Opið fyrir svör í EUROSTUDENT VII könnunina
EUROSTUDENT könnunin er yfirgripsmikil könnun sem er lögð fyrir stúdenta í 28 mismunandi löndum og nær til fjölda félagslegra þátta um stúdentahópinn. Ísland tók fyrst þátt í EUROSTUDENT VI en niðurstöður þess voru birtar í mars 2018. Það var í fyrsta skipti sem stúdentar, stjórnendur háskólanna og aðrir aðilar höfðu aðgengi að opinberum upplýsingum um stúdentahópinn.
Nú hefur EUROSTUDENT könnunin verið send út til stúdenta á nýjan leik. Eins og kemur fram í gæðastefnu LÍS eru haldbærar tölfræðiupplýsingar um stúdentahópinn lykilatriði til þess að mögulegt sé að móta heildstæða menntastefnu. Samkvæmt mennta- og menningarmálaráðherra er vinna að menntastefnu Íslands til 2030 hafin og ætti slík vinna tvímælalaust að byggjast á niðurstöðum fyrrnefndrar könnunnar. Svörun könnunarinnar liggur í höndum stúdenta, þess vegna hvetja LÍS alla stúdenta til þess að gefa sér tíma og svara henni. Sem stendur eru opinber tölfræði um samsetningu hópsins og framgang í námi eða aðrar almennar upplýsingar um stúdenta af skornum skammti. Safna þarf slíkum upplýsingum með sérstöku tilliti til félagslegrar víddar (e. Social Dimension) en upplýsingar af því tagi geta gert stjórnendum háskólanna og stjórnvöldum kleift að kortleggja þær hindranir sem liggja í vegi stúdenta innan háskólakerfisins og skapa skýra aðgengisáætlun fyrir háskólakerfið með upplýstum hætti.
Niðurstöður EUROSTUDENT VI má finna hér.