Háskólinn á Bifröst

Háskólinn á Bifröst er staðsettur í háskólaþorpi sínu á Bifröst. Skólinn býður þó fyrst og fremst upp á víðtækt fjarnám.

Við drögum athygli að því að ekki hafa ennþá fengist ný svör um aðgengismála spurningalistann og því er eldri útgáfan af honum notuð hér að neðan í augnablikinu.

Vefslóð: bifrost.is

Hafa samband

Sími: 433 3000

Netfang: bifrost@bifrost.is

Einkunn

Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Bifröst

Heimasíða: https://www.bifrost.is/thjonusta/nams--og-starfsradgjof

Netfang: namsradgjof@bifrost.is

Símanúmer: 433 3028

Náms- og starfsráðgjafi starfar í þágu nemenda og gætir hagsmuna þeirra, þjónustan er einstaklingsbundin og fer fram í trúnaði. Markmið ráðgjafarinnar er að stuðla að vellíðan nemenda, efla færni og sjálfsþekkingu þeirra til að ná sem bestum árangri í námi og aðstoða þá að finna áhuga sínum og hæfileikum farveg.

Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum ráðgjöf og stuðning í skipulögðum vinnubrögðum í námi, náms- og starfsvali, líðan og heilsu og sérúrræðum í námi.

Náms- og starfsráðgjafi er með skrifstofu á annarri hæð í eldri byggingu skólans. Viðtöl og ráðgjöf fara fram alla virka daga kl. 9-15 á Bifröst, Reykjavík, fjarfundi eða símleiðis. Mánudaga er hægt að panta tíma í Reykjavík.

Upplýsingar varðandi sérúrræði í námi má finna á eftirfarandi slóð: https://www.bifrost.is/thjonusta/nams--og-starfsradgjof/serurraedi-i-nami-

Þetta verkefni er styrkt af ÖBÍ réttindasamtökum og kemur frá verkefninu Réttinda Ronja

Spurning Svarið
Hafa nemendur kost á lengri próftíma?
Geta nemendur óskað eftir að taka próf í rólegum aðstæðum þar sem fáir nemendur deila próftökustað?
Geta nemendur sótt eftir því að fá ritara í prófum?
Geta nemendur fengið hvíld innan prófs án skerðingu próftíma?
Er í boði að taka öll próf í tölvu?
Er í boði að taka próf í tölvu með stafsetningarforriti? Nei
Er í boði að taka öll próf munnlega?
Geta nemendur fengið stækkuð prófblöð?
Geta nemendur fengið stækkað letur á prófblöðum?
Geta nemendur fengið lituð prófblöð?
Geta nemendur fengið próf á blindraletri? Nei
Spurning Svarið
Býður skólinn upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu? Nei
Býður skólinn upp á ókeypis sálfræðiþjónustu? Nei
Er möguleiki á stuðningsviðtali hjá starfsmanni skólans, t.d. hjá námsráðgjafa?
Hefur skólinn táknmálstúlk fyrir nemendur? Nei
Hefur skólinn rittúlk fyrir nemendur? Nei
Er prófkvíðanámskeið í boði fyrir nemendur á vegum skólans?
Er námskeið varðandi námstækni í boði fyrir nemendur á vegum skólans?
Býður skólinn upp á annars konar hjálparnámskeið?
Spurning Svarið
Eru stúdentagarðar í göngufæri við skólann?
Eru stúdentaíbúðir í færi með almenningssamgöngum? Allar stúdentaíbúðir skólans eru í göngufæri
Eru stúdentaíbúðir í færi með einkabíl? Allar stúdentaíbúðir skólans eru í göngufæri
Eru sérútbúnar íbúðir fyrir fatlaða á stúdentagörðum skólans? Nei
Spurning Svarið
Veitir skólinn upplýsingar um réttindi allra nemenda?
Eru upplýsingar um réttindi nemenda á heimasíðu skólans?
Er starfsmaður/starfsmenn í skólanum með upplýsingar á færi varðandi rétt nemenda?
Benda starfsmenn (t.d. náms- og starfsráðgjafar) skólans nemendum á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks?
Benda starfsmenn skólans fötluðu fólki á réttindi sem það hefur hjá Öryrkjabandalaginu og öðrum sambærilegum samtökum?
Spurning Svarið
Er hjólastólaaðgengi inn og út úr byggingum skólans?
Er almennt hjólastólaaðgengi innan bygginga skólans?
Er jafnt og þétt undirlag án hæðarmunar á skólasvæðinu? Nei. Ekki allstaðar en göngustígar eru hannaðir þannig að hjólastólar eiga að komast um. Hinsvegar eru enn gangstéttir og kantsteinar sem hefta för einstaklinga
Eru breiðar dyr og hurðir fyrir hjólastóla, sem auðvelt er að opna á skólasvæðinu?
Eru breiðir gangar og snúningsstaðir fyrir hreyfihamlaða?
Eru innréttingar og búnaðir í réttri hæð fyrir hjólastólanotendur? Þetta þarf að skoða, að sumu leiti er þetta til staðar en að
öðru ekki
Eru lyftur fyrir hreyfihamlaða til þess að komast á milli hæða?
Eru læstar lyftur í byggingum háskólans? Ef svarið er já vinsamlegast takið fram í útskýringum hvernig sé hægt að opna téðar lyftur og hverjir hafa aðgang að læstum lyftum.
Eru lyftur opnar fyrir almenna notkun? Nei
Er salernisaðstaða fyrir hreyfihamlaða á skólasvæðinu?
Eru bílastæði nálægt aðalinngangi bygginga?
Er reglulegur snjómokstur á bílastæðum á skólalóð/ við byggingar skólans? Já. En þarf þó að bæta með reglulegri mokstri
Er reglulegur snjómokstur á göngustígum á skólasvæðinu? Nei
Eru tröppur ávallt með handlistum beggja vegna? Nei
Eru reglulegir hvíldarstaðir á gönguleiðum þar sem hægt er að setjast niður? Nei
Eru hvíldarrými/herbergi fyrir nemendur sem vegna veikinda eða fötlunar þurfa á slíku að halda? Nei
Uppfylla rampar/skábrautir ákvæði byggingarreglugerðar um halla?
Spurning Svarið
Geta nemendur nálgast glærur kennara á námsgagnasíðu á vegum skólans?
Geta nemendur nálgast hljóðupptökur af kennslustundum skólans?
Geta nemendur nálgast myndupptökur af kennslustundum skólans? Nei
Geta nemendur óskað eftir að fá aðstoð glósuvinar í kennslustundum sem veitir aðstoð við að skrá niður glósur í tímum?
Geta nemendur fengið glósur á blindraletri? Nei
Eru bækur á stafrænu formi fyrir tölvuþul í boði fyrir nemendur?
Eru góðir stólar í öllum kennslustofum, þar sem það á við?
Eru borð fyrir alla nemendur í kennslustofum, þar sem það á við?
Er möguleiki á upphækkun á borðum í kennslustofum? Nei
Hafa einstaklingar með lestrarörðugleika aðgengi að öllu starfi skólans án aðstoðar?
Hafa einstaklingar með lestrarörðugleika möguleika á að hlusta á allt námsefni og upplýsingar?  Nei. Verið er að vinna í að koma námsefni yfir á form sem talgervlar geta lesið og búið að gera samning við bóksölu stúdenta þess efnis. Í forgangi verður að koma efni á stafrænt form fyrir þá nemendur sem þess þurfa hverju sinni en beiðnir þurfa að berast áður en kennsla hefst.
Eru skýringarmyndir til stuðnings við texta í öllu námsefni og upplýsingum? Nei
Eru allar upplýsingar og fyrirmæli aðgengilegar á skýru og einföldu máli?
Hafa allir heyrnarskertir og/eða heyrnarlausir einstaklingar aðgengi að starfsemi skólans? Já. Það eru allir velkomnir og við leitumst við eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir einstaklinga
Hafa heyrnarskertir og heyrnarlausir einstaklingar afnot að tónmöskva í kennslustundum? Nei
Eru tölvur með sérhæfðum búnað fyrir blinda og sjónskerta til staðar? Nei