Fundur um stuðningsyfirlýsingu LÍS við bréf jafnréttisnefndar KÍ

Ragnhildur Þrastardóttir, varaforseti LÍS, og Anastasía Jónsdóttir, jafnréttisfulltrúi LÍS, fóru á fund, þann 18. nóvember síðastliðinn, með Jóni Atla, rektor Háskóla Íslands, Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Steinunni Gestsdóttur, aðstoðarrektor kennslu og þróunar. Fundurinn var boðaður vegna stuðningsyfirlýsingar LÍS við bréf jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands. Í bréfinu birtist krafa nefndarinnar um að kynjafræði verði skyldufag í kennaranámi. Á fundinum skynjuðu fulltrúar LÍS mikinn meðbyr frá Kolbrúnu og Jóni Atla og vilja þeirra til þess að skoða það að bæta kynjafræði við sem skyldufagi í kennaranámi. LÍS eru bjartsýn á framhaldið.

Stuðningsyfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Stuðningsyfirlýsing-KÍ.jpg
Previous
Previous

The first application café // Fyrsta umsóknarkaffihúsið

Next
Next

Ragnhildur Þrastardóttir nýr varaforseti LÍS