LÍS og BHM semja um áframhaldandi samstarf

LÍS og Bandalag háskólamanna (BHM) hafa gert með sér nýjan samstarfssamning sem felur í sér breytingar á eldri samningi aðila.  

Aðilar munu vinna saman að stefnumótun um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál. Meðal annars munu aðilar beita sér sameiginlega fyrir því að settar verði skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi, auk þess sem LÍS verður BHM til ráðgjafar vegna hugsanlegra breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá munu aðilar standa sameiginlega að kynningu á kjara- og réttindamálum háskólamenntaðra á vinnumarkaði fyrir aðildarfélög LÍS og undirbúa sameiginlega ráðstefnu um það efni fyrir stúdenta enda hefur samningurinn það að markmiði að efla þekkingu stúdenta á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði.
LÍS mun eiga rétt á þátttöku í stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál og munu fulltrúar LÍS hafa seturrétt á formannaráðs- og upplýsingafundum BHM.

LÍS fær afnot af skrifstofu- og fundaaðstöðu í húsakynnum BHM.

Gildistími samningsins er frá 1. mars 2017 til 1. maí 2018 og skal hann endurskoðaður í mars 2018.

Aldís Mjöll Geirsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir

Aldís Mjöll Geirsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir

Á myndinni má sjá Aldísi Mjöll Geirsdóttur, formann LÍS, og Þórunni Sveinbjarnardóttur, formann BHM, handsala samninginn.

Previous
Previous

GLEÐILEGT PRIDE kæru stúdentar

Next
Next

Skiptafundur LÍS – Ný stjórn tekur við