Atvinnumál og aðstæður námsmanna vegna COVID-19 // Job outlook and well-being of students during COVID-19
English below
LÍS sendu út könnun í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19. Svarendur voru tæplega 2500 og bárust svör frá öllum háskólum landsins en einnig stúdentum erlendis. Könnunin var send út 14. maí og lokuð 26. maí 2020. Niðurstöðurnar sýna, í samanburði við kannanir einstakra háskóla sem gerðar voru í apríl, að staðan hefur lítið skánað: Atvinnuleysi stúdenta er enn um 40%. Í fyrrasumar voru 80% svarenda í fullu eða hlutastarfi, en aðeins 3.5% voru atvinnulaus í virkri atvinnuleit.
Heildarfjöldi háskólanema er um 18000. Ef þessar prósentutölur eru yfirfærðar á heildina þá fæst að um 600 stúdentar voru atvinnulausir síðasta sumar en 7000 sumarið 2020.
Staða atvinnumála stúdenta er því grafalvarleg.
Störf hjá hinu opinbera munu koma fjölda stúdenta til bjargar en hingað til hefur Vinnumálastofnun auglýst aðeins 1500 stöður. Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.
Spurð að því hvort þau geti mætt útgjöldum sínum í sumar svöruðu 54.6% stúdenta að þau gætu það ekki eða munu eiga erfitt með það.
Einnig viljum við benda á að þrátt fyrir fréttir um mikla aðsókn í sumarnám þá hyggst samt 63% stúdenta ekki ætla að nýta sér þann kost. Auk þess geta aðeins 12% stúdenta séð fyrir sér að taka námslán yfir sumartímann og af þeim myndu 7% einungis nýta sér það verði þau áfram atvinnulaus.
LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.
Jafnvel þau sem fá vinnu hjá hinu opinbera þurfa á einhverjum úrræðum að halda þar sem ráðningartímabil starfanna sem ætluð eru stúdentum verður einugis tveir mánuðir. Sumarið er þrír mánuðir og einn mánuður án tekna mun skipta stúdenta máli. Til að mynda telja 45.6% stúdenta 75.000 króna skrásetningargjöld opinberra háskóla íþyngjandi. Af því má ætla skólagjöld einkarekinna skóla séu ekki síður íþyngjandi.
LÍS óttast að stúdentar sem fá ekki vinnu neyðist til þess að hætti í námi til þess eins að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 84.2% vilja sjá stúdentum tryggðan rétt til atvinnuleysisbóta. Auk þess skrifuðu 2600 manns undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta.
Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.
// English //
LÍS sent out a survey in collaboration with Stúdentaráð Háskóla Íslands and Mennta- og menningarmálaráðuneyti on job outlook and well-being of students during COVID-19. The respondents were almost 2500 and responses were received from all the universities in the country as well as from students abroad. The survey was sent out may 14th and closed may 26th 2020. The results show, in comparison to the surveys individual universities conducted in April, that the situation has not improved: Student unemployment is still around 40%. Last summer, 80% of respondents were full-time or part-time employed, while only 3.5% were unemployed in active job search.
The total number of university students is around 18000. If these percentages are transferred overall, then it can be estimated that about 600 students were unemployed last summer but 7000 in the summer of 2020.
The status of students' employment is therefore grave.
Government funded jobs will save a number of students, but so far the Directorate of Labor has only advertised 1500 positions. Summer has started and unemployed students need support now. It is not possible to wait for the next survey or next round of advertised jobs, it will be too late.
Asked if they can meet their expenses this summer, 54.6% of students responded that they could not or would have difficulty doing so.
We would also like to point out that despite news of high enrollment in summer classes, 63% of students do not intend to take advantage of this opportunity. In addition, only 12% of students can imagine taking student loans over the summer, and 7% of them would only take student loans if they remain unemployed.
LÍS is not surprised by this perspective that students do not want to accrue further debt during an economic crisis. Students spend the summer saving money for the winter, but student loans barely enough to subsist on and not high enough to save for the next school year.
Even those who get a job with the public sector need further support as the employment period for students is only two months. The summer is three months and one month without income will have an impact on students. For example, 45.6% of students see the 75,000 ISK registration fee for public universities as a burden. Therefore, private school tuition may be assumed to be no less burdensome.
LÍS fears that students who remain unemployed will be forced to quit their studies in order to be entitled to unemployment benefits. The results of the survey show that 84.2% want to see students receive the right to unemployment benefits. In addition, 2600 people signed LÍS’s call for students to be guaranteed the right to unemployment benefits.
Students’ right to unemployment benefits was revoked in the year 2010, but in the current economic climate as a result of COVID-19 there is an opportunity to correct that inequality and provide students with the same safety net as other working people.