Kamilla Dogg Gudmundsdottir Kamilla Dogg Gudmundsdottir

Jólakveðja frá LÍS

Landssamtök íslenskra stúdenta óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Við þökkum kærlega fyrir samstarfið og allar góðu stundirnar á árinu sem er að líða og hlökkum til að takast á við ný verkefni á komandi ári.

Við viljum einnig benda ykkur á að skrifstofa LÍS verður lokuð frá 21. desember til 2. janúar.

47479748_2138750036188703_3329586728078934016_n.png
Read More
Guest User Guest User

Nýr markaðsstjóri LÍS

Kosið var um nýjan markaðsstjóra LÍS í rafrænni kosningu sem fór fram innan fulltrúaráðs í lok nóvember. Kamilla Dögg Guðmundsdóttir hlaut kjör til embættisins en Kamilla sinnti áður nefndarstörfum innan markaðsnefndar.

Kosið var um nýjan markaðsstjóra LÍS í rafrænni kosningu sem fór fram innan fulltrúaráðs í lok nóvember. Kamilla Dögg Guðmundsdóttir hlaut kjör til embættisins en Kamilla sinnti áður nefndarstörfum innan markaðsnefndar. Kamilla útskrifast úr miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst næstkomandi febrúar og er það mikil gæfa fyrir samtökin að fá öflugan einstakling eins og Kamillu með í lið.  

Framkvæmdastjórn er þar með fullskipuð að nýju en mörg verkefni eru fyrir höndum og eru LÍS full tilhlökkunar fyrir nýju ári.


Nýr markaðsstjóri LÍS - Kamilla Dögg

Nýr markaðsstjóri LÍS - Kamilla Dögg

Read More
Guest User Guest User

Hvernig tryggjum við gæði stafrænna kennsluhátta?

Ráðgjafanefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla hélt málstofu þann 16. nóvember um hvernig hægt sé að tryggja gæði stafrænna kennsluhátta í Veröld - húsi Vigdísar.

Teitur Erlingsson hélt erindi fyrir hönd stúdenta.

Teitur Erlingsson hélt erindi fyrir hönd stúdenta.

Ráðgjafanefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla hélt málstofu þann 16. nóvember um hvernig hægt sé að tryggja gæði stafrænna kennsluhátta í Veröld - húsi Vigdísar. Teitur Erlingsson, varaformaður LÍS, hélt erindi um viðhorf stúdenta til stafrænna kennsluhátta. Teitur ræddi mikilvægi þess að stafræn kennsla sé ekki litin öðrum augum en venjuleg kennsla. Gæði kennslunnar verði að vera tryggð á sama hátt og um hana gildi sömu gæðastaðlar. Þá talaði hann einnig um mikilvægi hennar sem jafnréttistæki. Stafræn kennsla gerir stúdentum, sem ekki hafa tök á að sækja kennslustundir í persónu, kleift að mennta sig og taka þátt í tímum. Sérstakur gestur málstofunnar var Frank Rennie, prófessor við “Highlands and Islands” háskóla í Skotlandi. Skólinn er mjög framarlega á heimsvísu þegar kemur að stafrænum kennsluháttum og er Frank þar í fararbroddi. Frank kynnti fyrir gestum þær aðferðir sem hann beitir við kennslu og við að virkja nemendur í gegn um netið. Þar talaði hann sérstaklega um mikilvægi þess að gera námsefnið aðlaðandi og gagnvirkt. Einar Hreinsson, gæðastjóri Háskólans í Reykjavík (HR) fjallaði um þær aðferðir sem HR nýtir til þess að tryggja gæði stafrænnar kennslu og sýndi gestum kerfið sem notað er í HR. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri (HA), sendi síðan erindi norðan frá Akureyri þar sem hún kynnti fyrirkomulag og helstu áskoranir og kosti við fjarnám í HA. Eftir það voru umræður um stafræna kennslu og mikilvægi hennar, þar sem fram kom mikil jákvæðni og vilji til innleiðingar og framfara.  

Read More
Guest User Guest User

Málstofa á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar: Hreyfanleiki fatlaðra stúdenta.

LÍS tóku þátt í málstofu á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar þann 15. nóvember en markmið málþingsins var að koma af stað umræðu um hvernig mætti auka möguleika og tækifæri fatlaðs fólks til háskólanáms erlendis í ljósi nýrrar skýrslu um hreyfanleika fatlaðra stúdenta.

LÍS tóku þátt í málstofu á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar þann 15. nóvember en markmið málþingsins var að koma af stað umræðu um hvernig mætti auka möguleika og tækifæri fatlaðs fólks til háskólanáms erlendis í ljósi nýrrar skýrslu um hreyfanleika fatlaðra stúdenta. Norræna velferðarmiðstöðin er stofnun sem fellur undir Norrænu ráðherranefndina en hlutverk þess er að auka gæði í félagsmálageiranum á Norðurlöndunum með rannsóknum, þróunarstarfi, uppbyggingu tengslaneta og alþjóðlegu samstarfi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, fór með kynningu á áherslum LÍS úr alþjóðastefnu samtakanna sem og áherslum NOM, samstarfsneti stúdenta á Norðurlöndum, og ESU, Evrópusamtökum stúdenta. Málþingið er hluti af framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar  fyrir norrænt samstarf um málefni fatlaðs fólks sem spannar tímabilið 2018-2022.

Read More
Salka Sigurðardóttir Salka Sigurðardóttir

NOM74 í Ríga: Student engagement in student movement as part of civic society

Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Teitur Erlingsson varaformaður LÍS sóttu ráðstefnu og stjórnarfund NOM74 í Ríga, Lettlandi sem var haldin dagana 8.-12. nóvember. NOM - The Nordiskt Ordförande Møte er samráðsvettangur Landssamtaka stúdenta á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjanna er reglubundin ráðstefna sem fulltrúar LÍS sækja tvisvar á ári. LSA, Landssamtök lettneskra stúdenta hélt ráðstefnuna að þessu sinni.

Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Teitur Erlingsson varaformaður LÍS sóttu ráðstefnu og stjórnarfund NOM74 í Ríga, Lettlandi sem var haldin dagana 8.-12. nóvember. NOM - The Nordiskt Ordförande Møte er samráðsvettangur Landssamtaka stúdenta á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjanna er reglubundin ráðstefna sem fulltrúar LÍS sækja tvisvar á ári. LSA, Landssamtök lettneskra stúdenta hélt ráðstefnuna að þessu sinni.

Mynd1.jpg

Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,þátttaka stúdenta í stúdentahreyfingunni sem hluti af samfélaginu” (e. Student engagement in student movement as part of civic society) og var þar rætt um þátttöku stúdenta bæði frá sjónarhorni landssamtaka og stúdentafélaga. Þar voru ráðstefnugestir sammála um að aðal hindrun þátttöku stúdenta væri skortur á tíma sem og skortur á viðurkenningu fyrir þá vinnu sem er unnin í stúdentahreyfingunni sjálfri.


Á NOM fundinum sjálfum voru meðal annars tillögur að nýjum siðareglur NOM kynntar fyrir ráðstefnugestum, en þær eru aðalega úr siðareglum ESU (e. European Students Union) sem og SAMOK, Samtökum finnskra stúdenta við fagháskóla. Siðareglur NOM er leiðarvísir sem að þátttakendur og skipuleggjendur skulu fylgja á NOM viðburðum, markmiðið er að skapa andrúmsloft sem að stuðlar að jákvæðum umræðum og jafnrétti. Siðareglurnar eru til þess að þátttakendur sem og skipuleggjendur séu meðvitaðir um jafnrétti, áreiti, einelti á viðburðum. Í siðarreglunum er meðal annars komið á að á NOM viðburðum skulu vera skipaðir tveir trúnaðarmenn af mismunandi kyni og er þeirra verkefni að hlusta fordæmalaust og bregðast við, þegar á við.

Rætt var um næstu staðsetnintgar og dagsetningar NOM-sins og var það samþykkt að næstu tveir stjórnarfundir eða NOM75 færi fram í Danmörku dagana 10.-14. apríl 2019 og NOM76 færi fram í Færeyjum dagana 24.-28. október 2019.

Mynd3 (1).jpg

Fulltrúar LÍS héldu ánægð heim til Íslands full af metnaði eftir góða ráðstefnu og stjórnarfund NOM og þakka LSA kærlega fyrir vel heppnað utanumhald.


Read More