Atvinnumál og aðstæður námsmanna vegna COVID-19 // Job outlook and well-being of students during COVID-19
LÍS sendu út könnun í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19. Svarendur voru tæplega 2500 og bárust svör frá öllum háskólum landsins en einnig stúdentum erlendis. Könnunin var send út 14. maí og lokuð 26. maí 2020. Niðurstöðurnar sýna, í samanburði við kannanir einstakra háskóla sem gerðar voru í apríl, að staðan hefur lítið skánað: Atvinnuleysi stúdenta er enn um 40%. Í fyrrasumar voru 80% svarenda í fullu eða hlutastarfi, en aðeins 3.5% voru atvinnulaus í virkri atvinnuleit.
English below
LÍS sendu út könnun í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19. Svarendur voru tæplega 2500 og bárust svör frá öllum háskólum landsins en einnig stúdentum erlendis. Könnunin var send út 14. maí og lokuð 26. maí 2020. Niðurstöðurnar sýna, í samanburði við kannanir einstakra háskóla sem gerðar voru í apríl, að staðan hefur lítið skánað: Atvinnuleysi stúdenta er enn um 40%. Í fyrrasumar voru 80% svarenda í fullu eða hlutastarfi, en aðeins 3.5% voru atvinnulaus í virkri atvinnuleit.
Heildarfjöldi háskólanema er um 18000. Ef þessar prósentutölur eru yfirfærðar á heildina þá fæst að um 600 stúdentar voru atvinnulausir síðasta sumar en 7000 sumarið 2020.
Staða atvinnumála stúdenta er því grafalvarleg.
Störf hjá hinu opinbera munu koma fjölda stúdenta til bjargar en hingað til hefur Vinnumálastofnun auglýst aðeins 1500 stöður. Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.
Spurð að því hvort þau geti mætt útgjöldum sínum í sumar svöruðu 54.6% stúdenta að þau gætu það ekki eða munu eiga erfitt með það.
Einnig viljum við benda á að þrátt fyrir fréttir um mikla aðsókn í sumarnám þá hyggst samt 63% stúdenta ekki ætla að nýta sér þann kost. Auk þess geta aðeins 12% stúdenta séð fyrir sér að taka námslán yfir sumartímann og af þeim myndu 7% einungis nýta sér það verði þau áfram atvinnulaus.
LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.
Jafnvel þau sem fá vinnu hjá hinu opinbera þurfa á einhverjum úrræðum að halda þar sem ráðningartímabil starfanna sem ætluð eru stúdentum verður einugis tveir mánuðir. Sumarið er þrír mánuðir og einn mánuður án tekna mun skipta stúdenta máli. Til að mynda telja 45.6% stúdenta 75.000 króna skrásetningargjöld opinberra háskóla íþyngjandi. Af því má ætla skólagjöld einkarekinna skóla séu ekki síður íþyngjandi.
LÍS óttast að stúdentar sem fá ekki vinnu neyðist til þess að hætti í námi til þess eins að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 84.2% vilja sjá stúdentum tryggðan rétt til atvinnuleysisbóta. Auk þess skrifuðu 2600 manns undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta.
Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.
// English //
LÍS sent out a survey in collaboration with Stúdentaráð Háskóla Íslands and Mennta- og menningarmálaráðuneyti on job outlook and well-being of students during COVID-19. The respondents were almost 2500 and responses were received from all the universities in the country as well as from students abroad. The survey was sent out may 14th and closed may 26th 2020. The results show, in comparison to the surveys individual universities conducted in April, that the situation has not improved: Student unemployment is still around 40%. Last summer, 80% of respondents were full-time or part-time employed, while only 3.5% were unemployed in active job search.
The total number of university students is around 18000. If these percentages are transferred overall, then it can be estimated that about 600 students were unemployed last summer but 7000 in the summer of 2020.
The status of students' employment is therefore grave.
Government funded jobs will save a number of students, but so far the Directorate of Labor has only advertised 1500 positions. Summer has started and unemployed students need support now. It is not possible to wait for the next survey or next round of advertised jobs, it will be too late.
Asked if they can meet their expenses this summer, 54.6% of students responded that they could not or would have difficulty doing so.
We would also like to point out that despite news of high enrollment in summer classes, 63% of students do not intend to take advantage of this opportunity. In addition, only 12% of students can imagine taking student loans over the summer, and 7% of them would only take student loans if they remain unemployed.
LÍS is not surprised by this perspective that students do not want to accrue further debt during an economic crisis. Students spend the summer saving money for the winter, but student loans barely enough to subsist on and not high enough to save for the next school year.
Even those who get a job with the public sector need further support as the employment period for students is only two months. The summer is three months and one month without income will have an impact on students. For example, 45.6% of students see the 75,000 ISK registration fee for public universities as a burden. Therefore, private school tuition may be assumed to be no less burdensome.
LÍS fears that students who remain unemployed will be forced to quit their studies in order to be entitled to unemployment benefits. The results of the survey show that 84.2% want to see students receive the right to unemployment benefits. In addition, 2600 people signed LÍS’s call for students to be guaranteed the right to unemployment benefits.
Students’ right to unemployment benefits was revoked in the year 2010, but in the current economic climate as a result of COVID-19 there is an opportunity to correct that inequality and provide students with the same safety net as other working people.
Ályktun LÍS um breytingartillögur allsherjar- og menntamálanefndar á frumvarpi um Menntasjóð námsmanna
Landssamtök íslenskra stúdenta sendu í gær ályktun á alla þingmenn þar sem fram kemur afstaða stúdenta gagnvart breytingartillögum á frumvarpi um Menntasjóð námsmanna. Ályktunin byggir á umsögn LÍS um frumvarpið og herferðinni Fjárfestum í menntun. Jafnframt fór fram fram framhald á 2. umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær þar sem vísað var í umsögn og ályktun LÍS.
Landssamtök íslenskra stúdenta sendu í gær ályktun á alla þingmenn þar sem fram kemur afstaða stúdenta gagnvart breytingartillögum á frumvarpi um Menntasjóð námsmanna. Ályktunin byggir á umsögn LÍS um frumvarpið og herferðinni Fjárfestum í menntun. Jafnframt fór fram fram framhald á 2. umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær þar sem vísað var í umsögn og ályktun LÍS.
Ein helsta krafa stúdenta er sú að sett verði þak á vexti námslána og hefur sú krafa náð fram að ganga. Þó áréttar LÍS að vaxtaþakið þurfi að vera nægilega lágt til að skila árangri sem öryggisventill og krefjast því áfram að vaxtaþakið verði 3% á verðtryggðum og 7% á óverðtryggðum lánum, í stað 4% og 9% eins og stendur nú í frumvarpinu.
Í umræðu Alþingis leitaði Silja Dögg Gunnarsdóttir, framsögumaður meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar, skýringa á breytingartillögu 3. minnihluta sem snýr að því að festa viðmið um framfærslu við lög frekar en að framfærsla sé skilgreint í úthlutunarreglum á ári hverju. Silja vísar að í greinargerð frumvarpsins þar sem fram kemur að sjóðstjórn hefur hingað til miðað við grunnviðmið neysluviðmiða í ákvörðun framfærslu og spyr hvort það dugi ekki til.
Stúdentar hafa svar við því. Í fyrsta lagi eru grunnviðmið neysluviðmiða einfaldlega of lág. Viðmiðið er langt undir lágmarkslaunum og í engu samhengi við raunverulegan framfærslukostnað hins almenna stúdents. Frumvarpið boðar því engar breytingar á framfærslu og þá raunverulegum kjörum stúdenta ef áfram á að miða við grunnviðmið eins og hefur verið gert síðustu ár. Í öðru lagi telja stúdentar óviðunandi að ákvörðum um upphæð framfærslu liggi alfarið í höndum sjóðstjórnar og óska þess að lagastoð tryggi lágmarks framfærslu.
Því styður LÍS 1. breytingartillögu 1. og 2. og 3. minni hluta sem festir framfærslu við dæmigert neysluviðmið.
Í ályktuninni eru fleiri breytingartillögur raktar sem samræmast kröfum stúdenta, ásamt kröfum sem ekki enn hafa skilað sér í breytingum. LÍS skorar á þingmenn að grípa tækifærið sem gefst núna til þess að laga frumvarpið að kröfum stúdenta til að það þjóni markmiði sínu og Menntasjóður námsmanna geti með sanni verið kallaður styrktarsjóður.
Könnun: Velferð og staða stúdenta í heimsfaraldri // Survey: Well-being and status of students in a pandemic
Vegna erfiðrar stöðu á atvinnumarkaði er brýn þörf á að kortleggja betur atvinnuástand og aðstæður nemenda.
Hægt er fyrir stúdenta að nálgast könnunina inná háskólanetfangi sínu.
Niðurstöður þessarar könnunar verða nýttar til þess að fá skýrari mynd af stöðunni og til að draga fram leiðir til úrbóta.
Könnun þessi er samin af Stúdentaráði Háskóla Íslands og yfirfarin af Landssamtökum íslenskra stúdenta og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Við biðjum stúdenta að svara þessari könnun fyrir 26. maí næstkomandi en ráðgert er að leggja könnunina fyrir aftur síðar í sumar.
Þessi könnun er einungis ætluð háskólanemum. Könnunin er bæði á íslensku og ensku. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og aðildarfélög þess munu annast úrvinnslu gagna hennar og ekki afhenda þau öðrum. Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
//
Due to hardship on the labor market there is an urgent need to map out the employment status and well being of students.
University students can access the survey through their university email.
The results of this survey will be used to get a better picture of the current status and to identify possible solutions to the problems students are facing.
This survey is composed by the Student Council of the University of Iceland and reviewed by the National Union of Icelandic Students and Ministry of Education of Iceland.
We ask you to fill out the survey before May 26th. The survey will possibly be sent out again later in the summer.
This survey is only meant for students currently enrolled in higher education in Iceland. This survey is both in Icelandic and English. The Ministry of Education of Iceland and the National Union of Icelandic Students and its member unions will handle the data processing and will not share the data with others. This survey is anonymous and answers can not be traced to individual participants.
Ákall eftir stuðningi um rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta // Call for support regarding student's right to unemployment benefits
LÍS kalla eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar.
— English below —
LÍS kalla eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar. Skrifaðu undir hér.
Þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta.
Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi.
Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar.
Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið.
Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Þegar seinni aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar var kynntur var gert ráð fyrir um 3.000 sumarstörfum en nýlega var kynnt að þetta verða um 3.400 sumarstörf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði duga skammt til.
Af launum fólks er greitt í atvinnuleysistryggingasjóð og tryggingarsjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga, líka af launum stúdenta. Samt eiga stúdentar engan rétt á greiðslum úr sjóðnum vegna atvinnuleysis, þó þeir hafi unnið og greiðslur runnið í sjóðinn vegna starfa þeirra. Samkvæmt EUROSTUDENT VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi og styðja niðurstöður könnunar SHÍ frá apríl þær tölur en tæp 70% stúdenta HÍ vinna með námi. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Staðan er óviðunandi, snúa þarf til baka og veita stúdentum fjárhagslegt öryggi á þessum óvissutímum.
Veigamesta aðgerð ríkisstjórnarinnar þarf að vera að veita stúdentum rétt til atvinnuleysisbóta svo stúdentar hafi björgunarhring sem getur fleytt þeim í gegnum komandi öldurót.
—
The National Union of Icelandic Students call for support regarding its demand that students need to be ensured the right for unemployment benefits over the summer period. Sign the petition here.
Three recent surveys indicate that unemployment amongst students will be high.
According to a survey conducted by the Student Council of the University of Iceland from April 6th - 8th, 40% of UI students had not yet received a summer job, but were looking for a one.
According to a survey by the Student Union of the Icelandic Academy of the Arts from April 17th - 21st, 65.8% of IAA students had not yet received a secure summer job.
According to a survey by the University of Reykjavik from April 16th - 20th, about half of the RU students had not yet received a summer job.
All three surveys were conducted before a massive amount of group dismissals started in Icelandic society. If the results of the aforementioned surveys are transferred to each school as a whole, then these are over 5,200 students from the University of Iceland, 243 students from the University of Iceland and 1,700 from the University of Reykjavik who do not have summer jobs. When the government's second action package was announced, some 3,000 summer jobs were expected, but recently it was announced that around 3,400 summer jobs will be created for students. If unemployment among students is actually as high as the above figures indicate, this remedy will be short-lived.
A part of people's salaries are paid into the unemployment insurance fund and the insurance fund for self-employed individuals, including the salaries of students. However, students are not entitled to payments from the fund due to unemployment, even though they have been working and payments flowed into the fund because of their work. According to EUROSTUDENT VI, about 87% of students work during study breaks and about 68% work during the lecture period. These numbers are supported by the results of the Student Council of the University of Iceland´s April Survey which showed that almost 70% of UI students work during the lecture period. Until January 1, 2010, students had enjoyed the protection of the unemployment insurance scheme for many years. In the summer of 2009, therefore, students were entitled to unemployment benefits. After that, the right of students to unemployment benefits was abolished in the summer without LÍN meeting the circumstances. Students continued to contribute a part of their salary to the aforementioned funds. The situation is unacceptable, needs to be reversed and financial security has to be provided to students during these times of uncertainty.
The government's most important action must be to give students the right to unemployment benefits so that students have a safety net that can catch them if all else fails.
Opið fyrir umsóknir í fulltrúa LÍS í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum til þess að sitja sem fulltrúar LÍS í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema.
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum til þess að sitja sem fulltrúar LÍS í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema.
Nefndin starfar samkvæmt 20. gr. laga um háskóla nr. 63/2006 og reglum nr. 1152/2006. Hún fjallar um kærur og kvartanir stúdenta í háskólum á hendur skólanna vegna málsmeðferðar og/eða ákvarðana um þeirra mál.
Sótt er um með því að senda umsókn á lis@studentar.is. Umsóknarfrestur rennur út þann 12. maí kl. 23:59.
Umsókn skal innihalda helstu upplýsingar, m.a.:
Nafn og aldur.
Ferilskrá.
Stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Menntunar- og hæfniskröfur eru eftirfarandi:
Umsækjendur þurfa að uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara sbr. 29. gr. laga nr. 50/2016.
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
Gott vald á íslenskri tungu.
Skipulögð, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi:
Reynslu af störfum kæru- og/eða úrskurðarnefnda.
Þekking á lagaumhverfi háskóla
Reynslu af og/eða áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta.
Einn aðal- og einn varafulltrúi eru skipaðir til tveggja ára.
Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Jónsdóttir, forseti LÍS á sigrun@studentar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.