Áherslur Sjálfstæðisflokksins og svör við spurningum LÍS

  • Viðreisn hefur þá stefnu að námslánakerfið lán taki mið af því að öll hafi jöfn tækifæri til framhalds- og háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Viðreisn vill efla enn frekar styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána.

    Námslán og skólagjöld taki mið af því að öll hafi jöfn tækifæri til framhalds- og háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Viðreisn vill efla enn frekar styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána. Stefna ætti að blönduðu styrkja- og lánakerfi, þar sem námsmenn hafi þó kost á að nýta eingöngu styrkinn. Viðreisn vill afnema frítekjumark námslána Menntasjóðs námsmanna og telur rétt að grunnframfærsla námslána taki mið af grunnviðmiði neysluviðmiðs félagsmálaráðuneytis, uppfært miðað við vísitölu neysluverðs, að viðbættum húsnæðiskostnaði og að teknu tilliti til fjölskyldustærðar námsmanna og búsetu. Umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa hlotið dvalarleyfi á Íslandi, skulu jafnframt eiga kost á námslánum.

  • Viðreisn telur að ganga eigi út frá því að háskólastigið á Íslandi sé fjármagnað með sambærilegum hætti og gerist á hinum Norðurlöndunum, það er því miður ekki raunin í dag. Gróskumikið háskólastig er undirstaða þess að íslenskt samfélag sé samkeppnishæft á alþjóðavísu varðandi rannsóknir- vísindi og nýsköpun.

  • Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar og er um leið forsenda framþróunar. Við viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, fötlunar, trúarbragða, kynvitundar, kynhneigðar, búsetu, þjóðernis, aldurs eða annarrar stöðu.