Framlengdur frestur í sæti varafulltrúa í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

 Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem varafulltrúi í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema. 

Nefndin starfar samkvæmt 20. gr. laga um háskóla nr. 63/2006 og reglum nr. 1152/2006. Hún fjallar um kærur og kvartanir stúdenta í háskólum á hendur skólanna vegna málsmeðferðar og/eða ákvarðana um þeirra mál. 

Sótt er um með því að senda umsókn á lis@studentar.is. Umsóknarfrestur rennur út þann 9. september kl. 12:00.

Umsókn skal innihalda helstu upplýsingar, m.a.: 

  • Nafn og aldur.

  • Ferilskrá.

  • Stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Menntunar- og hæfniskröfur eru eftirfarandi:

  • Umsækjendur þurfa að uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara sbr. 29. gr. laga nr. 50/2016.

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu 

  • Gott vald á íslenskri tungu.

  • Skipulögð, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. 

  • Lipurð í mannlegum samskiptum. 

Æskilegt er að umsækjandi hafi:

  • Reynslu af störfum kæru- og/eða úrskurðarnefnda.

  • Þekking á lagaumhverfi háskóla

  • Reynslu af og/eða áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta. 

Fulltrúinn er skipaður til 17. maí 2020. 

Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Sonja Björg Jóhannsdóttir, forseti LÍS á sonja@studentar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Previous
Previous

Framlengdur umsóknarfrestur í stöðu markaðsstjóra

Next
Next

Sjálfboðaliðar óskast í Student Refugees // Seeking volunteers for Student Refugees