRefugees.is, the website will handle all the information that refugees need to apply for universities in Iceland.

The purpose of the Student Refugees working group in Iceland is to provide data and information for the project guide and to set up a manual that is useful for making the website. The aim is to launch the website in August 2019.

Qualifications:

  • Have a keen interest in the affairs of refugees

  • Outstanding communication skills

  • Independent and disciplined at work

  • Experience of social work is an advantage

Applications are submitted to the project managers with a brief description of you as well as your CV.

  • Salka Sigurðardóttir, International Officer of LÍS, salka@studentar.is, +354 861 6540

  • Sonja Björg Jóhannsdóttir, Equal Rights Officer of LÍS, sonja@studentar.is, +354 616 2620

The deadline for applications is at 11.59PM, monday the 22nd of October 2018.


Read More